Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR8
VÍKURFRÉTTIR EHF.
Afgreiðsla Víkurfrétta
er opin alla virka daga frá
kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga
er opið til kl. 15.
Með því að hringja í síma
421 0000 er hægt að velja
beint samband við auglýsingadeild,
fréttadeild og hönnunardeild.
FRÉTTAVAKT ALLAN
SÓLARHRINGINN ER
Í SÍMA 898 2222
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.,
kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn
og auglýsingar:
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík,
sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Ellert Grétarsson,
sími 421 0004, elg@vf.is
Auglýsingadeild:
Gunnar Einarsson,
sími 421 0001, gunnar@vf.is
Útlit, umbrot og prenvistun:
Víkurfréttir ehf.
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Þórgunnur Sigurjónsdóttir,
sími 421 0011,
thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson,
steini@vf.is
Skrifstofa Víkurfrétta:
Rut Ragnarsdóttir,
sími 421 0009, rut@vf.is
Aldís Jónsdóttir,
sími 421 0010, aldis@vf.is
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og kylfingur.is
141 776
UM
HV
ERFISMERKI
PRENTGRIPUR
Sparisjóðurinn í Keflavík er orðinn í ríkiseigu. Yfir
hundrað ára sögu sjóðsins
í almannaeigu lauk í síð-
ustu viku þegar hann var
yfirtekinn af ríkinu. Rekstur
sjóðsins hafði verið afar
erfiður frá bankahruninu.
Endurskipulagning á rekstr-
inum fór út um þúfur þar
sem samkomulag náðist ekki
við lánadrottna bankans um
80% niðurfellingu krafna.
Ýmsir tapa á falli Sparisjóðs-
ins í Keflavík, ekki eingöngu
stofnfjáreigendur. Lífeyris-
sjóðurinn Festa gæti tapað
hátt í 1,7 milljarði vegna
þessa, staðfestir Kristján
Gunnarsson, núverandi
stjórnarformaður Festu.
„Bókfærð eign Festu í Spari-
sjóðnum í Keflavík um síð-
ustu áramót er 241 milljón í
skuldabréfum en stofnfjárbréf
höfðu verið afskrifuð að fullu.
Ef ekki fæst neitt upp í þessar
eignir þá má búast við að þær
tapist á þessu ári. Festa hefur
fært niður eign sína í SpKef
umtalsvert eða um 888,6
milljónir kr. í skuldabréfum
og 712 milljónir kr. í stofnfé.
Festa hefur líka fært niður
eign sína í fleiri sparisjóðum
s.s. Spron, Sp.Mýr og Byr en
þar er einungis um skuldabréf
að ræða,“ svaraði Kristján
Gunnarsson þegar hann var
inntur eftir því hversu stórt
tap Festu væri vegna falls
Sparisjóðsins í Keflavík.
Hverjar verða afleiðingar
þessa taps? Munu lífeyr-
isréttindi verða skert enn
frekar til viðbótar við þau
5% sem ákveðin voru á
síðasta ársfundi Festu?
„Ef kæmi til frekari afskrifta
myndi það hafa óveruleg
áhrif á afkomu sjóðsins árið
2010. Ávöxtun það sem af
er þessu ári er góð og ef
hún verður svipuð út árið
erum við í góðum málum
og munum vonandi ekki
þurfa að skerða réttindi“.
RÚV hefur eftir Vilhjálmi
Birgissyni, formanni Verka-
lýðsfélags Akraness, að
stjórnendur lífeyrissjóðsins,
eigi að segja af sér. Hver
eru þín viðbrögð við því?
Kemur það til greina, ekki
síst í ljósi þess að þú varst
einnig stjórnarformaður
SpKef á sama tíma?
„Í tilvitnuðu viðtali við Vil-
hjálm Birgisson talar hann
um Lífeyrissjóðina í fleirtölu.
