Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 17
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 17VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 29. APRÍL 2010
„Við deyjum öll úr stressi“
Þriðjudaginn 4. maí nk. kl. 18:00
mun Eyþór Eðvarðsson frá
Þekkingarmiðlun koma á sal Fjölbrautaskólans
við Sunnubraut og flytja fyrirlesturinn
„Við deyjum öll úr stressi“ .
Í þessum klukkustunda fyrirlestri verður farið yfir
fyrirbærið streitu á fræðilegan og léttan og
samkvæmt sumum örugglega óábyrgan hátt.
Skoðað verður hvernig stressuð þjóð sem ekki er
viðbjargandi getur brugðist við og slakað á.
Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja býður
velkomna foreldra og aðra velunnara skólans á
þennan skemmtilega fyrirlestur.
Frítt inn og allir velkomnir
kveðja,
Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja
LJÓSMYNDAMARAÞON
Stofn-aður
hefur verið
minning-
arsjóður í
nafni Guð-
mundar
Kristins
Steinssonar
sem lést
af slysförum þann 17. apríl
sl. til styrktar Handknatt-
leiksfélagi Reykjanesbæjar
og er þeim sem vilja minn-
ast hans og stuðla þannig
að frekari uppbyggingu
handboltans í Reykjanesbæ
bent á reikning hjá Íslands-
banka nr. 542-14-400005,
kt. 450908-0370. Útför
Guðmundar verður gerð frá
Keflavíkurkirkju fimmtudag-
inn 29. apríl kl. 13:00.
Minningarsjóður í
nafni Guðmundar
Kristins Steinssonar
Pétur Darri Pétursson og Unnnur María Steinþórsdóttir hlutu aðalverðlaunin í Ljósmyndamaraþoni sem Bókasafn
og Byggðasafn Reykjanesbæjar efndu til í tilefni Barnahátíðar.
Sýning hefur verið opnuð í Kjarna á innsendum myndum og
stendur hún yfir til sunnudagsins 2. maí.
Söfnin tvö efndu til ljósmyndamaraþons fyrir grunnskólabörn í
5. - 10. bekk. Þátttakendum var skipt niður í tvo hópa, 5. - 7. bekk
og 8. - 10. bekk og fengu þeir þrjú þema til að vinna með en þau
voru „Hafið“, „Bærinn minn“ og „Lestur er lífstíll“.
5. - 7. bekkur
Pétur Darri Pétursson (aðalverðlaun)
Andri Snær Sölvason
Laufey Rún Jónsdóttir
Ugne Norkeviciute
8. - 10. bekkur
Unnur María Steinþórsdóttir (aðalverðlaun)
Brynjar Freyr Gunnlaugsson
Joanna Katarzyna Kraciuk
Vala Rún Pétursdóttir
í Reykjanesbæ:
Pétur Darri og Unnur
María sigurvegarar
Ljósmyndasýning með afrakstri ljósmyndamaraþonsins
hefur verið sett upp í Kjarna.