Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 29.04.2010, Blaðsíða 21
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 21VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 29. APRÍL 2010 Auglýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020 ásamt umhverfisskýrslu: Vatnsskarðsnáma Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2000-2020 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin lýtur að stækkun Vatnsskarðsnámu. Samkvæmt staðfestu aðalskipulagi er efnistaka á svæðinu á 21,4 ha svæði. Sú breyting er gerð á aðalskipulaginu að efnistökusvæðið er stækkað í samtals 81,2 ha og er gert ráð fyrir að þaðan sé tekið allt að 25 milljónir m3 á næstu 25 árum. Svæðið sem fer undir stækkun efnistöku er óbyggt svæði. Ástæður skipulagsbreytingarinnar eru viðvarandi eftirspurn eftir jarðefnum sem best er mætt með stækkun núverandi náma frekar en opnun nýrra náma með tilheyrandi raski. Þetta samræmist stefnu sveitarfélagsins um að í stað margra lítilla náma verði jarðvegsnámur í sveitarfélaginu stærri og færri. Til langs tíma má ætla að eftirspurn eftir jarðefni til mannvirkjagerðar verði mikil á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Eftir stækkun verður Vatnsskarðsnáma vel til þess fallin að anna hluta þessarar eftirspurnar. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 í Grindavík, virka daga frá kl. 9:30 - 15:00, frá 23. apríl til og með 3. júní 2010. Einnig er unnt að skoða tillöguna ásamt umhverfisskýrslu á vefsvæði Grindavíkur, www.grindavik.is . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 7. júní 2010. Skila skal athugasemdum til forstöðumanns Tæknideildar Grindavíkurbæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Þróunarfélag Keflavík-urflugvallar ehf (Kadeco) og Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands (NMÍ) hafa undirritað samkomulag um samstarf um uppbyggingu á frum- kvöðlasvæði á Ásbrú þar sem áhersla verður lögð á græna orku, heilbrigðisvísindi og samgöngur. Samkvæmt samkomulagi þessu mun NMÍ þjálfa verk- efnisstjóra frumkvöðlaseturs Eldeyjar og veita honum fag- legan stuðning í þeim störfum er lúta að málefnum frum- kvöðla, auk aðstoðar og um- sagna við mat á umsóknum um rými á frumkvöðlasetrum á Ásbrú. Frumkvöðlasetur á Ásbrú sem rekin eru af Kadeco munu falla undir fræðsluáætlun NMÍ og því verða haldnir fræðslufund- ir og fyrirlestrar á þeim frum- kvöðlasetrum. Frumkvöðlar á Ásbrú munu jafnframt hafa aðgang að fræðsludagskrá sem fram fer á öðrum setrum NMÍ. ÁSBRÚ Samstarf um uppbyggingu á frumkvöðlasvæði á Ásbrú Frá undirritun samkomulagsins á milli Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Auglýsingasíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.