Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 166

Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 166
166 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 fóLk TexTi: sVaVa JónsdóTTir Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri á réttindasviði Tryggingastofnunar. É g starfa á réttindasviði Tryggingastofnunar þar sem starfsmanna­ fjöldinn er tæplega fjörutíu manns og í minni ein­ ingu er þrettán manna sam­ hentur hópur. Þar eru teknar ákvarðanir um réttindi sem lúta að greiðslum til lífeyris­ þega, s.s. endurhæfingarlífeyri, örorkulífeyri og ellilífeyri,“ segir Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri á endurhæfingar­ og lífeyris­ deild Tryggingastofnunar. Ellilífeyrisþegar eru um 27.000 og endurhæfingar­ og ör orkulífeyrisþegar um 16.700 manns. „Hlutverk okkar er að veita góða þjónustu og sjá um að umsækjendur fái réttar greiðslur á réttum tíma. Við höfum frá árinu 2010 unnið markvissar en áður var gert með fólki sem er í endurhæf­ ingu. Fólk á vinnumarkaði ávinnur sér rétt til greiðslna úr sjúkrasjóðum verkalýðsfé­ laga. Þegar þeim rétti lýkur og fólk er enn óvinnufært tekur Trygg ingastofnun við og greiðir mánaðarlegar greiðslur til fólks sem er þá í virkri endurhæfingu. Með þessum hætti er leitast við að fólk sem fer af vinnumarkaði vegna veikinda komist þangað aftur og fái starf við hæfi.“ Margrét útskrifaðist sem fé lagsráðgjafi þegar hún var um fertugt en hafði áður lok ið BA­prófi í uppeldis­ og mennt unarfræðum. „Það voru ákveðnar aðstæður í lífi mínu sem gerðu það að verkum að ég ákvað að mennta mig meira. Fé lagsráðgjafamenntunin hefur gefið mér mörg tækifæri. Ég hef lengi haft áhuga á samskiptum fólks og samskiptafærni og það er ástæðan fyrir því að ég fór í félagsráðgjöf og ég sé ekki eftir því,“ segir Margrét, sem hefur verið stundakennari við HÍ í nokkur ár. „Ég vann á geðdeild Landspítalans í nokkur ár eftir útskrift þar sem áhugi minn vakn aði á endurhæfingu.“ Margrét segist leggja mikla rækt við fjölskylduna og lögð er áhersla á að hittast reglulega og borða saman. „Samvera og samkennd kemur ekki af sjálfu sér en hlúa þarf vel að þessum þáttum. Ef eitt­ hvað bjátar á er það fjölskyldan sem hjálpast að og þar eigum við griðastað. Barnabörnin, sem eru tvö, koma til okkar einn dag í hverri viku eftir skóla. Við gerum þá eitthvað saman og ljúkum degin um með mat og spjalli.“ Margrét leggur rækt við heils ­ una og hefur gaman af útivist. „Ég er í gönguhópi sem nefnist Rúsínurnar. Við erum sex í hópnum og göngum einu sinni í viku, aldrei styttra en 10 km og stundum lengra. Við hjónin göngum á fjöll og ferðumst á jeppanum okkar um hálendi Íslands. Í sumar fórum við um Norðurland, Austurland, skoð­ uðum Kárahnjúkasvæðið og Hafrahvammagljúfur og það var ólík sjón frá árinu 2006 þegar við vorum þar síð ast. Áhugi á hjólreiðum hefur vakn að hjá mér síðustu ár og sá áhugi hefur leitt okkur hjón in í hjólaferðir erlend­ is. Við höf um hjólað á Ítalíu og í sumar hjóluðum við í Frakk­ landi. Þetta voru dásamlegar ferðir. Við hjólum, borðum góðan mat og skoðum áhugaverða menn ingarstaði. Ferðin í sumar var farin frá Toulouse og var hjólað milli lítilla þorpa suð ur frá borg inni og í átt að Mið jarðar ­ hafi nu, meðfram Canal du Midi í Suður­Frakklandi.“ Margrét Jónsdóttir – deildarstjóri á réttindasviði Tryggingastofnunar „Við höfum frá árinu 2010 unnið markvissar en áður var gert með fólki sem er í endur­ hæfi ngu. Fólk á vinnumarkaði ávinnur sér rétt til greiðslna úr sjúkrasjóðum verka­ lýðsfé laga.“ Nafn: Margrét Stefanía Jónsdóttir. Fæðingarstaður: Akureyri, 10. febrúar 1954. Foreldrar: Guðrún Björnsdóttir og Jón Stefánsson. Maki: Kristján Þór Hálfdánarson. Börn: Andri, 34 ára, og Jón Þór, 22 ára. Menntun: BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Ís lands, félagsráðgjafi og diplóma í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun HÍ. FOLLOW YOUR NATURE Marc O’Polo Store Kringlan Shopping Center Kringlan 4-12 103 Reykjavik JEFF BRIDGES W W W .M AR C- O- PO LO .C OM 180-3-361_AD_Island_Men02FW13_Unc_210x297#.indd 1 29.10.13 14:52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.