Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 103
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 103
Hvað ertu ánægðust með í ís
lensku atvinnulífi um þessar
mundir?
Það er nú fátt sem hægt er að
vera ánægður með, þjóðin er
í bið eftir að stjórnvöld klári
það sem var lofað fyrir síðustu
kosningar. Ef nefna á eitthvað
ánægulegt er hægt að benda
á mikinn straum erlendra
ferðamanna til landsins, vel
hefur tekist að markaðssetja
landið líka utan hefðbundins
ferðamannatíma.
2. Ríkisútgjöld í fjárlagafrum
varpinu fyrir árið 2014 eru
áætluð þau sömu og á þessu
ári. Ertu sátt við þá niður
stöðu?
Nei, ég held að það hefði
verið hægt að taka meira til
í ríkisrekstrinum, það virðist
þó vera stefnt að því, miðað
við hugmyndir hag ræð ingar
hópsins.
3. Núna eru fimm ár liðin frá
hruninu. Hvaða væntingar
hefur þú til næstu tveggja ára?
Væntingar næstu tveggja ára
eru um óbreytt ástand nema
eitthvað leysist úr flækjum
í lán amálum og gjaldeyris
höftum. Við erum byrjuð að
laga viðmót á erlendum mörk
uðum og þeirri vinnu þarf að
halda áfram.
4. Áttu von á auknum fjárfest
ingum í íslensku atvinnulífi á
næstunni?
Nei, ekki miklum, þar sem
leysa þarf úr mörgum mál
um og draga úr óvissunni.
Fyrir tæki munu samt þurfa að
fjárfesta eitthvað þar sem mikið
af búnaði og bílum er orðið
mjög gamalt og kostnaðarsamt
í rekstri.
5. Hver verða forgangsverkefni
þíns fyrirtækis á næstu sex
mánuðum?
Það er að halda í horfinu,
fygjast vel með væntingum á
markaði og sjá hvort stjórnvöld
muni eitthvað breyta tolla og
lagaumhverfi í bílgreininni.
6. Skuldavandinn hefur tekið
mestan tíma frá stjórnendum
síðustu árin en hver eru helstu
verkefni stjórnenda núna?
Ég held því miður að skulda
vandinn sé enn stórt verkefni
flestra þar sem ekki hefur
gengið að byrja að borga inn á
hann eins og ég held að flestir
hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt er
líka að viðhalda áfram miklu
kostnaðaraðhaldi á meðan
salan glæðist ekki.
7. Ertu með eitt gott ráð handa
stjórnvöldum?
Efna loforðin til þess að
þjóðar skútan komist aftur í
gang en hún var aðeins byrjuð
að sigla áður en allt varð aftur
stopp vegna loforða um skulda
niðurfærslu hjá mörgum.
ERna gíSladóTTiR, foRSTJóRi B&l
Skuldavandinn enn stór
Erna Gísladóttir.
„Það er nú fátt sem
hægt er að vera
ánægður með, þjóðin
er í bið eftir að
stjórnvöld klári það
sem var lofað fyrir
síðustu kosningar. “