Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 59

Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 59
Anna G. Magnúsdóttir. Það er sýnt að börn sem hafa sjálf unnið við myndbandagerð eru mun gagnrýnni á það sem þau horfa á og þau eiga auðveldara með að velja og hafna. — Myndflauminn er ekki hægt að stöðva. Ef eitthvað er þá á framboð af myndefni eftir að aukast. Þess vegna er nauðsynlegt að skólakerfíð fari að taka á þessum málum betur en verið hefur. Hingað til hefur bókin verið styrkasta stoð kennslu og ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar hefur mikilvægi mynd- arinnar aukist verulega undanfarin ár. Hún er orðin svo stór hluti af lífi barna að skólinn verður að taka myndmálið inn í kennslu sem hluta af umhverfi þeirra. Þetta á ekki bara við um lifandi myndir heldur er einnig nauðsynlegt að börn fái tækifæri til þess að velta ljósmyndum fyrir sér. Mynd er á við þúsund orð. Myndir hafa til að bera ákveðið raunsæi sem erfitt er að véfengja og fyrir barninu sýna þær raunveruleikann. Börn átta sig ekki á því að hver mynd er bara brot af þeim raun- veruleika sem við lifum í. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að þau fái tækifæri til þess í skólanum að vinna með myndir, skoða þær, — velta því fyrir sér hvers vegna þessi mynd hafi verið valin með þessu efni. Hvað á hún að segja og svo framveg- is. — Það hefur sýnt sig að börn sem farið hafa í gegnum slíka vinnu eru mun gagn- rýnni á myndefni sem fyrir þeim er haft. Þau eiga auðveldara með að velja og hafna og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það sést t.d. á því að börn sem gera myndbönd í skóla horfa öðruvísi á sjónvarp. Þau þekkja tækin sem þarf til, hugtök sem notast er við og geta betur sett sig inn í það sem gerist á bak við tjöldin. — Fjölmiðlakennsla hefur verið að aukast að undanförnu í skólum og er það vel. Hún hefur að vísu mest miðast við ýmis konar blaðaútgáfu en einnig hefur færst í vöxt að börnum séu gefin tækifæri til að gera lifandi myndir. Fram að þessu hefur kennslan einkum byggt á nokkrum kennurum með brennandi áhuga á þessu sviði. Framboð á námsefni í fjölmiðla- kennslu hefur því miður verið af skornum skammti. Einnig er það svo að kennarar hafa haft fá tækifæri til þess að kynnast því hvemig þeir eigi að taka á þessum málum, en í nýrri námskrá fyrir grunnskóla er lögð á það áhersla að kennarar nýti sér fjölmiðla til kennslu og ég hef trú á því að áður en langt um líður verði þetta sjálfsagður þátt- ur í starfi skólanna, sagði Anna G. Magn- úsdóttir. ún hefur ásamt Páli Ólafssyni skrif- að kennslubók sem ætluð er nem- endum í framhaldsskólum og efri bekkj- um grunnskóla. Bókin hefur hlotið nafnið Áttavitinn og er grunnbók í fjölmiðlaf- ræðslu. Bókin er væntanleg innan skamms. — Ég fjalla í bókinni um myndir, sjón- varp og kvikmyndir. Við vonumst til að hún komi að góðum notum fyrir kennara sem áhuga hafa á því að sinna þessu efni með nemendum, sagði Anna. Auk þess að vinna að gerð námsefnis sér hún um inn- kaup fyrir fræðslumyndadeild Náms- gagnastofnunar. Einnig hefur hún unnið að gerð fræðslumynda. — Eitt af því sem ég er með í takinu nú er samvinnuverkefni nokkurra aðila. Það er hálftíma fræðslumynd um þær uppeld- isaðferðir sem beitt er á dagheimilinu Marbakka í Kópavogi en þar hefur upp- eldisstarfið verið sniðið eftir þeim hug- myndum sem kenndar eru við Reggio Emilia. Jafnframt því að sýna hvernig starfið fer fram á Marbakka skoðum við hvernig grunnskólinn getur lagað þessa uppeldisstefnu að sínum þörfum. Þessi mynd er fyrst og fremst ætluð kennara -og fóstrunemum, sagði Anna G. Magnús- dóttir. 0 L ÞJÓÐLÍF 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.