Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 framleiðsla á neinu öðru í verksmiðju sem framleiðir kvenhormón. Þessu höfum við orðið að laga okkur að og erum með afar góða markaðshlutdeild í þessum lyfjum í Bandaríkjunum, líklega milli 30 og 40% af markaðinum. Við framleiðum líka verkjalyf fyrir Bandaríkjamarkað. Ef við förum yfir til Búlgaríu þá erum við þar mjög sterk í hjartalyfjum, sem við höfum lagt mikla áherslu á þar um slóðir, og sömuleiðis í geð­ og þunglyndislyfjum. Actavis sérhæfir sig þannig fyrir hvern og einn markað. Það er langt í frá að við séum góð í öllu á öllum mörkuðum, enda ekki markmiðið, en við viljum vera best í því sem við sinnum.“ Lykillinn að treysta fólkinu sínu En hvernig í ósköpunum fer Sigurður Óli að því að stjórna og hafa yfirsýn yfir markaðs­ og sölumál í 62 löndum? „Þetta bjargast af því að ég er svo hepp ­ inn að vera með afskaplega gott fólk í kringum mig. Hluti af starfsmönnum mínum er Íslendingar þó að fyrirtækið sé orðið alþjóðlegt. En þetta væri auð vitað ekki hægt nema ráða yfir bestu starfs ­ mönnum í heimi. Fólkið innan Actavis er sterkt faglega og hefur gert ótrúlega hluti. Og segir sig sjálft að ég geri ekkert einn á þessum mörkuðum. En ég hef fengið tækifæri til að vaxa með fyrirtækinu, við höfum notið stuðnings hluthafanna sem hafa verið ánægðir með söguna sem verið er að segja og gefið okkur frekari tækifæri til að vaxa. Þetta gerir það líka að verkum að maður er vakinn og sofinn yfir verkefninu en í lok dagsins eru það starfsfólkið sem á heiðurinn. Hvað veit ég annars um þessa heima markaði einstakra landa – ég hef ekki hundsvit á því hvernig selja á lyf t.d. í Serbíu en ég veit að ég er með besta sölumanninn í Serbíu í vinnu hjá mér. Á því byggist þetta; að ráða besta fólkið og treysta því, gefa því tækifæri til að vaxa í starfi og gera hlutina rétt. Ég fylgist vel með, er mikið á ferðinni en gef fólkinu mínu svigrúm. Í dag heyra beint undir mig um níu þúsund manns af alls 17 þúsund starfsmönnum Actavis. Margt af því fólki vinnur auðvitað í verksmiðjunum, en ég er með söluteymið á mínum snærum, alls 3.500 sölumenn út um allan heim auk annars starfsfólks. En samt – hvað fær mann til að vera að þessu og stöðugt á ferðinni og svarið er einfalt: Þetta er bara rosalega gaman. Ella væri maður ekki að þessu. Maður er staddur þarna á sviði þar sem samþættast vísindi, viðskipti og gæðamál. Þessi iðnaður verður að treysta á gæðakerfin. Helstu ástæður þess að lyfjafyrirtæki falla í dag er vegna gæðavandamála en þar hafa líka verið okkar tækifæri í Actavis. Við erum með sama gæðakerfi í verksmiðjum okkar í Singapúr og á Indlandi og við erum með í verksmiðjunni okkar í New Jersey. Í þessu starfi verður maður líka að læra á mismunandi menningu eða starfshætti eftir löndum og jafnvel landsvæðum. Í New Jersey skipta til að mynda skrifstofurnar miklu máli og þar er eftirsóknarverðast að vera með hornskrifstofu. Á Íslandi skiptir þetta ekki öllu máli, hér eru það frekar launin, í öðrum löndum eru það kannski titlarnir. Fólk er jafnvel tilbúið að taka ekki launahækkun ef það í staðinn fær góðan titil, því að þar er það upphefð og stöðutákn að vera með stóran titil. Þótt kúltúrinn geti sannarlega verið mis ­ munandi eftir svæðum hefur starfs fólkið eitt og sama markmiðið. Það vill að Actavis vaxi, ber velferð fyrirtækisins fyrir brjósti – á mismunandi hátt auðvitað því hjá fyrir ­ tækinu starfar gríðarlega fjölbreyttur og fjölþjóðlegur hópur. En gleymum því ekki að allt byrjaði þetta í hér í Hafnarfirði með örfáa starfsmenn að framleiða lyf fyrir íslenskan markað. Í dag er um ­ fangið 62 lönd, 17 þúsund starfsmenn og skráning á hlutabréfamarkaði í New York. Umbreytingin er ótrúleg. Að einhverju leyti er þetta heppni en ekki síður að við höfum fjárfest í rétta fólkinu, bæði hér á Íslandi og út um allan heim,“ segir Sigurður Óli. Á ferð og flugi