Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 52

Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 52
52 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 Efnisvinnuhópur Kompás að störfum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frá vinstri Björgvin Filippusson KOMPÁS, Brynjar Már Brynjólfsson Landsvirkjun, Guðjón Örn Helgason Reykjavíkurborg, Fjóla K. Helgadóttir og Val- gerður María Friðriksdóttir IKEA, Anna Toher Háskóla Íslands og Inga Sigrún Þórarinsdóttir KOMPÁS. Á myndina vantar fulltrúa frá Orkuveit- unni, en þessi hópur hittist reglulega og vinnur saman að gerð efnis á sviði árangursmats fyrir vefinn? Á kompas.is er að finna meira en 1.000 skjöl, gátlista, leiðbeining­ ar, eyðublöð, verk­ ferla, myndbönd, samninga og handbækur af ýmsu tagi. Björg­ vin Filippusson, framkvæmda­ stjóri vefsins, segir að um sé að ræða efni sem þátttakendur leggi fram og leyfi öðrum að njóta ávinnings af. „Áður en efnið birtist á vefnum fer það í gegnum ákveðið gæða ferli þar sem uppsetn­ ing er samræmd, teknar eru út sértækar upplýsingar eða samkeppnisupplýsingar, efnið er rýnt og jafnvel fengin umsögn sérfræðinga. Á vefnum geta not­ endur líka komið ábendingum á framfæri við einstök skjöl sem stuðlar að framþróun efnisins.“ Að sögn Björgvins getur ávinn ingur höfunda efnisins verið margs konar. „Fyrirtæki geta styrkt ímynd sína sem góðir vinnu staðir. Ráðgjafar, sérfræð­ ingar og nemendur geta komið sinni þekkingu á framfæri og styrkt tengsl sín við atvinnulífið. Höfundar geta við vinnslu efnisins fengið betri verkfæri á hagkvæmari máta en annars hefði orðið. Og myndböndin geta nýst höfundum við kennslu eða til kynningar og eftirfylgni.“ Nú er starfandi vinnuhópur nokkurra þátttakenda í Kompás sem hefur það verkefni að búa til efni á sviði mælinga og árangursmats. Með reglulegum fundum er unnið sameiginlega að því að greina þarfir fyrir efni á því sviði, skoða hvaða hagnýt tól eru þegar til eða er hægt að búa til. Með slíku framlagi sérfræð­ inga, er koma frá öflug um fyrir ­ tækjum og stofnunum, verður til verðmæt þekking sem nýtist einnig öðrum þátttakend um. „Viðfangsefni Kompás hefur verið mannauðurinn í víðu sam­ hengi,“ segir Björgvin. „Horft er m.a. til starfsþróunar og líðan á vinnustað út frá heilsu, öryggis­ málum og menningu. Sem og að starfsfólk vinni sam kvæmt stefnu og gildum vinnu staðarins og hlúi að jafnvægi einkalífs og vinnu. Þáttur starfsmanna í aukinni framleiðni og árangur­ sríkum rekstri er mikill.“ Notendur vefsins eru fram­ kvæmdastjórar, forstöðumenn, mannauðsstjórar, gæðastjórar, verkefnastjórar, rekstrarstjórar, skrifstofustjórar, deildarstjórar, sérfræðingar og fleiri aðilar er koma frá öllum stærðum og gerðum skipulagsheilda.“ Kompás hefur þjónandi hlut verki að gegna við miðlun þekkingar og að gera hana að­ gengilega, jafnframt að skapa tengingu skóla og atvinnulífs. Sem dæmi eru myndbönd, sem Kompás framleiðir í samstarfi við Opna háskólann í HR og Háskóla Íslands, einnig þeim til afnota fyrir kennslu. Þá hafa nem endur í meistaranámi nýtt sér aðgang að vefnum í loka­ verkefnum sínum. Á vettvangi Kompás vinna aðilar saman óháð atvinnu­ greinum þótt þeir geti dags daglega verið í samkeppni. Samstarfið leiðir til sparnaðar, þátttakendur fá viðmið um fagleg vinnubrögð, sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eykst, sí­ og endurmenntun er sinnt, atvinnulífið styrkist og íslenskt þekkingarsamfélag eflist. „Með þátttöku fjöldans í Kom p ási Mannauði er hægt að hafa þátttökugjald lágt og er öllu því gjaldi ráðstafað til upp byggingar á efni vefsins. Því fleiri sem taka þátt, því meiri er ávinning urinn,“ segir Björgvin. Sparnaður og faglegri stjórnun eru algengar umsagnir þátttakenda í Kompás þekkingarsamfélaginu þar sem fyrirtæki, stofnanir, sveitar- fé lög, háskólar, fræðsluaðilar, einstaklingar og fleiri starfa saman og miðla hagnýtri þekkingu. TexTi: Jón G. Hauksson / Myndir: Geir ólafsson Yfir þúsund skjöl og myndbönd á kompas.is Vefurinn KOMPÁS er verkfærakista stjórnandans: „Áður en efnið birtist á vefnum fer það í gegn­ um ákveðið gæða ferli þar sem upp setn ing er samræmd.“ koMPás
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.