Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 41
Thomas Möller segir að algengast sé að framkvæmdastjórn fyrirtækja
sé mönnuð sérfræðingum á sviði
fjármála, markaðssetningar,
framleiðslu og mannauðsstjórn
unar auk forstjóra fyrirtækisins.
Innkaupastjórinn heyrir oftar en
ekki undir fjármála eða mark
aðs stjórann og segir Thomas að
honum sé yfirleitt ekki hleypt í
framkvæmdastjórnina.
„Samt er innkaupastjórinn sá
sem bindur mestan hluta fjár
fyrirtækisins. Algengt er að
5575% af fjárbindingu ársins
sé í höndum innkaupafólks. Það
tekur ákvarðanir um innkaup á
endursöluvöru, rekstrarvörum,
þjónustu, tækjum og búnaði
auk ákvörðunar um flutninga og
dreifingarþjónustu.
Víða í stjórnunarheiminum eru
menn að átta sig á mikilvægi
þess að innkaupastjórnun er ein
af strategískum sviðum flestra
fyrirtækja sem kaupa vörur og
þjónustu til rekstrarins. Samtímis
er mikil aukning í eigin innkaup
um smásölufyrirtækja og vægi
einkamerkja er að aukast veru
lega í hillum verslana, sem eykur
vægi innkaupafólks enn meira.
Það nýjasta í innkaupum er innkaupasamstarf þar sem kaupendur og selj
endur starfa saman við að finna
bestu lausnir og vörur og deila
hagnaðinum af samstarfinu.
Innkaupastjórnun er nú kennd
við flesta háskóla og vægi
þessarar greinar stjórn unar vex
með hverju ári. Því munum við í
auknum mæli sjá framkvæmda
stjóra innkaupa í stjórnunarteymi
fyrirtækja.“
THOMAS MÖLLER
– framkvæmdastjóri Rýmis
STJÓRNUN
Á
smundur Helgason
segir að væntingar
séu eitt sterkasta
vopn þeirra sem
stunda sölu og markaðsstarf.
„Við kaupum okkur gasgrill
á vorin – áður en raunverulegt
grillveður er komið. Við væntum
þess hins vegar að sumarið
verði svo gott að við getum
grill að öll kvöld. Þannig seljast
ýms ar sumarvörur alltaf mest
á vorin.
Nú líður að jólum og ákveðnar
væntingar í tengslum við jólin
eru farnar í gang hjá okkur
Ís lendingum eins og sjá má í
auglýsingum ýmissa fyrirtækja.
Væntingar okkar fyrir jólin eru
þannig nýttar í markaðsstarfi
fyrirtækja.
Annað dæmi er að okkur geng
ur ákaflega vel á knattspyrnu
sviðinu í augnablikinu og KSÍ
og fleiri gerðu vel í því að nýta
sér þær væntingar að lands
liðið komist á HM í Brasilíu. „Ég
ætla að fá mér sjónvarp og þá
vantar bara að við komumst
á HM í Brasilíu!“ gætu verið
ein skilaboðin. Hver sem er
getur í raun stokkið á vagninn
og tengt sína vöru við þessar
væntingar.“
Ásmundur segir að hin hliðin á peningnum sé að mikil
vægt sé að lofa ekki neinu sem
ekki er hægt að standa við.
„Ánægja okkar eftir á stjórn
ast af þeim væntingum sem
við gerðum til vörunnar eða
þjón ustunnar og svo endan
legri vöru eða þjónustu sem við
fáum og upplifum. Hins vegar
vitum við öll að þeir sem selja
okkur grill hafa enga stjórn á
sumarveðrinu og sá sem selur
sjónvarp getur ekki haft nein
áhrif á gengi landsliðsins.“
Væntingar
eitt sterkasta vopnið
ÁSMUNDUR HELGASON
– markaðsfræð ingur hjá Dynamo
AUGLÝSINGAR
A
nnika Falkengren
hefur stýrt sænska
bankanum SEB í
hartnær áratug.
Áhuga menn um sögu gætu
haldið því fram að hún stæði
á herðunum á stöllunum Alidu
Rossander og Hedvig Arehen
en þær voru fyrstu konurnar
í heimi sem voru ráðnar til
viðskiptabanka. Árið var 1864.
Margir voru furðu lostnir yfir
þessari ákvörðun Andres
Oscars Wallenbergs, stofnanda
og forstjóra bankans. Þegar
bankastjóri franska bankans
Credit Lyonnais var í heimsókn
nokkrum árum seinna trúði
hann ekki sínum eigin augum.
Svíar eiga mörg fyrirtæki sem
eru í fremstu röð. Jack Welch,
fyrrverandi forstjóri General
Electric, sagði á sínum tíma að
fyrirtæki sitt væri stöðugt að
leita að „alþjóðlegu“ fólki. Og
að honum virtust sumar þjóðir
vera liðlegri og áhyggjulausari
í alþjóðlegu umhverfi. Svíar
kæmu þar upp í hugann og
miðað við höfðatölu, og að
öðrum ólöstuðum, ætti Svíþjóð
líklega fleiri góða stjórnendur
en nokkurt annað land.
Því er stundum haldið fram að í Svíaríki sé til sérstök stærð af fötum
sem eigi að geta pass að
meira og minna allri þjóðinni,
stærðin extra medium. Þessari
gamansemi er ætlað að undir
strika það menningar einkenni
að liðsheildin sé mikilvæg
ekki síður en einstaklingurinn.
Annað ríkjandi einkenni er þol
gagnvart margbreytilegum og
óvissum aðstæðum. Að geta
tekist á við breytingar og óvænta
atburðarás án þess að missa
öll vopn úr hendi sér. Að halda
haus allan leiktímann.“
LOFTUR ÓLAFSSON
– sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum
ERLENDI
FORSTJÓRINN
Jätte bra?
Mikilvægi innkaupa
stjórnunar eykst
„Samt er inn
kaupa stjórinn sá
sem bindur mestan
hluta fjár fyrir
tækisins.“