Það getur verið býsna snúið að stýra lykil sviði stórs alþjóðlegs fyrirtækis með starfsemi í 62 löndum. „Með starfsemi í svona mörgum löndum eyði ég auðvitað miklum tíma í flugvélum. Mér telst til að ég fljúgi að meðaltali 200 daga á ári. En þessi lyfjabransi hefur verið allt mitt líf frá því ég byrjaði í omega Farma árið 1994 og þú þarft að sinna þessu starfi af alúð en þá er lika rosalega gaman,“ segir Sigurður Óli Ólafsson. Sigurður Óli fæddist í Reykjavík árið 1968, sonur Erlu Einarsdóttur og Ólafs Sigurðssonar og alinn upp í laugar ­ ásnum. Hann varð stúdent frá Mennta ­ skólanum við Sund 1988 og útskrifaðist lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands 1993. Hann hóf störf hjá omega Farma og starfaði þar í fjögur ár eða til 1998 að hann fluttist með fjölskyldu sinni til Canterbury í Englandi þar sem hann hóf störf hjá lyfarisanum Pfizer. Tveimur árum síðar fluttist fjölskyldan til East lyme í Connecticut í Bandaríkjunum þar sem Sigurður Óli starfaði í þróunar ­ höfuðstöðvum Pfizer. Árið 2003 var hann fenginn til að setja á laggirnar fyrir Actavis fyrstu skrif ­ stofu fyrirtækisins í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Hartford í Connecticut. Árið 2006 varð hann aðstoðarforstjóri Actavis og fluttist heim aftur eftir átta ára fjarveru. Hann varð síðan forstjóri Actavis 2008­2010 en réðst þá til Watson Pharmaceuticals og þegar Watson keypti Actavis nokkrum misserum seinna varð Sigurður Óli yfirmaður samheitalyfjasviðs hins sameinaða fyrirtækis undir nafni Actavis. „Þetta ferðalag á okkur hefur auðvitað haft áhrif á fjölskylduna,“ segir Sigurður en eiginkona hans er Björg Harðardóttir. „Þegar við komum hingað aftur heim fór sonur okkar beint í Versló, þar sem hann eignaðist vini og félaga. Það reyndist honum miklu auðveldara að aðlagast en dóttur okkar, sem er fjórum árum yngri, en hún aðlagaðist aldrei almennilega Íslandi. Þegar við svo fluttum aftur til Bandaríkjanna kom hún með okkur og unir sér nú vel. Sonur okkar er aftur á móti hér, í Háskólanum í Reykjavík. Þetta flakk á mér hefur óhjákvæmilega orðið til að sundra aðeins fjölskyldunni. En um leið er ákaflega lærdómsríkt fyrir alla að búa og vinna erlendis og þann ig hefur þetta bæði kosti og galla. Ég held samt að kostirnir séu langt um­ fram gallana. Við eigum hús á Íslandi, komum hingað reglulega og eigum stór ­ fjölskylduna og vini hér á Íslandi. Í Banda ­ ríkjunum erum við búin að koma okkur fyrir í New Jersey, höfum byggt okkur þar heimili og kunnum ákaflega vel við okkur þar.“ „Helstu ástæður þess að lyfjafyrirtæki falla í dag er vegna gæðavandamála. En í gæðamálum hafa tækifæri okkar í Actavis legið. Við erum t.d. með sama gæða kerfi í verk smiðjum okkar í Singapúr og á Indlandi og í verksmiðjunni okkar í New Jersey.“ er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express American Express er skrásett vörumerki American Express. Veldu kortið sem færir þér mestan ávinning i i i i Premium Icelandair American Express® kortið veitir fyrirtækjum og starfsfólki einstakan ávinning þegar kemur að ferðalögum erlendis. Vildarpunktar fyrir alla verslun, öflugar tryggingar, forgangur eða fríðindi á flugvöllum og aðild að Icelandair Golfers eru meðal fjölmargra kosta þess. Punktar fyrir alla verslun Þú safnar Vildarpunktum Icelandair alltaf þegar þú verslar með kortinu, bæði innanlands og utan. Fleiri Vildarpunktar Fyrir hverjar 1000 kr. safnast 12 punktar en 20 punktar þegar verslað er við Icelandair. Þægindi á ferðalögum Aðild að Icelandair Golfers Flýtiinritun í Leifsstöð Frítt bílastæði á vöktuðum langtímastæðum við Leifsstöð í þrjá sólarhringa Umframfarangur með Icelandair Víðtækar ferðatryggingar Aðgangur að Saga Lounge í Leifsstöð Aðgangur að Priority Pass biðstofum um allan heim gegn vægu gjaldi Kynntu þér kostina á www.kreditkort.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.