Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 163

Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 163
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 163 ur megingerðum truflana um að kenna. Annars vegar skynjunar­ og hins vegar tilfinningalegri truflun. Skynjunartruflanirnar er auðvelt að koma auga á. Þær eru truflanir sem verða af sífelldu áreiti vegna t.d. bak grunnshljóða, lita, lögunar, bragðs, lyktar o.s.frv. Tilfinninga­ legu truflunina er erfiðara að eiga við, þegar skynjunin kallar fram tilfinningar sem gera trufl unina enn meiri og erfiðari. T.d. þegar þú ert á kaffihúsi og nærð þokkalega að einbeita þér að vinnu í tölvunni, þangað til þú heyrir einhvern á kaffihúsinu nefna nafn þitt. Þá verður ansi erfitt að leiða rödd viðkomandi hjá sér og einbeita sér áfram að vinnunni. Ekki alslæmt Þótt flögrandi hugur geti oft á tíðum haft neikvæð áhrif á fram­ mistöðu er hann ekki endilega alslæmur. Vissulega getur hugur sem flögrar verið að flögra í átt að betri lausn frekar en frá henni. Flögrandi hugur getur líka séð fyrir sér mögulega stöðu í framtíðinni, kynt undir sjálfs­ skoðun, leitt okk ur í gegnum flóknar félagslegar aðstæður, dregið fram fleiri hugmyndir og svo mætti lengi telja. Það er því ekki alslæmt að geta látið hugann reika, það er hins vegar mikilvægt að geta stýrt því hvenær hugurinn fer af stað. Að vera í núinu Í raun er inntak bókarinnar um mikilvægi þess að vera í núinu. Segja má að höfundur hafi um það mörg orð en hæfni hans til röksemdafærslu og frábærar dæmisögur gera það að verk­ um að bókin er skemmtileg og fræðandi. Bókin er nauðsynleg öllum þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér og í henni koma fram nokkur góð ráð til að hafa hemil á huganum og þannig auka líkurnar á árangri. Hópur þeirra sem glíma við áunninn athyglisbrest vegna síaukins áreitis fer ört vaxandi og því á bókin erindi við fjölmarga. ERTU FJAR VER ANDI? Að geta ekki staðist að skoða tölvupóstinn eða Facebook jafnvel í miðjum samræðum. Það er það sem félagsfræð­ ingurinn Erving Goffman kallar að vera „fjarverandi“. Í raun er verið að segja hinni manneskj­ unni: „Ég hef ekki áhuga á því sem er að gerast hér og nú. Ég er í raun fjarverandi.“ Við sjáum æ oftar dæmi um samskipti þar sem annar eða báðir aðilarnir eru „fjar ­ ver andi“. Par sem situr á veitingastað og báðir aðilar í símanum. Fólk í partíi og annar hver maður að taka myndir til að birta á Instagram. Fundir þar sem hluti fundar­ manna er að svara tölvupósti í símanum í stað þess að einbeita sér að efni fundarins. Ert þú „fjarverandi“ í þeim samskiptum sem þú átt í dags daglega? Daniel Goleman er rithöfundur, sálfræðingur og vísindablaða­ maður. Um 12 ára skeið skrifaði hann um sálfræði og vísindi heilans fyrir New York Times. Goleman öðlaðist heims­ frægð í kjölfar útgáfu á bókinni Tilfinningagreind (Emotional Intellingence) árið 1995. Bókin var í eitt og hálft ár samfellt á metsölulista New York Times. Í bókinni setur Goleman fram kenningar sínar um tilfinn­ ing a greind (oft kallað EQ á ensku). Hann heldur því fram að tilfinninga greind sé eins mikilvægur þáttur í árangri á vinnustað og greind í hefð­ bundnari skilningi. Kenningar hans um tilfinningagreind hafa notið mikils fylgis um heim allan. 10 ÞúSUND KLUKKUSTUNDA ÁHERSLAN Malcom Gladwell setti fram þá kenningu að til að skara fram úr á einhverju sviði yrði að verja í það minnsta 10 þúsund klukkustundum í það tiltekna svið. Tók hann dæmi m.a. um Bítlana, sem áður en þeir fengu tækifærið sitt í Cavern­klúbbnum höfðu spilað kvöld eftir kvöld og mánuð eftir mánuð í misjafnlega spennandi klúbbum í Þýskalandi. Þar hefðu þeir náð sér í þær 10 þúsund stundir sem þeir þurftu til að skara fram úr þegar tækifærið sem allir þekkja gafst. Daniel Goleman skorar á þessa 10 þúsund klukkustunda áherslu með því að segja að það það séu ekki klukkustundirnar sem skili framúrskarandi árangri heldur það hvernig þessar klukkustundir eru notaðar. Þú getur spilað golf í 10 þúsund klukkustundir en samt verið í meðallagi góður golfari. Ef þú einbeitir þér að því að auka þá færni sem notuð er í golfinu, hvort sem það er sveiflan eða hvernig þú stendur eða hvað annað, beinir athyglinni einbeitt að þeim þáttum sem skipta máli til að ná árangri í golfi, þá munt þú ná framúrskarandi árangri. HVERNIG KEMURðU AUGA Á ÞANN EINbEITTA? Þú getur auðveldlega komið auga á fókuseraða einstaklinga á mannamótum. Það eru þeir sem eru færir um að gleyma sér algjörlega í samræðum. Augnaráð þeirra er læst á aðilann sem þeir eru að tala við um leið og þeir drekka í sig orð viðkomandi – jafnvel þótt hátalarinn við hliðina á þeim sé stilltur í botn. Hinir ófókuseruðu eru á hinn bóginn stöðugt á útkikkinu, augun flöktandi á það sem grípur athyglina hverju sinni, athyglin fljótandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.