Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 14
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR14 Helstu verkefni: - Almenn vinna á bifreiðaverkstæði. - Minniháttar viðgerðir. - Akstur á neyðarþjónustubíl. - Svörun neyðarsíma. - Akstur og ferjun bíla. Almennar hæfnis- og þekkingarkröfur: - Próf í bifvélavirkjun eða reynsla af viðgerðum. - Bílpróf er skilyrði. - Meirapróf er æskilegt. - Enskukunnátta skilyrði. Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hreint sakavottorð. 25 ára lágmarksaldur. Starfsmaður verður staðsettur í Reykjavík yfir sumartímann en yfir veturinn í Keflavík. Starf á verkstæði ALP bílaleiga leitar að starfsmanni á verkstæði á starfsstöð sína í Keflavík Umsóknir sendist á atvinna@alp.is. Umsóknarfrestur er til 9. maí 2010. Áætlað að starf heist í maí. Alp er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi. AVIS og BUDGET eru staðsett víðs vegar um heiminn með starfsstöðvar í yr 160 löndum. Er með móttöku í Apóteki Lyf og Heilsu Suðurgötu 2, Reykjanesbæ. Tímapantanir í síma 421 3200. Frá klukkan 9:00 -18:00 virka daga. Guðni Arinbjarnar Sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum Meiraprófsnámskei Suðurnesjamenn athugið! Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst í Garði mánudaginn 3. maí nk. kl. 18:00 ATH! Síðustu forvöð að öðlast aukin ökuréttindi á lægra verði! Verkalýðsfélög greiða allt að 100 þúsund kr. af kostnaði Vinnumiðlanir greiða allt að 70 þúsund kr. af kostnaði Skráning í símum 892 6570, 892 6571 og 822 2908 Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða SÖNGLISTIN BLÓMSTRAR Á SUÐURNESJUM Senn líður að vortónleik-um Karlakórs Keflavík- ur. Fyrstu tónleikar kórsins verða í Samkomuhúsinu í Sandgerði miðvikudaginn 5. maí og í Hljómahöllinni (Stapa) fimmtudaginn 6. maí og þriðjudaginn 11. maí. Allir tónleikarnir hefj- ast kl 20:30. Kórinn mun flytja ný verk í bland við eldri klassísk karlakórslög. „Það má segja að söngskrá kórsins sé um margt metn- aðarfull. Auk þess að vera með dagskrá af klassískari toga hefur kórinn fengið íslensk tónskáld til að semja fyrir sig 4 ný verk sem verða frumflutt á tónleikunum“ segir Guðlaugur Viktorsson stjórnandi kórsins. Þarna eru verk eftir Hildigunni Rúnars- dóttur og Báru Grímsdóttur við ljóð Tómasar Guðmunds- sonar og Páls Ólafssonar. Einnig er kórinn að flytja nokkur lög úr verki eftir eistneska tónskáldið Veljo Tormis við nýja íslenska texta Viktors A. Guðlaugssonar. Eftir vel heppnaða tónleika með poppgoðum Suðurnesja þar sem ákveðinn tónlistar- kafli Suðurnesja var tekinn fyrir var ákveðið að fá íslensk tónskáld til liðs við kórinn til að skrifa nýja tónlist fyr- ir kórinn og því dagskráin að stórum hluta helguð því. Kórinn hlaut styrk frá Menn- ingarráði Suðurnesja SSS árið 2008 til að fá skrifuð fyrir sig ný verk. Á síðasta ári var svo kallað eftir nýjum verkum fyrir kórinn og brugðust tón- skáld vel við kallinu og hluta af þeim afrakstri má heyra næstkomandi miðvikudag. „Við lofum góðri skemmtun í Sandgerði í næstu viku, flest- ir tónlistarunnendur ættu að finna í dagskránni eitthvað við sitt hæfi. Kórinn er vel stemmdur við undirleik val- inkunnra hljóðfæraleikara. Þar eru m.a. Vadim Fedorov á harmónikku, Leifur Gunn- arsson á bassa og Benedikt Jónsson á klarinettu“ sagði Guðlaugur kórstjóri að lok- um. Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur Það verður nóg um að vera hjá Kvennakór Suðurnesja á næstunni, en kórinn mun syngja á fimm tónleikum í maí. Kórinn heldur vortónleika í Listasmiðjunni á Ásbrú mánudaginn 3. maí og í Bíósal Duushúsa miðvikudaginn 5. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 20 bæði kvöldin. Kórinn mun flytja nokkur létt og skemmtileg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Þór- arins Eldjárns en auk þess verða flutt lög úr óperum, dægurlög og kirkjuleg verk. Helgina 7. – 9. maí fer kórinn til Akureyrar þar sem hann mun halda tónleika ásamt Kvennakór Akureyrar í Laugaborg í Eyjafirði laugardag- inn 8. maí kl. 17. Laugardaginn 15. maí syngur kvennakórinn síðan á tónleikum í Bíósalnum ásamt Átthagakór Strandamanna og miðvikudaginn 19. maí tekur kórinn þátt í minningartónleikum sem haldnir verða um Siguróla Geirsson. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Miðaverði á vortónleikana er stillt í hóf en það er aðeins kr. 1000 og verður miðasala við innganginn. Kvennakór Suður- nesja með fimm tónleika í maí Sérstakur gestur á sunnudaginn í Keflavíkurkirkju er sr. Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra. Hún mun túlka það sem fram fer í guðsþjónustunni á táknmáli en heyrn- arlausum og heyrnarskertum börnum (og fullorðnum auðvit- að) er sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar af þessu tilefni. Sr. Erla Guðmundsdóttir stýrir helgihaldinu. Guðsþjónusta á táknmáli í Keflavíkurkirkju AuGlýSinGASíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.