Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 18
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR18 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursafnaðar að lokinni guðsþjónustu 2. maí kl. 11:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar á  kirkjan.is/njardvik Ytri-Njarðvíkurkirkja Dalshrauni 16 • Hafnarfirði www.dekkjasalan.is 587 3757 UMBOÐSSALA FYRIR NOTUÐ DEKK Ýmislegt hefur verið ritað um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undanfarna daga. Sumt rétt en annað ekki. Við viljum koma eftirfarandi á framfæri. Öryggi er tryggt Öryggi Suðurnesjabúa verður ekki ógnað með lokun skurð- stofu. Allt tal um slíkt er í besta falli byggt á van- þekkingu. Skurð- stofan hefur ekki sinnt neinu hlut- verki undanfar- in ár varðandi m e ð h ö n d l u n sjúklinga sem þarfnast bráðrar skurðaðgerðar vegna slysa eða alvarlegra veik- inda. Slík tilfelli hafa verið send á Landspítala og svo verð- ur áfram. Skurðstofan hefur hins vegar verið öryggisvent- ill fyrir fæðingardeild. Vegna vaktþjónustu á skurðstofunni hefur verið unnt að bjóða upp á alla almenna fæðingaþjón- ustu á HSS. Með breyttu fyr- irkomulagi verður áhættufæð- ingum framvegis vísað á Land- spítala en aðrar fæðingar geta eftir sem áður orðið hér. Farið verður eftir skilmerkjum land- læknis varðandi val fæðinga- staðar og fyllsta öryggis gætt í hvívetna. Áhrif kreppu Hitt er svo aftur annað mál að lokun skurðstofu mun þýða þjónustuskerðingu fyrir Suðurnesjabúa. Það er engin ástæða til að draga fjöður yfir það. Þeir fjölmörgu aðilar sem hafa notið framúrskarandi þjónustu starfsfólks skurðstofu verða að leita annað. Ennfrem- ur er ljóst að mannauður glat- ast og þekking og hæfni sem hefur byggst upp yfir áraraðir fer forgörðum. Þetta ber að harma. Leitast hefur verið við af fremsta megni að afstýra því að svona færi en það hefur því miður ekki tekist. Langri bar- áttu er lokið með niðurstöðu sem er öðruvísi en við hefð- um kosið. Staðreyndir verða samt ekki umflúnar, rekstur getur ekki haldið áfram með óbreyttum fjárframlögum. Það tjóar ekki að velta sér uppúr því heldur verður nú að horfa fram á veginn. Forgangsröðun þjónustu Þegar ákveðið er hvaða þjón- ustu á að veita á stofnuninni, er til margs að líta. Nauðsyn- legt er að hlíta fjárlögum og fara ekki fram úr þeim fjár- Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu – öryggi í fyrirrúmi framlögum sem stofnuninni er úthlutað. Ennfremur verður að taka á þeim rekstrarvanda sem hefur safnast upp undan- farin ár. Hallann verður að greiða niður, slæm staða rík- issjóðs leyfir ekki nein frávik. HSS er ekki eina stofnunin sem er í þessari stöðu, líkt er farið um margar ríkisstofn- anir um þessar mundir. For- gangsröðun heilbrigðisþjón- ustu samkvæmt lögum er skýr. Við niðurskurð á þjónustu höfum við fylgt þeim leið- arvísi. Efla ber heilsugæsl- una samhliða því sem vernda verður grunnþjónustu. Það virðist stundum gleymast í umræðunni að starfsemi HSS snýst ekki bara um rekstur skurðstofa. Stofnunin rekur heilsugæsluþjónustu sem er sú umfangsmesta á landinu utan höfuðborgarsvæðisins, bráða- og slysaþjónustu, gríðarlega umfangsmikla heimahjúkrun, almenna legudeild, öldrunar- og endurhæfingardeild, sál- félagslega þjónustu og svona má lengi telja. Leitast verður við að verja þjónustu við aldr- aða og langveika sem og aðra sem minna mega sín. Ekki hefur alltaf farið hátt um alla þá þjónustu en fullyrða má að hún má síst vera minni. Gætum stillingar í orðavali (eða höldum okkur við málefnin) Hér hefur því miður staðið styrr um heilsugæslu í áraraðir og því miður hefur upp á síð- kastið borið á rætnum athuga- semdum í garð heilsugæslu- lækna. Heilsugæslulæknar eru allt of fáir og tímafram- boð hefur ekki verið nægilegt. Þetta stafar ekki af tregðu til að ráða fleiri lækna, slíkt væri fáheyrt. Ástæðan er almenn- ur læknaskortur, sérstaklega meðal hei lsugæslulækna og á landsbyggðinni. Rétt er að taka fram að greiðslur til heilsugæslulækna fara alger- lega eftir kjarasamningum lækna og eru ekki á nokkurn hátt öðruvísi við þessa stofnun en gerist annars staðar. Mikil vaktabyrði lækna leiðir hins vegar óhjákvæmilega til hærri heildarlauna við þessar að- stæður sem eru tímabundið ástand. Það er vandséð hvaða tilgangur felst í skítkasti á þá lækna sem hér vilja starfa. Þeir læknar sem hér starfa sem og annað starfsfólk sem starfar við stofnunina og hefur mátt þola launalækkanir og aukna streitu og álag í vinnuumhverfi á slíkt ekki skilið. Starfsfólk við stofnunina er of fáliðað. Úr því er brýnt að bæta. Sem bet- ur fer eru teikn á lofti um það að fleiri læknar og hjúkrunar- fræðingar komi til starfa þegar líður á sumarið. Framtíðarmöguleikar Að lokum varðandi rekstur einkaaðila á skurðstofum HSS. Það hefur ávallt legið fyrir, frá upphafi umræðna um slíkt fyrir á að giska tveimur árum, að framkvæmdastjórn HSS er því hlynnt að skurðstofur stofnunarinnar séu nýttar fyr- ir slíka starfsemi. En formlegt leyfi hefur ekki fengist. Þetta á sérstaklega við nú þegar rekst- urinn er jafn erfiður og raun ber vitni. Ef einkaaðilar eru þess megnugir að reka slíka starfsemi og vilja nýta til þess húsnæði og tækjakost stofn- unarinnar að ekki sé talað um starfsfólk og aðra aðstöðu, ber að taka því fagnandi. Að lokum Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er stofnun allra íbúa svæðisins. Stjórnun hennar er ekki einka- mál framkvæmdastjórnar og heilbrigðisyfirvalda. Nauðsyn- legt er að haga rekstrinum eftir megni í samræmi við þarfir og vilja íbúanna. Gagnrýni er vel þegin og nauðsynlegt aðhald. Það er hins vegar mikilvægt að sú gagnrýni sé uppbyggileg og lausnamiðuð. Nafnlaust skítkast gerir engum gott og leiðir ekkert af sér annað en leiðindi. Við skulum stefna að uppbyggilegri umræðu um framtíð stofnunarinnar og reyna að ná sátt um rekstur hennar. Sigurður Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbrigðisstofun Suðurnesja Kosningaauglýsingar? - auglýsingadeild Víkurfrétta er í síma 421 0001 / gunnar@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.