Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR16 Guðmundur Sigurðsson í Vogum hóf að rækta ánamaðka fyrir átta árum en fyrir tveimur árum fór hann til Englands til að læra rækt- unarfræðin. Þar er löng hefð fyrir slíkri ræktun og mikill fjöldi bænda sem starfa við hana eingöngu. Ormarnir framleiða hágæða áburð „Fyrst og fremst er ég að fá hágæða áburð sem ormarnir framleiða. Þú þarft ekki nema 10% af svona áburði í blóma- pott til að fá gæðamold sem dugar í ár. Þetta er eini áburð- urinn í heiminum sem eyðist ekki upp fyrr en rótin étur hann. Þú getur vökvað hann aftur og aftur án þess að hann tapi eiginleikum sínum því það rennur ekkert úr honum. Þetta er eins grænn áburður og hægt er að fá þar sem kemísk efni koma hvergi nálægt,“ segir Guðmundur aðspurður um tilgang ræktunarinnar. Hann framleiðir orma til að setja í tún, skrúðgarða, gróðurhús og garða þar sem ánamaðkar bæta gæði jarðvegsins. Einnig hafa veiðimenn leitað til Guð- mundar með maðk til beitu. Hann segir ræktaðan maðk mun girnilegri í augum fiska þar sem hann sé fóðraður og fullur af mat. Tvö ár að búa til eitt og hálft tonn Um 20 tegundir ánamaðka lifa á Íslandi og er Guðmundur að rækta skoskt afbrigði. En er einhver „bisness“ í ormarækt- un? „Ég seldi pínulítið í fyrra og sé fram á meiri sölu núna í sum- ar. Það tekur nokkun tíma að koma sér upp stofni áður en að því kemur en ég er búinn að vera í tvö ár að búa til eitt og hálft tonn. Fyrir tveimur árum týndi ég 175 orma. Ætli ég eigi ekki á bilinu 4-5 milljónir orma núna. Erlendis kostar rúmmetrinn af ormaskít þús- und pund og eftirspurnin er mikil. Þar er þetta mikið notað KONUR RÆÐA MÁLIN FYRIR OKKUR ÖLL Viltu hafa áhrif? Ertu kona með skoðanir? Við viljum heyra þína skoðun og bjóðum þér að koma og ræða málin í Framsóknarhúsinu, Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ mánudaginn 3. maí kl.18-20. Jónína Ben framkvæmdarstjóri opnar kvöldið og veitir okkur innblástur. Veitingar í boði. Láttu rödd þína heyrast! Skráning í símum: 897-9958 (Eyrún Jana) og 860-5239 (Silja Dögg) Það telst ekki algengt hér á landi að fólk hafi lífsviðurværi sitt af ormaræktun. Reyndar vitum við bara um einn slíkan aðila á landinu og sá býr í Vogum á Vatnsleysuströnd. Menn rækta því ýmislegt fleira þar en krækling en eins og við greindum frá í vor hafa tilraunir með þá ræktun gefið góð fyrirheit. ÓVENJULEGT STARF Ormabóndinn í Vogum Er með 4-5 milljónir orma sem borða pappír, kaffihrat og grænmeti. Eru sann- kallaðir garðyrkjubændur. á golfvelli og badmintonvelli. Það gæti því allt eins verið grundvöllur fyrir útflutningi en sá sem ég lærði hjá þarna úti hefur lýst yfir áhuga á að kaupa af mér alla framleiðsl- una,“ segir Guðmundur. Ormarnir eru sannkall- aðir garðyrkjubændur Aðspurður segist Guðmundur vera eini „ormabóndinn“ hér á landi en hann hyggst miðla þekkingu sinni með nám- skeiðahaldi í sumar. Hann seg- ir marga garðræktendur sýna því áhuga enda er ánamaðk- urinn feikna góður vinnu- kraftur í garðinum og bætir jarðveginn. Ánamaðkar eru alætur en Guðmundur fóðrar þá á ýms- um úrgangi, t.d. pappír og kaffihrati, arfa og grænmeti. Að sögn Guðmundar éta ánamaðkarnir tvö til þrjú kör á mánuði en helmingur fæð- unnar er pappírsafgangar sem þeir vinna næringu úr. „Ég hef ekki viljað gefa þeim ávexti út af steinunum sem þeim fylgja. Ánamaðkar éta nefnilega ekki fræ nema þau séu ónýt. Þeir gróðursetja þau fyrir þig, hreinsa það og passa. Hvert einasta lifandi fræ kem- ur upp. Þeir éta í kringum ræt- ur, t.d. myglur og breyta því í áburð. Þeir styrkja ónæm- iskerfi plantna sem þýðir að minna af pöddum og standa betur af sér faraldra. Þeir eru því sannkallaðir garðyrkju- bændur í görðum,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur var að salla pappírsafganga þegar blaðamann bar að garði. Papp- írinn er blandaður við aðra fæðu sem ánamaðkurinn vinnur næringu úr og umbreytir í hágæða áburð. VFmynd/elg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.