Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 29

Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 29
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 29 hafa unnið saman í mörg ár aðilar og einstaklingar með mis­ munandi þekkingu, reynslu og sýn á hlutina, og þannig hefur safnast saman mjög merkileg sérþekking og innviðir kerfisins hafa að sama skapi breikkað og styrkst. Klasar hafa m.a. þau áhrif á samkeppnis hæfni viðkomandi fyrirtækja að þeir auka framleiðni þeirra og stuðla að aukinni nýsköpun innan klas­ ans. Þessi klasi virðist líka vera samkeppnishæfur á alþjóðleg­ an mælikvarða eins og sést á markaðssókn Valitors og fleiri íslenskra fyrirtækja á síð ustu misserum.“ Fjárfest fyrir milljarð í ný­ sköp un Valitor er með nýtt útgáfukerfi á prjónunum. Hvað felur það í sér? „Við höfum fjárfest fyrir milljarð króna í nýsköpun með íslensku hugviti á undanförnum þremur árum og það er einkar ánægju­ legt að fagna 30 ára afmæli Valitors með því að innleiða hér á landi nýtt kortaútgáfukerfi sem starfsfólk okkar hefur hannað frá grunni fyrir banka og spari­ sjóði. Hluti þessa hugbúnaðar var innleiddur í kortaútgáfu okkar í Bretlandi árið 2011 með góðum árgangri og kerfið er vel samkeppnishæft alþjóðlega enda hefur það þegar unnið til virtra alþjóðlegra verðlauna. Hér á landi hefur kerfið nú verið innleitt hjá öllum viðskipta­ bönkum og er bylting fyrir útgef­ endur og korthafa. Það býður upp á klæðskerasaumaðar lausnir, t.d. gjaldskrár, vaxta ­ töfl ur og gengistöflur niður á hvert kort. Nýja kerfið rúmar bæði núverandi og fyrirsjáan­ legar tækninýjungar á þessu sviði.“ Ávallt mörg járn í eldinum Eru ný viðskiptatækifæri í sjón ­ máli? „Við erum alltaf með mörg járn í eldinum. Eitt viðamesta nýja verkefnið er NFC­tilraunaverk­ efn ið sem verður ýtt úr vör inn­ an tíðar í samstarfi við banka, símafyrirtæki og aðra samstarfs­ aðila. Nýjungin gengur út á að Visa­korthafar geti greitt fljótt og örugglega fyrir vörur og þjónustu með snjallsímum og snertilausum kortum. Verkefnið er kjörið fyrir þá seljendur sem vilja bjóða korthöfum upp á nútímalega afgreiðslutækni og taka þátt í þeirri framþróun sem nú er að hefjast. Ef tilraunin heppnast vel hafa Íslendingar möguleika á að verða fyrstir þjóða til þess að bjóða þessa tækninýjung á landsvísu.“ Bretland áherslumarkaður í útgáfustarfsemi Er fyrirtækið með einhver útgáfu­ verkefni erlendis í smíðum – eða í gangi nú þegar? „Við höfum rennt nýjum stoð ­ um undir útgáfustarfsemi okkar erlendis með opnun skrif stofu í Bretlandi á þessu ári en fyrir var skrifstofa félagsins í Dan mörku. Bretland er okkar áherslu mark ­ að ur í útgáfustarfsemi, okkur hef ur vegnað mjög vel á þeim vettvangi og þar eru ný verkefni í pípunum.“ Seðlalaust samfélag í sjónmáli Hver er framtíðarsýn Valitors í greiðslumiðlun? „Seðlalaust samfélag þar sem yfir 90% greiðslumiðlunar eru í rafrænu formi. Notkun greiðslu­ korta mun færast yfir í síma, en því er spáð að árið 2020 fari um 50% allra kortafærslna í Bretlandi fram með farsímum. Í íslenska greiðslumiðlunar­ kerfi nu felast þjóðhagsleg verðmæti. Þegar við horfum til framtíðar þurfum við að varð veita þann árangur og þá hag kvæmni sem náðst hefur. Sér staklega er vert að minnast á það öryggi sem hlýst af traust­ um innviðum greiðslumiðlunar eins og sannaðist rækilega í kjöl­ far bankahrunsins. Við stöndum á ákveðnum tímamótum og nú er komið að því að móta nýja stefnu til fram tíðar. Ég legg áherslu á nauðsyn þess að framtíðar um­ hverfi samkeppnismála verði mótað á faglegum, hlutlægum og skynsamlegum forsendum með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Frumkvæði stefnu­ mótunar þarf að koma frá markaðsaðilum í samstarfi við Samkeppniseftirlitið, Seðla­ banka, Fjármálaeftirlit, neyt ­ enda samtök og kaupmanna­ sam tök. Hagsmunaaðilar eru í raun allir þátttakendur í sam félaginu og við þurfum að finna rétta jafnvægið milli sam ­ keppni, stærðarhagkvæmni og al manna hagsmuna í þessu litla hag kerfi.“ Framkvæmdastjórn Valitors: Sigurður Ingvar Ámundason, Sigurhans Vignir, Ástvaldur Jóhannsson, Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Viðar Þorkelsson, Ingibjörg Arnarsdóttir, Kristján Þór Harðarson og Berg - s veinn Sampsted. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. „Við höfum fjárfest fyrir mill jarð króna í nýsköpun með íslensku hugviti á undan förnum þremur ár um og það er eink­ ar ánægju legt að fagna 30 ára afmæli Valitors með því að inn leiða hér á landi nýtt korta ­ útgáfu kerfi sem starfs fólk okkar hefur hannað frá grunni.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.