Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 117

Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 117
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 117 „Í hruninu, haustið 2008, taldi ég að það tæki fimm til sjö ár að komast aftur á rétt spor en það er í samræmi við reynslu mína af hagsveiflum í heiminum.“ Bjarni Bjarnason. 1. Hvað ertu ánægðastur með í íslensku atvinnulífi um þessar mundir? Ætli það sé ekki best að svara bara fyrir sjálfan sig í þessum efnum og lýsa ánægju með hversu vel það gengur hjá eig­ endum, stjórn og starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. 2. Ríkisútgjöld í fjárlagafrum­ varpinu fyrir árið 2014 eru áætluð þau sömu og á þessu ári. Ertu sáttur við þá niður­ stöðu? Það er mikilvægt í ríkisrekstri eins og öðrum rekstri að út­ gjöldin séu lægri en tekjur. Að þeirri forsendu gefinni, þá þurfa útgjöld til einstakra þátta ríkisrekstursins að vera í samræmi við þær kröfur sem til þeirra eru gerðar; hvorki of né van. 3. Núna eru fimm ár liðin frá hruninu. Hvaða væntingar hef ur þú til næstu tveggja ára? Í hruninu, haustið 2008, taldi ég að það tæki fimm til sjö ár að komast aftur á rétt spor en það er í samræmi við reynslu mína af hagsveiflum í heiminum. Sú skoðun mín er óbreytt. Við gleymum því gjarnan á Íslandi að við erum hluti af stærra hagkerfi og bati okkar hangir saman við bata í heiminum. 4. Áttu von á auknum fjárfest ­ ingum í íslensku atvinnu lífi á næstunni? Í samræmi við sem sagt er hér að ofan um samhengi íslensks efnahagslífs og þess sem er að gerast í kringum okk ur getum við ekki búist við erlendum fjárfestingum hér að nokkru marki fyrr en markaðir heims ­ ins kalla eftir vörunni. 5. Hver verða forgangsverkefni þíns fyrirtækis á næstu sex mánuðum? Hér eftir sem hingað til er höfuðskylda Orkuveitunnar að veita almenningi góða þjónustu við lágu verði. Framundan eru breytingar á Orkuveitunni vegna lagakröfu um aðskilnað samkeppnis­ og sérleyfisþátta. Viðfangsefnið er því helst að ljúka breytingunum og standa vörð um rekstur og þjónustu. 6. Skuldavandinn hefur tekið mestan tíma frá stjórnendum síðustu árin en hver eru helstu verkefni stjórnenda núna? Skuldavandi Orkuveitunnar er ennþá ærinn og það eru enn nokkur ár í að við siglum lygnan sjó. 7. Ertu með eitt gott ráð handa stjórnvöldum? Nei. BJaRni BJaRnaSon, foRSTóRi oRKuVEiTu REyKJaVíKuR Fyrirtækið á réttan kjöl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.