Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 105
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 105
„Ég er ánægðust með
áherslur atvinnu
lífsins á það að bæta
lífskjör á Ís landi í
tengslum við kom
andi kjara samn
inga.“
Hvað ertu ánægðust með í ís
lensku atvinnulífi um þessar
mundir?
Ég er ánægðust með áherslur
atvinnulífsins á það að bæta
lífskjör á Íslandi í tengslum
við komandi kjarasamninga.
Mér líst vel á sameiginlega sýn
vinnumarkaðarins um auk
inn kaupmátt til lengri tíma.
Reynsla nágrannaríkjanna hefur
sýnt að þetta er vænleg leið.
2. Ríkisútgjöld í fjárlaga
frum varpinu fyrir árið 2014
eru áætluð þau sömu og á
þessu ári. Ertu sátt við þá
niðurstöðu?
Ég hefði viljað sjá meira um
kerfisbreytingar í fjárlaga
frum varpinu. Hefði viljað sjá
nýja ríkisstjórn fara í það að
endurmeta kerfið þannig að
við fáum meira fyrir það fé
sem fer til ríkisins. Hér á ég
t.d. við kerfisbreytingu í heil
brigðis kerfinu, með því að
efla heilsugæsluna eins og t.d.
hefur verið gert með góðum
árangri í Svíþjóð. Ég hefði viljað
sjá meira um hagræðingu,
fækkun stofnana og meira um
samnýtingu í stoðþjónustu.
3. Núna eru fimm ár liðin frá
hruninu. Hvaða væntingar
hefur þú til næstu tveggja ára?
Ég hef þær væntingar að hér
verði skapað umhverfi vaxtar
og víðsýni. Að við förum að
horfa til lengri tíma í hvert
við viljum sjá Ísland stefna,
að stjórnvöld og aðrir aðilar
sam félagins fari að vinna
mark vissar í stefnumótun
fyrir „fyrirtækið“ Ísland. Að
hér verði skilningur á að við
þurf um að fjárfesta til að fá
ávinning til framtíðar, að við
förum að sjá viðunandi skatta
umhverfi fyrir fyrirtæki sem og
einstaklinga.
4. Áttu von á auknum fjárfest
ingum í íslensku atvinnulífi á
næstunni?
Ég hef þá trú að fjárfesting
muni aukast í íslensku atvinnu
lífi, enda hefur hún verið í
sögu legu lágmarki síðastliðin
fimm ár. Fjárfesting skapar
hagsæld og framþróun, nokkuð
sem fyrirtæki og stjórnvöld
verða að sinna ef hér á að
verða lífvænlegt atvinnulíf sem
skilar sér í því að hér verður
áhugaverðara að lifa og starfa.
5. Hver verða forgangsverkefni
þíns fyrirtækis á næstu sex
mánuðum?
Forgangsverkefni Já verður
áframhaldandi nýsköpun.
Nýsköpun í tækni og ferlum.
Við munum halda áfram að
þróa viðskiptamódel okkar í
takt við breytt umhverfi, tækni
og samfélag. Framtíðarsýn
okkar er að auðvelda viðskipti
og samskipti. Þegar fólk leitar
eftir þjónustu okkar er það að
gera það vegna þess að það
vill eiga viðskipti við fyrirtæki
eða samskipti við einstaklinga.
Við munum halda áfram að
þróa vöruframboð okkar til
að uppfylla þessa þörf og
framtíðarsýn okkar. Já er oft á
tíðum eina markaðstæki litilla
fyrirtækja, við viljum vinna
vel með þeim í leið þeirra að
breyttri ásýnd og mark aðs
möguleikum.
6. Skuldavandinn hefur tekið
mestan tíma frá stjórnendum
síðustu árin en hver eru helstu
verkefni stjórnenda núna?
Helsta verkefni stjórnenda
núna er að horfa fram á við.
Slíkt er oft á tíðum ekki auðvelt
þegar þú ert að glíma við
skulda eða greiðsluvanda. Með
hann að baki gefst tækifæri til
að fara að horfa til lengri tíma
um hvert þú vilt að fyrirtækið
þitt stefni og hvar tækifærin
liggja.
7. Ertu með eitt gott ráð handa
stjórnvöldum?
Verið óhrædd við að skera
upp kerfið og finna nýjar leiðir
til þess að auka hagsæld hér
á Íslandi. Ekki falla í gryfju
vanans – það liggja fjölmörg
ónýtt tækifæri þarna úti –
hugsið eins og þið séuð að reka
fyrir tækið Ísland.
KaTRín olga JóhannESdóTTiR, STJóRnaRfoRMaðuR Já
Horfa fram á við
Katrín Olga Jóhannesdóttir.