Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 41

Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 41
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 41 Thomas Möller segir að algengast sé að fram­kvæmdastjórn fyrirtækja sé mönnuð sérfræðingum á sviði fjármála, markaðssetningar, framleiðslu og mannauðsstjórn ­ unar auk forstjóra fyrirtækisins. Innkaupastjórinn heyrir oftar en ekki undir fjármála­ eða mark ­ aðs stjórann og segir Thomas að honum sé yfirleitt ekki hleypt í framkvæmdastjórnina. „Samt er innkaupastjórinn sá sem bindur mestan hluta fjár fyrirtækisins. Algengt er að 55­75% af fjárbindingu ársins sé í höndum innkaupafólks. Það tekur ákvarðanir um innkaup á endursöluvöru, rekstrarvörum, þjónustu, tækjum og búnaði auk ákvörðunar um flutninga og dreifingarþjónustu. Víða í stjórnunarheiminum eru menn að átta sig á mikilvægi þess að innkaupastjórnun er ein af strategískum sviðum flestra fyrirtækja sem kaupa vörur og þjónustu til rekstrarins. Samtímis er mikil aukning í eigin innkaup­ um smásölufyrirtækja og vægi einkamerkja er að aukast veru­ lega í hillum verslana, sem eykur vægi innkaupafólks enn meira. Það nýjasta í innkaupum er innkaupasamstarf þar sem kaupendur og selj­ endur starfa saman við að finna bestu lausnir og vörur og deila hagnaðinum af samstarfinu. Innkaupastjórnun er nú kennd við flesta háskóla og vægi þessarar greinar stjórn unar vex með hverju ári. Því munum við í auknum mæli sjá framkvæmda­ stjóra innkaupa í stjórnunarteymi fyrirtækja.“ THOMAS MÖLLER – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN Á smundur Helgason segir að væntingar séu eitt sterkasta vopn þeirra sem stunda sölu­ og markaðsstarf. „Við kaupum okkur gasgrill á vorin – áður en raunverulegt grillveður er komið. Við væntum þess hins vegar að sumarið verði svo gott að við getum grill að öll kvöld. Þannig seljast ýms ar sumarvörur alltaf mest á vorin. Nú líður að jólum og ákveðnar væntingar í tengslum við jólin eru farnar í gang hjá okkur Ís lendingum eins og sjá má í auglýsingum ýmissa fyrirtækja. Væntingar okkar fyrir jólin eru þannig nýttar í markaðsstarfi fyrirtækja. Annað dæmi er að okkur geng­ ur ákaflega vel á knattspyrnu­ sviðinu í augnablikinu og KSÍ og fleiri gerðu vel í því að nýta sér þær væntingar að lands­ liðið komist á HM í Brasilíu. „Ég ætla að fá mér sjónvarp og þá vantar bara að við komumst á HM í Brasilíu!“ gætu verið ein skilaboðin. Hver sem er getur í raun stokkið á vagninn og tengt sína vöru við þessar væntingar.“ Ásmundur segir að hin hliðin á peningnum sé að mikil­ vægt sé að lofa ekki neinu sem ekki er hægt að standa við. „Ánægja okkar eftir á stjórn­ ast af þeim væntingum sem við gerðum til vörunnar eða þjón ustunnar og svo endan­ legri vöru eða þjónustu sem við fáum og upplifum. Hins vegar vitum við öll að þeir sem selja okkur grill hafa enga stjórn á sumarveðrinu og sá sem selur sjónvarp getur ekki haft nein áhrif á gengi landsliðsins.“ Væntingar eitt sterkasta vopnið ÁSMUNDUR HELGASON – markaðsfræð ingur hjá Dynamo AUGLÝSINGAR A nnika Falkengren hefur stýrt sænska bankanum SEB í hartnær áratug. Áhuga menn um sögu gætu haldið því fram að hún stæði á herðunum á stöllunum Alidu Rossander og Hedvig Arehen en þær voru fyrstu konurnar í heimi sem voru ráðnar til viðskiptabanka. Árið var 1864. Margir voru furðu lostnir yfir þessari ákvörðun Andres Oscars Wallenbergs, stofnanda og forstjóra bankans. Þegar bankastjóri franska bankans Credit Lyonnais var í heimsókn nokkrum árum seinna trúði hann ekki sínum eigin augum. Svíar eiga mörg fyrirtæki sem eru í fremstu röð. Jack Welch, fyrrverandi forstjóri General Electric, sagði á sínum tíma að fyrirtæki sitt væri stöðugt að leita að „alþjóðlegu“ fólki. Og að honum virtust sumar þjóðir vera liðlegri og áhyggjulausari í alþjóðlegu umhverfi. Svíar kæmu þar upp í hugann og miðað við höfðatölu, og að öðrum ólöstuðum, ætti Svíþjóð líklega fleiri góða stjórnendur en nokkurt annað land. Því er stundum haldið fram að í Svíaríki sé til sérstök stærð af fötum sem eigi að geta pass að meira og minna allri þjóðinni, stærðin extra medium. Þessari gamansemi er ætlað að undir­ strika það menningar einkenni að liðsheildin sé mikilvæg ekki síður en einstaklingurinn. Annað ríkjandi einkenni er þol gagnvart margbreytilegum og óvissum aðstæðum. Að geta tekist á við breytingar og óvænta atburðarás án þess að missa öll vopn úr hendi sér. Að halda haus allan leiktímann.“ LOFTUR ÓLAFSSON – sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN Jätte bra? Mikilvægi innkaupa­ stjórnunar eykst „Samt er inn ­ kaupa stjórinn sá sem bindur mestan hluta fjár fyrir ­ tækisins.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.