Frjáls verslun - 01.09.2013, Qupperneq 163
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 163
ur megingerðum truflana um að
kenna. Annars vegar skynjunar
og hins vegar tilfinningalegri
truflun. Skynjunartruflanirnar
er auðvelt að koma auga á.
Þær eru truflanir sem verða
af sífelldu áreiti vegna t.d.
bak grunnshljóða, lita, lögunar,
bragðs, lyktar o.s.frv. Tilfinninga
legu truflunina er erfiðara að
eiga við, þegar skynjunin kallar
fram tilfinningar sem gera
trufl unina enn meiri og erfiðari.
T.d. þegar þú ert á kaffihúsi og
nærð þokkalega að einbeita þér
að vinnu í tölvunni, þangað til
þú heyrir einhvern á kaffihúsinu
nefna nafn þitt. Þá verður ansi
erfitt að leiða rödd viðkomandi
hjá sér og einbeita sér áfram að
vinnunni.
Ekki alslæmt
Þótt flögrandi hugur geti oft á
tíðum haft neikvæð áhrif á fram
mistöðu er hann ekki endilega
alslæmur. Vissulega getur hugur
sem flögrar verið að flögra í
átt að betri lausn frekar en frá
henni. Flögrandi hugur getur
líka séð fyrir sér mögulega stöðu
í framtíðinni, kynt undir sjálfs
skoðun, leitt okk ur í gegnum
flóknar félagslegar aðstæður,
dregið fram fleiri hugmyndir og
svo mætti lengi telja. Það er
því ekki alslæmt að geta látið
hugann reika, það er hins vegar
mikilvægt að geta stýrt því
hvenær hugurinn fer af stað.
Að vera í núinu
Í raun er inntak bókarinnar um
mikilvægi þess að vera í núinu.
Segja má að höfundur hafi um
það mörg orð en hæfni hans til
röksemdafærslu og frábærar
dæmisögur gera það að verk
um að bókin er skemmtileg og
fræðandi. Bókin er nauðsynleg
öllum þeim sem eiga erfitt með
að einbeita sér og í henni koma
fram nokkur góð ráð til að hafa
hemil á huganum og þannig
auka líkurnar á árangri. Hópur
þeirra sem glíma við áunninn
athyglisbrest vegna síaukins
áreitis fer ört vaxandi og því á
bókin erindi við fjölmarga.
ERTU
FJAR VER ANDI?
Að geta ekki staðist að skoða
tölvupóstinn eða Facebook
jafnvel í miðjum samræðum.
Það er það sem félagsfræð
ingurinn Erving Goffman kallar
að vera „fjarverandi“. Í raun er
verið að segja hinni manneskj
unni: „Ég hef ekki áhuga á því
sem er að gerast hér og nú.
Ég er í raun fjarverandi.“
Við sjáum æ oftar dæmi um
samskipti þar sem annar
eða báðir aðilarnir eru „fjar
ver andi“. Par sem situr á
veitingastað og báðir aðilar
í símanum. Fólk í partíi og
annar hver maður að taka
myndir til að birta á Instagram.
Fundir þar sem hluti fundar
manna er að svara tölvupósti
í símanum í stað þess að
einbeita sér að efni fundarins.
Ert þú „fjarverandi“ í þeim
samskiptum sem þú átt í dags
daglega?
Daniel Goleman er rithöfundur,
sálfræðingur og vísindablaða
maður. Um 12 ára skeið skrifaði
hann um sálfræði og vísindi
heilans fyrir New York Times.
Goleman öðlaðist heims
frægð í kjölfar útgáfu á bókinni
Tilfinningagreind (Emotional
Intellingence) árið 1995. Bókin
var í eitt og hálft ár samfellt á
metsölulista New York Times. Í
bókinni setur Goleman fram
kenningar sínar um tilfinn
ing a greind (oft kallað EQ á
ensku). Hann heldur því fram
að tilfinninga greind sé eins
mikilvægur þáttur í árangri á
vinnustað og greind í hefð
bundnari skilningi. Kenningar
hans um tilfinningagreind hafa
notið mikils fylgis um
heim allan.
10 ÞúSUND KLUKKUSTUNDA
ÁHERSLAN
Malcom Gladwell setti fram þá kenningu að til að skara fram úr á einhverju sviði yrði að verja í það minnsta 10 þúsund klukkustundum í það tiltekna svið. Tók hann dæmi m.a. um Bítlana, sem áður en þeir fengu
tækifærið sitt í Cavernklúbbnum höfðu spilað kvöld eftir kvöld og
mánuð eftir mánuð í misjafnlega spennandi klúbbum í Þýskalandi.
Þar hefðu þeir náð sér í þær 10 þúsund stundir sem þeir þurftu til
að skara fram úr þegar tækifærið sem allir þekkja gafst.
Daniel Goleman skorar á þessa 10 þúsund klukkustunda áherslu
með því að segja að það það séu ekki klukkustundirnar sem skili
framúrskarandi árangri heldur það hvernig þessar klukkustundir
eru notaðar. Þú getur spilað golf í 10 þúsund klukkustundir en samt
verið í meðallagi góður golfari. Ef þú einbeitir þér að því að auka
þá færni sem notuð er í golfinu, hvort sem það er sveiflan eða
hvernig þú stendur eða hvað annað, beinir athyglinni einbeitt að
þeim þáttum sem skipta máli til að ná árangri í golfi, þá munt þú ná
framúrskarandi árangri.
HVERNIG KEMURðU AUGA Á
ÞANN EINbEITTA?
Þú getur auðveldlega komið auga á fókuseraða einstaklinga
á mannamótum. Það eru þeir sem eru færir um að gleyma sér
algjörlega í samræðum. Augnaráð þeirra er læst á aðilann sem
þeir eru að tala við um leið og þeir drekka í sig orð viðkomandi
– jafnvel þótt hátalarinn við hliðina á þeim sé stilltur í botn.
Hinir ófókuseruðu eru á hinn bóginn stöðugt á útkikkinu, augun
flöktandi á það sem grípur athyglina hverju sinni, athyglin
fljótandi.