Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 25
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 25VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 29. APRÍL 2010 Fisktækniskólinn Formlega opnaður Fisktækniskóli Suðurnesja í Grindavík var formlega opnaður í síðustu viku við há- tíðlega athöfn í Saltfisksetr- inu. Skólahald hófst reyndar í mars þegar 30 nemendur hófu nám á grundvelli sér- staks átaks Vinnumálastofn- unar á Suðurnesjum. Á máli þeirra sem tóku til máls við opnun skólans mátti heyra að löngu tímabært væri að hlúa að menntun við undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinn- ar. Fisktækniskólinn hefur vakið athygli og undirbún- ingur að stofnun svipaðrar stofnunar þegar hafinn á a.m.k. tveimur öðrum stöð- um á landinu. Ólafur Jón Arnbjörnsson hefur átt veg og vanda að undirbúningi Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík. Í máli hans kom fram að skól- inn annaðist kennslu á sviði veiðitækni (netagerðar) á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrautaskóla Suður- nesja og áformaði að hefja kennslu á sviði veiða (háset- anám), vinnslu og fiskeldi á framhaldsskólastigi á næsta ári, á grundvelli nýrrar nám- skrár sem verið er að vinna að og að fengnu samþykki menntamálayfirvalda. Fisk- tækniskólinn er samstarfs- verkefni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Miðstöðvar sí- menntunar á Suðurnesjum, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavík- urbæjar, einstaklinga auk fyr- irtækja og stéttarfélaga á sviði veiða og vinnslu á Suðurnesj- um. Þótt nú blási á móti okk-ur Suðurnesjamönnum má ljóst vera að hjörtun slá í réttum takti og umhyggjan fyrir náunganum er ósvikin. Síðastliðinn mánudag komu bræðurnir Kjartan og Garð- ar Guðmundssynir eigend- ur fyrirtækisins K & G ehf. í heimsókn í Keflavíkurkirkju með rausnarlegt framlag í Velferðarsjóð á Suðurnesjum eða kr. 1.000.000,- sem fyr- irtækið leggur fram. Enginn vafi er á því að fé þetta nýtist til góðra hluta en á því hálfa aðra ári sem sjóðurinn hefur starfað hefur verið úthlutað úr honum á tólftu milljón króna til fjölskyldna á Suður- nesjum. Gjöf þessi er ekki síður mik- ilvæg til þess að minna á þá brýnu þörf sem er hér á svæð- inu fyrir aðstoð og stuðning fólks hvert við annað. Víkurfréttamyndir: Þorsteinn Gunnarsson 30 nemendur byrjaðir nám við skólann Á myndinni má sjá þá Kjartan P. Guðmundsson og Garðar S. Guðmundsson þar sem þeir afhentu framlag fyrirtækisins. Gáfu eina milljón króna í Velferðarsjóð Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.