Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.09.2013, Qupperneq 33
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 33 Vaxtarsvæðin A­Evrópa, SA­Asía og S­Ameríka „Actavis plc er auðvitað skráð á New York Stock Exchange og miðað við gengi bréfa þess eins og það var um um miðjan október eða 144.05 er markaðsvirði þess skráð rúmir 19 milljarðar dollara, eða um 2.400 milljarðar króna. Skuldir hafa lækkað og eru í dag þrisvar sinnum EBITDA eða framlegðin, sem telst tiltölulega lágt hlut ­ fall. Fyrirtækið er talið fjárfestingavænt hjá öllum helstu matsfyrirtækjunum, það stendur þegar á allt er litið fjárhagslega mjög vel í dag og við höfum tækifæri til að vaxa enn frekar. Kaupin á Warner Chilcott fóru þannig fram að hluthafar þess fengu greitt í hluta­ bréfum og fengu 0,16 Actavisbréf fyrir hvert bréf í Warner Chilcott og þannig getur félagið nú verið skráð á Írlandi. Warner Chilcott þurfti þá að vera ákveðinn hluti af heildarhlutafénu og því fóru engir eigin legir peningar þarna á milli heldur var eingöngu greitt með hlutabréfum. Við erum með óhemjumarga eigendur og allir þessi stóru fjárfestingasjóðir eru tiltölulega stórir eigendur í okkur. Actavis er á Fortune 500­ listanum og það eru margir sjóðir sem kaupa aðeins í fé lögum sem þar eru. Hluta ­ bréfa verðið í félaginu hefur vaxið óhemju ­ mikið á síðustu árum og hluthafar eru ánægðir. Við höfum sagt við hluthafa og ekkert legið á því að félagið hefur aldrei greitt út arð. Við höfum ekki keypt eigin hlutabréf á síðustu árum, en við höfum sagt að við setjum fjárstreymið inn í reksturinn aftur. Finnum við ekki álitlega fjár festingakosti getur komið að því að við greiðum út arð eða kaupum hlutabréf til baka. En raunverulega hefur ávöxtunin fyrir hluthafana verið miklu meiri með því að fyrirtækið fjárfesti í lyfjum, öðrum fyrir­ tækjum eða tækni til að fyrirtækið vaxi enn frekar. En hvar sér þá Sigurður fyrir sér að fyrirtækið geti helst vaxið á næstunni? „Það eru aðallega þrjú svæði eða svið þar sem við sjáum vaxtarfæri. Í fyrsta lagi tel ég enn tækifæri fyrir frekari vöxt í A­Evrópu. Þar eru markaðir eins og Rússland þar sem við erum að vaxa og á fyrri helmingi síðasta árs var vöxturinn þar yfir 20%. Þarna eru markaðir sem við viljum fjár ­ festa enn frekar í, eins og í Úkraínu og lönd unum þar í kring. Einnig sjáum við fram á vöxt í Suðaustur­Asíu en þar erum við t.d. stærsta lyfjafyrirtækið í Singapúr og það eru markaðir þarna í kring eins og í Malasíu, Víetnam og við erum þriðja stærsta lyfjafyrirtækið í Hong Kong. Á þessu svæði er markaðurinn sjálfur að vaxa um 10­15% og því eru þarna tækifæri,“ segir Sigurður en Actavis hefur leitt bæði Kína og Indland hjá sér vegna sérstakra aðstæðna þar. „Það sem er öðru vísi í SA­Asíu og einnig A­Evrópu er að samheitalyfjafyrirtækin eru þarna að koma fram með ný lyf, t.d. krabbameinslyf, vegna þess að frumlyfin voru einfaldlega of dýr. Í þessum löndum verða sjúklingarnir sjálfir að borga lyfin úr eigin vasa. Við bjóðum meira en helm ­ ingsafslátt á þessum lyfjum. Við erum þannig á þessum mörkuðum ekki að taka hann frá frumlyfjunum, heldur erum við að búa til nýjan markað með því að hjálpa sjúklingum, sem að öðrum kosti myndu ekki hafa efni á þessari meðferð, að fá bestu hugsanlegu krabbameinslyfin sem þeim stæðu ella ekki til boða. Um leið eru þetta tækifæri fyrir okkur. Þetta er ólíkt því sem gerist í Þýskalandi til dæmis því að þar værum við að skerða markaðshlutdeild frumlyfjanna með því að setja nýtt samheitalyf á markað. Á þessum vaxtarsvæðum erum við á hinn bóginn að stækka markaðinn og t.d. í Rússlandi einu erum við með 470 sölumenn til að selja þessi lyf. Þriðji markaðurinn sem við erum að skoða er síðan S­Ameríka. Þar er ört vaxandi markaður og við erum að skoða í byrjun tvö lönd, Brasilíu og Mexíkó. Fjórði flokkurinn þar sem við get um séð fyrir okkur vaxtarmöguleika er að koma með ný lyf í þessum einka ­ leyfisvernduðu lyfjaflokkum, einkan lega í melt ingarsjúkdóma­ og húðsjúkdóma lyfj­ um.“ Er Actavis ekki þar með komið í sam ­ keppni við sjálft sig? „Jú, að vissu leyti. En við erum að selja þessi lyf áður en einkaleyfið rennur út. Þegar einkaleyfið fellur, oft eftir tuttugu ár þótt tímabilið geti verið misjafnlega langt eftir lyfjum, höfum við tækifæri til að taka þetta sem samheitalyf inn á alla okkar markaði. Þarna erum við því að reyna að taka eins mikið af virðiskeðjunni og hægt er.“ Um 25 ný lyf á hverjum markaði árlega Er það mikill fjöldi lyfja sem einkaleyfis­ verndin fellur af á hverju ári? „Að meðaltali komum við með 25 ný lyf á hvern markað í hverju landi ár hvert. Í Bandaríkjunum verða þetta á þessu ári um 35 lyf sem við komum með á markaðinn. „Við horfum fram til 2020 og reiknum með að samheitalyfin muni drífa vöxtinn næstu tvö til þrjú árin, þá taki einkaleyfisvernduðu lyfin við og að 2017­ 2018 komi líf tækni lyf, þessi samheita líftækni ­ lyf, en þar erum við að vinna með Amgen, sem er eigandi Íslenskrar erfða greiningar í dag.“ Actavis * Verðmæti Actavis er um 19 milljarðar dollara eða 2.400 milljarðar kr. * Velta um 11 milljarðar dollara á ári, eða um 1.320 milljarðar króna. * Starfsemi í 62 löndum. * Skráð í kauphöllinni á Wall Street. * Höfuðstöðvar á Írlandi eftir kaupin á Warner Chilcott. * Starfsmenn 17 þúsund. * Watson keypti Actavis Group í apríl 2012 og til varð þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi með mikla starfsemi utan Bandaríkjanna og aukningu í hagnaði og sjóðstreymi sem gerði hraða niðurgreiðslu skulda mögulega. * 35 verksmiðjur út um allan heim. * 44 milljarðar taflna framleiddir á ári. * Gífurleg áhersla lögð á öflug gæðakerfi við framleiðslu. * Tugir nýrra lyfja koma á markað á hverju ári. * Á Írlandi eru skattar á fyrirtæki lágir eða um 12,5%. * Meðalskattprósenta Actavis lækkar úr um 28% fyrir sam­ run ann í um 17% eftir samrunann með því að gerast írskt félag. * Warner Chilcott er inni á einka­ leyfis vernduðum markaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.