Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 48
48 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
Niðurstöður launakönnunar viðskipta og hagfræðinga sýna fram á að meiri
hluti þeirra er með heildarlauna
samning en þó virðist fjórðungur
hópsins fá greidda yfirvinnu.
Ásta Bjarnadóttir segir ýmsa
kosti fylgja því að greiða heildar
laun. „Heildarlaunafyrirkomulagið
gefur til kynna að framleiðni og
afurðir vinnunnar skipti meira máli
en tími á vinnustað og menn losna
við „stimpilklukkustemn inguna“.
Ef hægt er að hafa heildarlaun
fyrir alla á vinnustaðnum eykur
það jafnræði og minnkar stétta
skiptingu. Traust milli stjórnenda
og starfsmanna er oft meira þar
sem heildarlaun eru ríkjandi.“
Ásta segir ókostinn við heildar
laun vera að upp geti komið sú
staða að starfsfólk fari ómeðvitað
að endurskilgreina hvað sé inni
falið í þeim, til dæmis ef langur
tími hef ur liðið þar sem ekki hefur
verið þörf á lengri vinnudegi.
„Stjórnendur geta lent í vanda
ef sú hefð kemst á að ekki
þurfi að vinna umframvinnu og
ef starfsmenn gleyma að slík
vinna var í upphafi innifalin í
launasamn ingnum.“
Ásta telur æskilegt að nota
aðrar leiðir en vinnutímamælingar
til að meta framlag starfsmanna.
Þannig verði til heilbrigðir hvatar
til að leggja sig fram og gera
meira en lágmarkið og áherslan
færist á afurðir og árangur.
„Sú staðreynd er umhugsunar
verð að fólk sem er á heildar
launum vinnur almennt meira en
þeir sem fá greidda yfirvinnu;
það bendir mögulega til þess
að mörgum vinnuveitendum hafi
tekist að gera árangur og afurðir
sýnileg með öðrum hætti en að
mæla vinnutíma.
Kostir og ókostir
heildarlauna
DR. ÁSTA bJARNADÓTTIR
– ráðgjafi hjá Capacent
MANNAUÐS-
STJÓRNUN
skoðun
Jón Gnarr boðaði endalok síns pólitíska ferils í útvarpsþættinum Tvíhöfða.
Það var e.t.v. viðeigandi því
eins og hann útskýrði þar hafði
hugmyndin um stofnun flokks
einmitt kviknað í sama þætti
haustið 2009. Hafði hann haft
á orði við Sigurjón, félaga sinn,
Kjartansson að óþolandi væri
að RÚV hefði aldrei tekið vel í
hugmyndir þeirra um þáttagerð.
Sigurjón á þá að hafa útskýrt að
það væri vegna þess að þeir
væru ekki í flokki. Taldi Jón þá
ráðið að stofna eigin flokk, fá
fylgi til að verða menntamála
ráðherra, skipa Sigurjón sem
útvarpsstjóra sem svo fengi
Jón til að gera þátt fyrir RÚV.
Hins vegar mætti búast við að
ráðningarnar kölluðu á ásakanir
um spillingu og því myndu
menntamálaráðherrann og
út varpsstjórinn neyðast til að
segja af sér. Jón Gnarr héldi
hins vegar þættinum og byði
Sigurjóni til samstarfs!
Þetta var m.ö.o. kveikjan að
stofnun Besta flokksins. Það var
þó ekki fyrr en hugmyndin var
komin vel af stað að Jón Gnarr
áttaði sig á því að kosningarnar
2010 væru sveitarstjórnarkosn
ingar en ekki þingkosningar.
Hafði hann að eigin sögn
eng an greinarmun gert á þessu
tvennu. Hvort sem sagan er
sönn eða tilbúningur gerðist
hið ótrúlega. Besti flokkurinn
fékk stuðning ríflega þriðjungs
kjósenda í Reykjavík og Jón
Gnarr varð borgarstjóri með
stuðningi Samfylkingarinnar.
Nú, fjórum árum síðar, hefur
Jón Gnarr lagt niður Besta
flokk inn sem hann segir hafa
verið hugarástand en ekki flokk
því engir hafi félagarnir verið og
stefnan bull. Það virðist þó litlu
hafa skipt því 37% kjósenda
ráðgerðu að kjósa Besta flokk
inn næsta vor skv. nýjustu skoð
anakönnun.“
Hugarástand
DR. STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR
– lektor við HÍ
STJÓRNMÁL
Beðið eftir ...
ÁRNI ÞÓR ÁRNASON
– stjórnarformaður Oxymap ehf.
FYRIRTÆKJA-
REKSTUR
Ný stjórn tók við í Japan í fyrra og þeir drifu sig í verkin; spara ríkisútgjöld,
minnka skrifræði og draga úr
eyðslu á almannafé.
Smátt og smátt hafa atvinnulífið
og fyrirtækin verið að taka við
sér og nú horfa menn fram á
betri tíð í Japan. Þeir fengu líka
kjarn orkuslys í hausinn, sem ekki
hjálpar. Þeir hafa hvorki fengið
aukinn straum af ferðamönnum
út á það né makríl til að hjálpa
með gjaldeyrisöflun.“
Árni Þór Árnason veltir því fyrir
sér hvernig samanburðurinn sé
við Ísland.
„Við fengum líka nýja ríkis
stjórn og bíðum ennþá eftir að
kommúnistasköttunum og skrif
ræðinu sem henni fylgdi verði
öllu sópað burt. Nýi iðnaðar og
viðskiptaráðherrann hefur áhuga
og vill gera endurbætur en það
er spurning hvort hún kemst
í gegnum fjármálaráðuneytið.
Er það enn gegnumsýrt af „nei
ráðherra“?
Þarf einhverja snillinga til að
búa til einföld lög sem gefa
ein staklingum tækifæri til að fjár
festa í nýsköpun og þróun fyrir
fimm milljónir króna á ári og njóta
skattfrelsis? Þetta þarf að klára
fyrir næstu áramót.
Er stærsta vandamálið að það
er fjármálaráðuneytið sem leiðir
vinnuna?“
Árni Þór segir að með slíkum
gulrótum geti menn siglt fram
hjá stöðnuðu bankakerfi og
lífeyris sjóðsdraugum. „Þeir vilja
peninga landsmanna en það er
bara hægt að fjárfesta í fasteign
um og fasteignabréfum. Búa til
nýja bólu, kanski ennþá stærri en
þá síðustu.
Síðan verður að afnema sem
fyrst refsiskattinn; „trygginga
gjald“ sem refsar þeim sem
skapa atvinnu og hækkar verð
lag og kostnað fyrirtækja.“
Árni Þór segir að mörg fyrirtæki
á Íslandi geti skapað verðmætan
gjaldeyri. „Hvernig væri að setja
þau í forgang? Það er gjaldeyris
sköpun sem ætti að vera mál
númer eitt, tvö og þrjú.“