Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 114
114 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
RagnaR guðMundSSon, foRSTJóRi noRðuRálS
Stjórnvöld komi stefnunni í verk
1. Hvað ertu ánægðastur með í
íslensku atvinnulífi um þessar
mundir?
Góð fyrirheit nýrrar ríkis
stjórn ar. Vonandi tekst þeim
að vinda ofan af skatta flækju
fyrri ríkisstjórnar og koma efna
hagslífinu í gang.
2. Ríkisútgjöld í fjárlagafrum
varpinu fyrir árið 2014 eru
áætluð þau sömu og á þessu
ári. Ertu sáttur við þá niður
stöðu?
Það tekur auðvitað tíma að
átta sig á þessum umfangsmikla
rekstri og meta hvað þarf að
styrkja og hvar má draga sam
an. Tækifærin eru fjölmörg til
hagræðingar og vísbendingar
eru um að þau eigi að nýta á
næstu árum. Vaxtakostnaður er
orðinn gríðarlega stór gjalda
liður sem kemur niður á annarri
starfsemi. Það er að mínu mati
afar mikilvægt að ná honum
niður.
3. Núna eru fimm ár liðin frá
hruninu. Hvaða væntingar
hefur þú til næstu tveggja ára?
Að meiri áhersla verði lögð á
efnahags upp byggingu og stöðug
leika. Aukin fjárfesting er nauð
syn leg og verður að beinast að
þeim sviðum sem skapa tekjur og
hagræðingu til framtíðar.
Ég vona að það takist að vinna
íslenskt samfélag út úr gjald
eyris höftum, sem hafa mjög
skaðleg áhrif, þótt nauðsyn leg
séu til skemmri tíma. Það verður
að ganga rösklega til þessa
verks og ég held að verkstjórn
sé í góðum höndum.
4. Áttu von á auknum fjárfest
ingum í íslensku atvinnulífi á
næstunni?
Já, ég á von á því að stjórnvöld
komi stefnu sinni í verk.
5. Hver verða forgangsverkefni
þíns fyrirtækis á næstu sex
mánuðum?
Vinna áfram að stöðugum
rekstri og framleiðsluaukningu
á Grundartanga og koma álveri
í Helguvík af stað.
6. Skuldavandinn hefur tekið
mestan tíma frá stjórnendum
síðustu árin en hver eru helstu
verkefni stjórnenda núna?
Það virðist allnokkuð óunnið
enn í skuldamálum fyrirtækja
almennt auk vanda margra
heimila. Verkefni stjórnenda er
að reka fyrirtæki af ábyrgð og
skynsemi. Áhersla þarf að vera
á hagræðingu á meðan vöxtur
er takmarkaður en að halda á
sama tíma vel utan um starfs
mannahópinn.
7. Ertu með eitt gott ráð handa
stjórnvöldum?
Að lækka vexti. Það er óskiljan
legt að þeir skuli vera jafn háir
í kerfi sem er lokað og þarf
jafnmikið á vexti að halda og
íslenskt hagkerfi. Erlendir
kröfu hafar fá miklu hærri
vexti af innistæðum hér en í
nágranna löndum okkar. Lægri
vextir myndu virka hvetjandi á
þessa aðila til að bjóða sitt fram
til lausnar á gjaldeyrishöftum.
Háir vextir gera heimilum og
atvinnulífinu einnig erfitt um
vik. Lægri vextir myndu draga
úr kostnaði fyrir tækja vegna
birgðahalds, viðskiptakrafna,
svo ekki sé talað um
fjárfestingar. Hár vaxta kostn
aður veltur út í verðlagið og ég
held að sá þáttur sé vanmet inn
þegar sagt er að ekki sé hægt
að lækka vexti vegna verð
bólguáhrifa. Lægri vextir stuðla
að aukinni fjárfestingu og fjölga
þannig störfum.
„Ég vona að það
takist að vinna ís
lenskt samfélag út
úr gjald eyris höftum,
sem hafa mjög
skað leg áhrif, þótt
nauðsyn leg séu til
skemmri tíma.“
Ragnar Guðmundsson.
Landsbankinn
er öflugur
samstarfsaðili
Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is
Stefna Landsbankans er að vera hreyfiafl í íslensku samfélagi.
Við leggjum ríka áherslu á að stuðla að uppbyggingu í atvinnulífinu
og erum í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna.