Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 32
32 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
þetta tækifæri, að vera í stjórninni. Ég var
að vísu fyrir í framkvæmdastjórn fyrir
tækisins og er enn, en þarna fær maður
tækifæri til að hafa meiri áhrif á stefnu
mörk unina innan fyrirtækisins. Þetta er
auðvitað fjölmenn stjórn eða þrettán manns
en innan hennar er samankomin mikil
reynsla. Þarna er fólk sem er búið að vinna
sumt hvað innan lyfjaiðnaðarins allt upp í
fjörutíu ár og það er gaman að vinna innan
slíks hóps.
Stjórn fyrirtækis á borð við Actavis hefur
líka ákveðnu eftirlitshlutverki að gegna í
samræmi við lög og reglur þar að lútandi,
en jafnframt á hún að styðja fyrirtækið
til að vaxa inn í framtíðina. Félagið er
nú þegar orðið óhemjustórt. Actavis er
með veltu upp á rétt tæpa ellefu milljarða
dollara og við erum orðin með stærri fyrir
tækj um í lyfjabransanum, sérstaklega á
sviði samheitalyfja – vorum á fyrsta hluta
ársins stærsta fyrirtækið á því sviði í Banda
ríkjunum hvað tekjur varðar og það þriðja
stærsta í Evrópu. Þarna er því mikill vöxtur
og eins og nærri má geta nóg að gera.“
En mun Sigurður Óli með einhverjum
beinum hætti geta gætt hagsmuna Actavis
á Íslandi betur með því að taka sæti í
stjórninni?
„Það er nú einu sinni þannig að Actavis
hér á Íslandi stendur auðvitað mjög nærri
hjarta mínu. Ég hóf minn feril hér hjá
Omega Farma, litlu lyfjafyrirtæki sem
rann inn í Delta og varð síðan Actavis.
Hjart að slær því alltaf á Íslandi þótt ég
hafi búið meira og minna erlendis frá því
árið 1998. Actavis hér á Íslandi er á hinn
bóginn að keppa við það að innan fyrir
tækisins í heild eru 35 verksmiðjur út um
allan heim. Við framleiðum um það bil 44
milljarða taflna á hverju ári. Á sama tíma
erum við alltaf að leitast við að fá sem
mest gæði en jafnframt sem hagstæðast
verð á því sem við framleiðum. Það sem
hjálpar starfseminni hér á Íslandi er ekki
bara hágæða verksmiðja, með reyndu
starfsfólki, heldur erum við hér með öflugt
þróunar og skráningarstarf. Húsið hér
við hlið aðalstöðvanna í Dalshrauni er
þróunarhús og við höfum náð til okkar
miklu af góðu og vel menntuðu fólki,
frá háskólunum á Íslandi og víðar að,
þannig að þróunarstarfið á Íslandi er eitt
það alfremsta í heiminum. Það hjálp ar
verksmiðjunni á Íslandi meira en nokkuð
annað að verksmiðjan og þróunin eru
samtengd að vissu leyti þannig að þótt
verk smiðjan sé einhver sú smæsta innan
fyrirtækisins hefur hún enn mjög strate
gískt hlutverk. Alltént sjáum við ekki fram
á það að henni verði lokað; það er ekkert
slíkt í spilunum í dag.“
Actavis færir sig inn á einkaleyfis
vernduð lyf með kaupum á Warner
Chilcot
Nýjasta vendingin hjá Actavissamstæð
unni voru kaupin á írska lyfjafyrirtækinu
Warner Chilcott og þar með fluttist
fyrirtækið búferlum til Ír lands enda
þótt stjórnstöðvarnar séu áfram í
Bandaríkjunum. Með kaupunum færir
Actavis sig inn á einka leyfisvernduð lyf.
„Já, við keyptum írskt fyrirtæki sem heitir
Warner Chilcott. Það var skráð á markaði
í Bandaríkjunum þó að það sé írskt fyrir
tæki. Það voru einkum tvær ástæður fyrir
kaupunum á Warner Chilcott. Í fyrsta lagi
er fyrirtækið með einkaleyfisvernduð lyf,
þannig að við erum að fara meira inn á þá
braut. Þessi einkaleyfisvernduðu lyf eru
fyrst og fremst í fjórum sjúkdómaþáttum,
þ.e. í kvenlyfjum en Warner Chilcott er
t.d. mikið í getnaðarvarnarlyfjum, þá í
þvagfæralyfjum, í þriðja lagi í húðlyfjum
og loks í meltingarfæralyfjum. Þessir fjórir
flokkar fara ört vaxandi á markaðinum
og þessi einkaleyfisvernduðu lyf eru seld
aðallega í Bandaríkjunum en einnig út um
allt í Evrópu.
