Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
Efnisvinnuhópur Kompás að störfum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frá vinstri
Björgvin Filippusson KOMPÁS, Brynjar Már Brynjólfsson Landsvirkjun,
Guðjón Örn Helgason Reykjavíkurborg, Fjóla K. Helgadóttir og Val-
gerður María Friðriksdóttir IKEA, Anna Toher Háskóla Íslands og Inga
Sigrún Þórarinsdóttir KOMPÁS. Á myndina vantar fulltrúa frá Orkuveit-
unni, en þessi hópur hittist reglulega og vinnur saman að gerð efnis á
sviði árangursmats fyrir vefinn?
Á
kompas.is er að finna
meira en 1.000 skjöl,
gátlista, leiðbeining
ar, eyðublöð, verk
ferla, myndbönd, samninga og
handbækur af ýmsu tagi. Björg
vin Filippusson, framkvæmda
stjóri vefsins, segir að um sé
að ræða efni sem þátttakendur
leggi fram og leyfi öðrum að
njóta ávinnings af.
„Áður en efnið birtist á vefnum
fer það í gegnum ákveðið
gæða ferli þar sem uppsetn
ing er samræmd, teknar eru
út sértækar upplýsingar eða
samkeppnisupplýsingar, efnið
er rýnt og jafnvel fengin umsögn
sérfræðinga. Á vefnum geta not
endur líka komið ábendingum á
framfæri við einstök skjöl sem
stuðlar að framþróun efnisins.“
Að sögn Björgvins getur
ávinn ingur höfunda efnisins
verið margs konar. „Fyrirtæki
geta styrkt ímynd sína sem góðir
vinnu staðir. Ráðgjafar, sérfræð
ingar og nemendur geta komið
sinni þekkingu á framfæri og
styrkt tengsl sín við atvinnulífið.
Höfundar geta við vinnslu
efnisins fengið betri verkfæri á
hagkvæmari máta en annars
hefði orðið. Og myndböndin
geta nýst höfundum við kennslu
eða til kynningar og eftirfylgni.“
Nú er starfandi vinnuhópur
nokkurra þátttakenda í Kompás
sem hefur það verkefni að
búa til efni á sviði mælinga og
árangursmats. Með reglulegum
fundum er unnið sameiginlega
að því að greina þarfir fyrir efni á
því sviði, skoða hvaða hagnýt tól
eru þegar til eða er hægt að búa
til. Með slíku framlagi sérfræð
inga, er koma frá öflug um fyrir
tækjum og stofnunum, verður
til verðmæt þekking sem nýtist
einnig öðrum þátttakend um.
„Viðfangsefni Kompás hefur
verið mannauðurinn í víðu sam
hengi,“ segir Björgvin. „Horft er
m.a. til starfsþróunar og líðan á
vinnustað út frá heilsu, öryggis
málum og menningu. Sem og
að starfsfólk vinni sam kvæmt
stefnu og gildum vinnu staðarins
og hlúi að jafnvægi einkalífs
og vinnu. Þáttur starfsmanna í
aukinni framleiðni og árangur
sríkum rekstri er mikill.“
Notendur vefsins eru fram
kvæmdastjórar, forstöðumenn,
mannauðsstjórar, gæðastjórar,
verkefnastjórar, rekstrarstjórar,
skrifstofustjórar, deildarstjórar,
sérfræðingar og fleiri aðilar er
koma frá öllum stærðum og
gerðum skipulagsheilda.“
Kompás hefur þjónandi
hlut verki að gegna við miðlun
þekkingar og að gera hana að
gengilega, jafnframt að skapa
tengingu skóla og atvinnulífs.
Sem dæmi eru myndbönd, sem
Kompás framleiðir í samstarfi
við Opna háskólann í HR og
Háskóla Íslands, einnig þeim
til afnota fyrir kennslu. Þá hafa
nem endur í meistaranámi nýtt
sér aðgang að vefnum í loka
verkefnum sínum.
Á vettvangi Kompás vinna
aðilar saman óháð atvinnu
greinum þótt þeir geti dags
daglega verið í samkeppni.
Samstarfið leiðir til sparnaðar,
þátttakendur fá viðmið um
fagleg vinnubrögð, sjálfbærni
og samfélagsleg ábyrgð eykst,
sí og endurmenntun er sinnt,
atvinnulífið styrkist og íslenskt
þekkingarsamfélag eflist.
„Með þátttöku fjöldans í
Kom p ási Mannauði er hægt
að hafa þátttökugjald lágt og
er öllu því gjaldi ráðstafað til
upp byggingar á efni vefsins. Því
fleiri sem taka þátt, því meiri er
ávinning urinn,“ segir Björgvin.
Sparnaður og faglegri stjórnun eru algengar umsagnir þátttakenda í
Kompás þekkingarsamfélaginu þar sem fyrirtæki, stofnanir, sveitar-
fé lög, háskólar, fræðsluaðilar, einstaklingar og fleiri starfa saman og
miðla hagnýtri þekkingu.
TexTi: Jón G. Hauksson / Myndir: Geir ólafsson
Yfir þúsund skjöl
og myndbönd á kompas.is
Vefurinn KOMPÁS er verkfærakista stjórnandans:
„Áður en efnið birtist á
vefnum fer það í gegn
um ákveðið gæða ferli
þar sem upp setn ing er
samræmd.“
koMPás