Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 15

Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 15
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 15 Við sérhæfum okkur í bankaþjónustu fyrir fyrirtæki Við bjóðum fjölbreytta og sveigjanlega þjónustu varðandi ávöxtun fjár­ muna fyrir fyrirtæki og tengda aðila,“ segir Sara Magnúsdóttir, lánastjóri fyrirtækja í viðskipta­ bankaþjónustu MP banka í Borgartúni 26. „Við sérhæfum okkur í þjónustu við fyrirtæki og höfum því lagt sérstaka áherslu á að bjóða úrval af bundnum og óbundn um sparnaðarreikn­ ingum og getum þannig boðið hentugar sparnaðarleiðir sniðn ar að þörf um viðskiptavina okkar. Einn vinsælasti óbundni reikningurinn er MP sparnaður en á þeim reikningi fara vextir stighækk andi eftir innstæðu. Við bjóðum líka hagstæða vexti á bundn um reikningum; allt frá einum upp í sextíu mánuði. Vextir geta verið fastir eða breyti legir út binditímann en eru ávallt hag stæðir. Að auki bjóðum við auðvitað upp á hefðbundinn tékkareikning, orlofsreikning og VSK­reikning, sem er opinn í kringum VSK­gjalddaga.“ Eigendum og stjórnendum veitt sambærileg þjónusta „Við höfum einnig lagt áherslu á að veita stjórnendum og eigend­ um fyrirtækja víðtæka þjónustu á sviði ávöxtunar sparifjár auk allrar almennrar bankaþjónustu. Lögð er áhersla á að þessir aðilar njóti viðskipta tengdra fyrirtækja og öfugt,“ segir Sara. Sterk staða á gjaldeyris - mark aði Að sögn Tryggva Freys Haralds­ sonar í gjaldeyrismiðlun MP banka hefur náðst að skapa bankanum sterka stöðu á gjald­ eyrismarkaði þrátt fyrir að hann sé minnsti viðskiptabankinn. Það hefur bankinn getað gert með því að bjóða gott verð og hraða og örugga þjónustu: „Við bjóðum alhliða þjónustu í gjaldeyrisviðskiptum. Bæði er um að ræða hefðbundin stund­ arviðskipti þar sem gjaldeyris­ viðskiptin fara fram þegar í stað og framvirk viðskipti þar sem hægt er að tryggja sér gengi fram í tímann. Framvirk viðskipti eru þó háð nokkrum takmörkun­ um vegna gjaldeyrishaftanna en eru samt möguleiki sem sífellt fleiri aðilar skoða.“ Tryggvi segir að viðskipta­ vinir gjaldeyrismiðlunar séu af tvennum toga: „Í fyrsta lagi að ilar sem eru í viðskiptum við MP banka að hluta eða öllu leyti. Í öðru lagi eru þetta aðilar sem eru eingöngu í gjaldeyrisvið ­ skiptum við bankann og hafa kosið að gera svo vegna þess verðs og þjónustu sem boðið er upp á. Hvað stærð varðar eru viðskiptavinir gjaldeyrismiðlunar allt frá því að vera lítil fyrirtæki á uppleið upp í það að vera stór og rótgróin. Þessi fyrirtæki koma úr ýmsum geirum atvinnulífsins; frá ferðaþjónustu til sjávarútvegs og allt þar á milli.“ Aðstoð við fjármögnun „Við höfum verið að aðstoða stærri fyrirtæki við endurfjár­ mögn un lána síðastliðin misseri með góðum árangri,“ segir Jón Óttar Birgisson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar MP banka. „Við notum sérþekkingu okkar á markaðnum til að ná fram sem hagstæðustum kjörum og skilmálum fyrir viðskiptavini okkar; það felst þá í grein­ ingu og samanburði á því sem hinir þrír viðskiptabankarnir og verðbréfamarkaðurinn bjóða. Með þessari ráðgjöf höfum við aðstoðað við endurfjármögnun á um 25 milljörðum á síðastlið­ num tólf mánuðum og sparað viðskiptavinum okkar hundruð milljóna á ári. Hlutleysið skiptir máli Þegar viðskiptavinir okkar vilja endurfjármagna lán sem eru af þeirri stærðargráðu að þau falla utan útlánastefnu MP banka hafa þeir kosið að nýta þekkingu fyrirtækjaráðgjafar­ innar í þessum efnum til að tryggja sem best kjör og létta á vinnu fjármálasviðsins. Það er heilmikil vinna sem fellur til við endurfjármögnun lána – sérstak­ lega í ljósi breyttra aðstæðna á síðustu árum.“ Jón Óttar segir að bæði hafi markaðurinn breyst mikið, þeir skilmálar sem nú er samið um og að kjör viðskipta­ vina hafi batnað til muna frá því fyrst eftir hrun. „Það liggur líka í loftinu að nú gæti verið góður tími til að festa hagstæð kjör á lánum til lengri tíma, en einnig er mikilvægt að horfa til annarra kostnaðarliða svo sem þóknana og gjalda fyrirtækja, sérstak­ lega í ljósi þeirra breytinga sem fjár málafyrirtæki eru líkleg til að ganga í gegnum á næstunni.“ Lausafjárstýring „Við hjá eignastýringu MP banka bjóðum trausta þjónustu við fjárvörslu og ávöxtun lausafjár fyrirtækja sem tekur mið af þörf um hvers og eins,“ segir Dóra Axelsdóttir, forstöðumaður í eignastýringu MP banka. „Eignasöfn í lausafjárstýringu byggjast fyrst og fremst upp af innlánum, víxlum, ríkisskulda­ bréfum og öðrum fjármálagern­ ingum með skamman líftíma. Í krafti stærðar sinnar getur eignastýring MP banka boðið upp á betri viðskiptakjör en ella. Þjónustan er sérsniðin að lausafjárþörf viðskiptavinar og hefur hann beinan aðgang að sérfræðingum eignastýringar sem og starfsfólki annarra deilda bankans.“ Áhersla á litlar sveiflur og beint samband við sérfræðinga Dóra útskýrir að þjónustan felist í stýringu fjármuna með áherslu á litlar sveiflur í virði og verndun höfuðstóls. „Við veitum aðstoð við að leggja mat á lausafjárþörf viðskiptavinar. Sérfræðingar eigna stýringar vinna síðan að gerð fjárfestingarstefnu og viðmiðs sem tekur mið af áætlaðri tímalengd, ávöxtunar­ markmiði og ásættanlegu flökti (áhættu) ávöxtunar hjá hverjum og einum. Vaxta­ og laus­ afjáráhætta er lágmörkuð þar sem meðallíftími eignasafns er með stysta móti. Lausafjárstýr­ ingu fylgja ótvíræðir kostir sem fyrirtæki geta nýtt sér, svo sem vöktun og stýring eignaflokka, betri kjör, aðgangur að sérfræð­ ingum bankans og regluleg upp lýsingagjöf.“ „Með þessari ráðgjöf höfum við aðstoðað við endurfjármögn­ un á um 25 milljörðum á síð astliðnum tólf mánuðum og sparað við skiptavinum okkar hundruð milljóna á ári.“ Dóra Axelsdóttir, forstöðumaður einkabankaþjónustu MP banka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.