Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 22
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR22
MANNLÍFIÐ BLÓMSTRAÐI AÐ ÁSBRÚ Á SUMARDAGINN FYRSTA
Á sumardaginn fyrsta var opinn dagur á Ásbrú.
Fyrirtæki á svæðinu tóku
höndum saman og kynntu
starfssemi sína. Gríðarlegur
fjöldi heimsótti svæðið og
sannarlega var mikið um að
vera.
Strax um hádegi byrjaði fólk
að streyma að og eftir því sem
leið á daginn jókst umferð-
in. Um tíma má segja að hafi
verið örtröð á Ásbrú – slík
var umferðin. Með samstilltu
átaki allra aðila tókst þó að
greiða vel úr og var ekki annað
að sjá en fólk væri ánægt með
það sem í boði var. Bylgjan
var með beina útsendingu úr
Keili. Fjölmargir af höfuðborg-
arsvæðinu renndu suðureftir
og þá létu Suðurnesjabúar sig
ekki vanta.
Mikill áhugi virtist á námi
Keilis og hinum rómuðu íbúð-
um á Ásbrú. Fjölskyldurat-
leikurinn teygði anga sína
um Ásbrúarsvæðið með góðri
þátttöku og góða vinninga í
boði. Söguferðir með SBK um
Ásbrú hrifu marga sem aldrei
höfðu komið inn á þetta svæði
áður. Baseball félög af höf-
uðborgarsvæðinu tóku fyrstu
æfingu ársins utandyra, forn-
bílar spókuðu sig við Top of
the Rock, Landhelgisgæslan
„bjargaði“ flugfreyjum Keil-
is með þyrlu. Nýju vélmenni
Keilis voru kynnt, efnafræð-
ingur bjó til „kreppusælgæti“
og fjölmörg fyrirtæki hér á
Ásbrú kynntu sig.
Stærsti slökkvibíll í heimi
ásamt lögreglu-, sjúkra-,
eiturefna- og körfubíl vöktu
verðskuldaða athygli utan við
Atlantic Studios en inni sló
Karnival með alls kyns leik-
tækjum og annarri skemmt-
un algjörlega í gegn. Þar var
örtröð um tíma en börn jafnt
sem fullorðnir skemmtu sér
einstaklega vel og allt fór vel
fram.
Opinn dagur á Ásbrú er kom-
inn til að vera. Talið er að hátt
í 20.000 manns hafi sótt kynn-
ingar og skemmtanir þennan
dag. Aðstandendur vilja þakka
öllum sem lögðu hönd á plóg
fyrir frábært samstarf. Áhersla
er lögð á að allir finni eitthvað
við sitt hæfi. Gestir og sýnend-
ur virðast hafa náð því marki.
Undirbúningur að Opnum
degi á næsta ári er þegar haf-
inn.
Nærri 20.000 gestir
á opnum Ásbrúardegi