Þar var einkum verið að
fjalla um Gildi og LSR. Ég
vil í þessu sambandi taka það
fram að fjárfestingar okkar í
Stofnfjárbréfum SpKef voru
gerðar fyrir áratugum, enginn
af núverandi stjórnarmönn-
um var í stjórn þá. Sjóðurinn
tók þátt í stofnfjáraukningu
árin 2006 - 2007, en ef það
hefði ekki verið gert hefði
hlutur hans verið þynntur
út. Hins vegar tók hluti af
núverandi stjórn ákvörðun
um að selja þriðjung af eign-
inni og innleysti við það 400
milljón krónur í hagnað fyrir
2 árum. Skuldabréf sjóðsins
á SpKef eru aðallega keypt á
árunum 2001 – 2003. Síðan
þá hafa bara verið sett innlán
á innlánsreikninga sem við
fallið eru tryggðir samkvæmt
yfirlýsingu ríksstjórnar.
Á ársfundi sjóðsins, sem hald-
inn var 20. apríl síðastliðinn
var tilnefnt í nýja stjórn. Til-
nefning mín var samþykkt
án mótatkvæða. Formaður
Verkalýðsfélags Akraness sat
þennan fund og gerði ekki
athugasemdir. Þess ber að
geta í þessu sambandi að hér
var um algjört kerfishrun
að ræða við fall bankanna
haustið 2008 en í kjölfar þess
hafa mörg fyrirtæki farið í
þrot. Þannig eru 65% stærstu
fyrirtækja landsins árið 2007
gjaldþrota í dag. Þetta hefur
haft mjög neikvæðar afleið-
ingar fyrir lífeyrissjóðakerfið í
heild sinni og hafa sjóðir þurft
að skerða réttindi í framhald-
inu. Réttindaskerðingar Festu
lífeyrissjóðs hafa heldur verið
í vægari kantinum í þeim
samanburði,“ sagði Kristján.
Festa tapar líklega 1,7 milljarði kr.
á falli Sparisjóðsins í Keflavík
„Ávöxtun það sem af er þessu ári er góð
og ef hún verður svipuð út árið erum
við í góðum málum og munum von-
andi ekki þurfa að skerða réttindi“.
- Kristján Gunnarsson stjórnarformaður Festu.
Yfir 40 verkefni í Reykjanesbæ, stór og
smá, voru kynnt á nýsköp-
unarþingi í Reykjanesbæ sl.
þriðjudag. Á þinginu voru
kynnt stutt viðtöl við for-
svarsmenn verkefna í bæn-
um og er greinilegt að mik-
il og fjölbreytt flóra verk-
efna er í gangi í bænum.
Meðal þeirra verkefna
sem kynnt voru má nefna
nýstárlega harðfiskfram-
leiðslu, heilsusjúkrahús,
sérkennilegt gistiheimili,
víkingasmiðju, kísilvers-
afurðir, tækifæri rafræns
gangnavers, framleiðslu á
skólamat, loðnuhrognaverk-
smiðju, hugmyndafræði
Ásbrúar, netfyrirtæki, list-
dansskóla, tónlistarverkefni,
líkamsrækt, húðvörufram-
leiðslu, Latabæjar leikjagarð,
ýmis forvarnarverkefni
fyrir börn, kvikmyndaver,
þekkingarþorpið kring-
um Keili, gígagarð á
Reykjanesi, o.s.frv.
Að sögn Árna Sigfússonar
bæjarstjóra var megintil-
gangur ráðstefnunnar að
varpa fram sýnishornum af
hinni gríðarlegu fjölbreyttu
flóru nýsköpunar sem á sér
stað í bænum en ekki síður
að leiða saman forsvars-
menn þeirra og fleiri verk-
efna, sem geti skapað sam-
stæður eða klasa og þannig
virkjað samtakamáttinn-
„Við kusum að kalla þessa
Litrík flóra fyrirtækja og nýsköpunar í Reykjanesbæ
klasa þorp, eins og listaþorpið,
heilsuþorpið, orku- og tækni-
þorpið o.s.frv. Þetta eru þó
aðeins lítil dæmi um þá flóru
sem er til staðar, fjölmargir
aðilar bíða kynningar á næstu
ráðstefnu, sem við höldum í
haust.“ segir Árni. Þá er meðal
nýstárlegra framsetninga á
ráðstefnunni að hægt verður
að nálgast lýsingar forsvars-
manna hugmyndanna sem
kynntar voru á netinu, undir
Reykjanesbaer.is/nyskopun