Strategískt erum við þannig að færa okkur meira yfir á einka leyfis verndaða markaðinn en við fengum einnig fram með kaup
un um á Warner Chilcott að við verðum
írskt félag og fáum þannig með þessum
samruna skattalegt hagræði. Á Írlandi
eru skattar mjög lágir á fyrirtæki eða um
12,5% og það þýðir að meðalskattaprósenta
Actavis lækkar úr um 28% fyrir sam run
ann í um 17% eftir samrunann með því að
gerast írskt félag. Þetta var ekki aðal sjónar
miðið á bak við kaupin en gríðarlega góð
viðbót við það að færa okkur yfir í þessi
einkaleyfisvernduðu lyf.“
Sigurður Óli er þá minntur á grein í The
Economist um samheitalyfjamarkaðinn
fyrir nokkrum árum þar sem var rætt við
hann um þróun sem þá var að taka á sig
mynd, þ.e. að stóru einkaleyfislyfjarisarnir
voru að færa sig meira yfir á samheita
lyfja markaðinn. Sigurður lýsti efasemdum
um að þetta væri skynsamleg vegferð
fyrir þessa risa en nú þegar Actavis er að
færa sig yfir í einkaleyfisvernduðu lyfin
hlýtur að mega spyrja hvort ekki sé einhver
mótsögn í þessu fólgin?
„Á þessum tíma sem greinin í The
Economist birtist litu stóru frumlyfjafyrir
tækin, eins og Pfizer o.fl., samheitalyfja
mark aðinn mjög hýru auga. Ástæðan
fyrir því þá var að þau vildu verða eins
konar stórmarkaður með lyf við öllu.
Ég sagði á þessum tíma að upprunalega
hug myndin hjá frumlyfjafyrirtækjunum
virkaði ekki á samheitalyfjamarkaðinum
vegna þess að lyfin eru seld á annan
hátt. Við í samheitalyfjunum þurfum
að huga sérstaklega að kostnaðinum
og meðalframlegðin í slíkum lyfjum er
miklu minni en í frumlyfjum. Við seljum
lyfin með öðrum hætti, erum með færri
sölu menn á bak við markaðinn. Ég hélt
því fram að frumlyfjafyrirtækin myndu
aldrei getað aðlagað sig þessu nýja dæmi.
Á hinn bóginn, þegar þú ert að færa þig
úr samheitalyfjageiranum yfir í einka
leyfisvernduð lyf, þá notarðu eftir sem
áður þau tól og tæki sem þú ert með í sam
heitalyfjunum í dag og það hefur reynst
miklu betur.
Í þróun á einkaleyfisvernduðum lyfjum
hjá okkur komum við til að mynda þar inn
á mun síðari stigum en frumlyfjafyrirtækin.
Þau eru að finna nýjar frumur og nýja
verkun meðan við tökum kannski mólikúl
eða efni sem þegar er þekkt, setjum það t.d.
í plástur frekar en töflur og fáum einkaleyfi
á því. Þetta er þannig eilítið öðruvísi módel
sem verið er að vinna við í dag í þessum
einkaleyfisvernduðu lyfjum. Þau eru að
verja miklu meira tíma og fjármunum
í rannsóknir, meðan við erum meira að
skoða þróunina, og ég er enn á því að sam
heitalyfjamarkaðurinn henti ekki frum
lyfjafyrirtækjunum.
Kannski má segja að staðfesting á því hafi
fengist þegar Pfizerfrumlyfjarisinn réð til
sín nýjan forstjóra fljótlega eftir að ég lét
þessi orð falla, því þá var það með fyrstu
verkum hans að draga úr þessum áherslum
Pfizer á samheitalyfin. Ég er ekki endilega
að segja að hann hafi hlustað á mig heldur
komst hann að sömu niðurstöðu.“
sigurður óLi óLafsson
„Við fjárfestum hlut
fallslega meira í lyfja
þróun en keppi naut ar
okkar. Mönnum þykir
kannski súrt að fjárfesta
með þess um hætti allan
arð inn af félaginu, en
þetta hefur borgað sig
margfalt.“