Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 10
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR10
Við lifum á und-
arlegum tímum og
sannarlega merki-
legum. Nú gefst okkur
öllum tækifæri á að
endurskoða líf okkar
og hvað það er sem
skiptir mestu máli.
Mig langar að deila
með ykkur í dag fallegri lífsins speki Cherokee indjána.
Kvöld eitt sagði gamall Cherokee indjáni barnabarni sínu,
ungum dreng, frá baráttu sem á sér stað innra með fólki.
Hann sagði; „Sonur minn, baráttan er á milli tveggja „úlfa“
innra með okkur öllum. Annar er illur, það er reiði, öfund,
afbrýðissemi, böl, eftirsjá, græðgi, hroki, sjálfsmeðaumkun,
sektarkennd, gremja, minnimáttarkennd, lygar, falskt stolt
og að vera fullur yfirlætis og eigin þörfum. Hinn er góður.
Það er gleði, friður, ást, von, rósemi, auðmýkt, góðvild, góð-
mennska, hluttekning, örlæti, sannleikur, samúð og trú.“
Drengurinn hugsaði sig um nokkra stund og
spurði síðan afa sinn; „Hvor úlfurinn vinnur?“
Gamli indjáninn svaraði; „Sá sem þú nærir!“
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA
Húsavík-Mývatn-Aðaldalur
Verð á mann í tveggja manna herbergi 46.900.- og eins manns 56.900.-
Gisting á Fosshóteli Húsavík 3 nætur.
Innifalið: 3 gistinætur, morgunmatur, kvöldverðir, söfn, súpur og kaffi og
kvöldverður á heimleið.Grín og gaman.
Skráning og upplýsingar á SBK í síma 420 6000
ekki seinna en 21. maí.
Greitt við skráningu, má greiða með visa/euro
Nánari upplýsingar hjá Oddnýju 6959474, Lella 4212177, Jórunn
4237601, Ragnheiður 4212236, Kristín 4268218
Geymið auglýsinguna.
Sumarferð FEB 2010
verður farin 8. - 11. júní 2010 kl. 08:30 frá SBK
Komið er að tímamótum í sögu Heilbrigð-isstofnunnar Suðurnesja. Starfsfólk
skurðstofu hefur verið sagt upp störfum og
taka uppsagnir gildi 1. maí. Starfsemi skurð-
stofunnar hefur frá upphafi sögu sjúkrahúss-
ins verið ríkur þáttur í þjónustu við íbúa
svæðisins sem og annarra landsmanna. Á
liðnum mánuðum hefur hópur fólks barist
ötullega fyrir áframhaldandi tilvist skurð-
stofunnar en þrátt fyrir allt verður skurðstof-
unni lokað. Þessum einstaklingum sem og
öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fjöl-
skyldum sem notið hafa þjónustu skurðstof-
unnar, viljum við sem nú látum af störfum
þakka fyrir samfylgnina í gegnum árin. Það
hefur verið okkur sönn ánægja að hafa notið
samfylgdar ykkar og fengið að vinna í ykkar
þágu í gegnum árin.
Lifið heil
Starfsfólk skurðstofu HSS
Ásdís Johnsen, skurðhjúkrunarfræðingur
Brynja Hjaltadóttir, sjúkraliði
Guðrún Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur
Margrét Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Rut Þorsteinsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingur
Sigríður Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur
Svajunas Statkevicus, svæfingalæknir
Þórunn A. Einarsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur
Þeir sem aka um byggð-ina að Ásbrú hafa tekið
eftir því að víða eru skurðir
og jafnvel miklir efnisflutn-
ingar. Nú er unnið að krafti
við rafkerfisbreytingar en
þeim á að vera lokið sam-
kvæmt lögum í október á
þessu ári. Verið er að leggja
nýja rafstrengi í bygging-
ar í efri hluta hverfisins að
Ásbrú og rafvirkjar munu
von bráðar þurfa að setja
upp evrópskar rafmagns-
töflur og skipta út öllum
innstungum og ljósum í
hverri einustu byggingu á
svæðinu, þar sem ekki er
komið rafmagn samkvæmt
íslenskum stöðlum.
Aðrar jarðvinnuframkvæmd-
ir eru einnig á svæðinu en
þær miða að því að ganga frá
gömlum sorphaugum Varn-
arliðsins. Þar þarf að flytja til
mikinn jarðveg. Þegar ekið
er eftir Grænásbrautinni má
sjá mikla efnistöku neðan við
gömlu vöruskemmur NEX,
þar sem nú er verið að setja
upp gagnaver Verne Global.
Þaðan er verið að taka mold
en síðan verður gengið frá
svæðinu og sáð í það að nýju.
Starfsfólk skurðstofu kveður
Miklar jarðvinnufram-
kvæmdir að Ásbrú