Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 28

Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 28
EFTA-ríkja sem eftir eru og með beinum tvíhliða viðræðum við EB. Sífellt er verið að vinna að samræmingu reglna og staðla EFTA-ríkjanna. „Öll s am- ræming innan EFTA er á réttri leið, og við munum njóta styrks af tilvist EFTA," segir Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðu- flokksins sem situr í utanríkismálanefnd. Hann telur að mikilvæg atriði Evrópubanda- lagsins s.s. frjálst flæði fjármagns og vinnu- afls á milli landa, samræmd skattapólitík og hugsanleg útvíkkun fríverslunarinnar yfir í þjónustugreinar s.s. ferðaþjónustu, séu mál sem íslendingar verða að velta fyrir sér. ,, Aðal atriðið er hversu langt við erum reiðu- búin til að ganga í þessum efnum og á því veltur það hvemig samningum við getum náð við EB í öðrum málum sem skipta miklu fyrir okkur,“ segir hann. Það er sem sagt tímabært að móta línumar en ekkert liggur á að setja niður ákveðna samningastöðu gagn- vart Evrópurisanum. Ólafur R. Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins tekur í sama streng: „Þessi þróun er öll á slíku frumgerjunarstigi að það væri skissa að fara að bóka þegar í upphafi afdráttarlausa samningsstöðu," segir hann en bendir jafnframt á að það verði að horfa með raunsæi á að ekki er útilokað að EFTA liðist í sundur á næstu árum ef fleiri EFTA- ríki ganga í EB. Ólafur bendir á aðra hlið þessa máls: „Ég vakti á því athygli fyrir tveimur ámm síðan," segir hann, „að V.-Evrópuríkin ein gætu hafið vaxandi hemaðarsamvinnu, bæði á grundvelli Vestur-Evrópubandalagsins, sem hingað til hefur verið nafnið eitt, sem og vegna aukinna hemaðartengsla Þjóðverja og Frakka. Þessi dans er í gangi en þó em enn stórir þröskuldar í veginum." ÍSLAND UTANVELTU Evrópusammninn er þannig ekki ein- göngu byggður á viðskiptalegum gmnni heldur vex pólitískt mikilvægi sífellt og gangi Norðmenn í EB innan fimm til tíu ára verður ísland eina V.-Evrópuríkið í NATO sem stendur utan EB. Eftir samning stórveld- anna um niðurskurð landeldfluga í Evrópu er talið að frekari skriður komist á víg- búnaðarsamvinnu'Evrópuríkjanna í NATO og telja fréttaskýrendur í Evrópu sífellt vax- andi líkur á að EB verði í framtíðinni vett- RÁÐHERRANEFNDIN er valdamesta stofnun EB. Þar sitja fulltrúar aðildarríkj- anna, oftast ráðherrar fyrir þeim mála- flokkum sem til umræðu eru hverju sinni. Meðal aðalverkefna hennar er að tryggja framgang markmiða hins sameiginlega markaðar EBE, móta stefnu í sameigin- legum málum, og að ganga frá fjárhags- áætlun bandalagsins. Ráðherranefndin hefur löggjafarvald og atkvæði stærri ríkja vega þyngra þar en hinna minni. f raun hefur hvert aðildam'ki þó haft neitunarvald í nefndinni þegar það hefur talið að um lífshagsmunamál sitt væri að ræða en unnið er að því að möguleikar á meirihlutaákvörðunum verði virkir. Full- trúamir bera, hver um sig, einungis póli- tíska ábyrgð gagnvart eigin þjóðþingum og gæta hagsmuna sinna ríkja. Höfuðs- stöðvar Ráðherranefndarinnar eru í Brússel. vangur breiðrar pólitískrar samhæfingar um öryggismál Evrópu. Á næstu mánuðum ræðst það hvort bandalagsríkin komast yfir erfiðleikana vegna styrkja til landbúnaðar og gífurlegs fjárlagahalla. Á næstu árum ræðst svo hvort framtíðarsýn Winstons Churchill um Bandaríki Evrópu verður að veruleika eða ekki. Sumir eru þegar farnir að setja fram spurningar í þessum dúr: Ætlar ísland að verða útundan og utanveltu viðskiptalega, herfræðilega og pólitískt? Náum við sér- samningum við EB, drögumst við ófrávíkj- anlega inn í samruna Evrópuþjóðanna eða eigum við þegar að fara að kynna okkur og undirbúa aðild að EB? Enginn stjómmálaflokkanna fæst enn til að gæla við hugmyndir um aðild að EB í framtíðinni en það liggur skýrt fyrir að sam- skiptin við bandalagið fara vaxandi og þá verður ekki undan því vikist að gefa eftir á einhverjum sviðum. Enginn hefur enn treyst sér til að benda á hvaða tilslakanir íslending- ar hafa efni á að gera. Öðm vopni hampaði einn viðmælandi ÞJÓÐLÍFS:„Við eigum að setja fram þá spurningu,"sagði hann, „hvort Evrópuþjóðimar ætli að skilja okkur eftir og ýta okkur í flasið á Bandaríkjamönnum - sem voru vel að merkja að ganga frá undir- ritun með Kanadamönnum um fríverslunar- svæði fyrir vestan okkur." MEÐ EÐAÁMÓTI BANDARÍKJUNUM Útflutningsrisamir tveir, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og sjávarafurðadeild SIS, hafa einokað fiskútflutninginn til Bandaríkj- anna og vegna pólitískrar helmingaskipta- stjómar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur þessi staðreynd reyrt niður íslenska utanríkisviðskiptastefnu. Gunnar Helgi Kristinsson, segir í riti sínu að stjómvöld hafi markvisst hyglað þessum stóm útflutnings- aðilum, með takmörkunum á veitingu út- flutningsleyfa. Undanfarin ár hefur hlutdeild Bandaríkjanna í útflutningi landsins stór minnkað á sama tíma og mikilvægi Evrópu- markaðarins þenst út. Það er athyglisvert að skv. hagtölum Seðlabankans um verðmæti útflutnings eftir einstökum markaðssvæð- um, hefur það nánast staðið í stað í Banda- ríkjunum á síðustu ámm en margfaldast á markaðssvæði EB. Verðmæti útflutnings til EB-landa á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs var nálega jafnmikið og allt árið þar á undan eða 23.3 miljarðar (f.o.b.) og hafði aukist úr 13 miljörðum frá árinu 1985 miðað við skráð gengi á hveijum tíma. Þessar breyttu aðstæður kunna að gjörbreyta gamalgróinni utanríkispólitík íslendinga og neyða hagsmunaaðila og stjómmálamenn til að velja á milli vesturs og austurs í stjómmál- um, viðskiptum og öryggismálum. • Ómar Fríðríksson 28

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.