Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 59
Anna G. Magnúsdóttir. Það er sýnt að börn sem hafa sjálf unnið við myndbandagerð eru mun gagnrýnni á það sem þau horfa á og þau eiga
auðveldara með að velja og hafna.
— Myndflauminn er ekki hægt að
stöðva. Ef eitthvað er þá á framboð af
myndefni eftir að aukast. Þess vegna er
nauðsynlegt að skólakerfíð fari að taka á
þessum málum betur en verið hefur.
Hingað til hefur bókin verið styrkasta stoð
kennslu og ekkert nema gott um það að
segja. Hins vegar hefur mikilvægi mynd-
arinnar aukist verulega undanfarin ár.
Hún er orðin svo stór hluti af lífi barna að
skólinn verður að taka myndmálið inn í
kennslu sem hluta af umhverfi þeirra.
Þetta á ekki bara við um lifandi myndir
heldur er einnig nauðsynlegt að börn fái
tækifæri til þess að velta ljósmyndum fyrir
sér. Mynd er á við þúsund orð. Myndir
hafa til að bera ákveðið raunsæi sem erfitt
er að véfengja og fyrir barninu sýna þær
raunveruleikann. Börn átta sig ekki á því
að hver mynd er bara brot af þeim raun-
veruleika sem við lifum í. Þess vegna tel ég
nauðsynlegt að þau fái tækifæri til þess í
skólanum að vinna með myndir, skoða
þær, — velta því fyrir sér hvers vegna
þessi mynd hafi verið valin með þessu
efni. Hvað á hún að segja og svo framveg-
is.
— Það hefur sýnt sig að börn sem farið
hafa í gegnum slíka vinnu eru mun gagn-
rýnni á myndefni sem fyrir þeim er haft.
Þau eiga auðveldara með að velja og hafna
og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það sést
t.d. á því að börn sem gera myndbönd í
skóla horfa öðruvísi á sjónvarp. Þau
þekkja tækin sem þarf til, hugtök sem
notast er við og geta betur sett sig inn í það
sem gerist á bak við tjöldin.
— Fjölmiðlakennsla hefur verið að
aukast að undanförnu í skólum og er það
vel. Hún hefur að vísu mest miðast við
ýmis konar blaðaútgáfu en einnig hefur
færst í vöxt að börnum séu gefin tækifæri
til að gera lifandi myndir. Fram að þessu
hefur kennslan einkum byggt á nokkrum
kennurum með brennandi áhuga á þessu
sviði. Framboð á námsefni í fjölmiðla-
kennslu hefur því miður verið af skornum
skammti. Einnig er það svo að kennarar
hafa haft fá tækifæri til þess að kynnast því
hvemig þeir eigi að taka á þessum málum,
en í nýrri námskrá fyrir grunnskóla er lögð
á það áhersla að kennarar nýti sér fjölmiðla
til kennslu og ég hef trú á því að áður en
langt um líður verði þetta sjálfsagður þátt-
ur í starfi skólanna, sagði Anna G. Magn-
úsdóttir.
ún hefur ásamt Páli Ólafssyni skrif-
að kennslubók sem ætluð er nem-
endum í framhaldsskólum og efri bekkj-
um grunnskóla. Bókin hefur hlotið nafnið
Áttavitinn og er grunnbók í fjölmiðlaf-
ræðslu. Bókin er væntanleg innan
skamms.
— Ég fjalla í bókinni um myndir, sjón-
varp og kvikmyndir. Við vonumst til að
hún komi að góðum notum fyrir kennara
sem áhuga hafa á því að sinna þessu efni
með nemendum, sagði Anna. Auk þess að
vinna að gerð námsefnis sér hún um inn-
kaup fyrir fræðslumyndadeild Náms-
gagnastofnunar. Einnig hefur hún unnið
að gerð fræðslumynda.
— Eitt af því sem ég er með í takinu nú
er samvinnuverkefni nokkurra aðila. Það
er hálftíma fræðslumynd um þær uppeld-
isaðferðir sem beitt er á dagheimilinu
Marbakka í Kópavogi en þar hefur upp-
eldisstarfið verið sniðið eftir þeim hug-
myndum sem kenndar eru við Reggio
Emilia. Jafnframt því að sýna hvernig
starfið fer fram á Marbakka skoðum við
hvernig grunnskólinn getur lagað þessa
uppeldisstefnu að sínum þörfum. Þessi
mynd er fyrst og fremst ætluð kennara -og
fóstrunemum, sagði Anna G. Magnús-
dóttir.
0
L
ÞJÓÐLÍF 59