Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Side 8

Bæjarins besta - 31.01.2008, Side 8
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 20088 STAKKUR SKRIFAR Lýðræði á villigötum Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Barnabók um ævintýri á Sléttu Út er komin barnabókin Sumarfrí á Sléttu – amma segir frá. Slétta er eyðibýli í Sléttuhreppi við mynni Jökulfjarða og er í friðlandi Hornstranda. Höfundur, Birna Zophaníasdóttir og fjölskylda hennar dvelja þar oftast nokkrar vikur í senn yfir sumartímann. Í umfjöllun um bókina aftan á kápu segir höfundur: „Mér finnst yndislegt að hafa litlu barnabörnin mín með, skoða náttúruna með þeim, upplifa og skapa ævintýri úr daglegu amstri. Eitt sumarið varð þessi saga til.“ Bókin er til sölu hjá dóttur Birnu, Árnýju Herbertsdóttur ljósmyndara í Myndási. Aðeins nítján störf vestur Aðeins var ráðið í tæplega 19 opinber störf af 28 sem til stóð að flytja eða stofna á Vestfjörðum á síðasta ári. Samkvæmt tillögum Vestfjarðarnefndarinnar og samkomulagi við ríkisstjórnina er gert ráð fyrir að fyrir árslok 2009 hafi 85 störf verið flutt vestur. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og nefndarmaður í Vestfjarðarnefndinni, segir að nefndin hafi komið saman í síðustu viku til að fara yfir hverjar efndirnar voru á síðasta ári. Hann segir að samkvæmt fjárheimildum í fjárlögunum verði fjöldi opinberu starfanna kominn í 46 í árlok sem þýði að á 2009 verði flutt eða stofnuð þar 39 störf. Kosningaþátttaka meðal kvenna meiri í NV-kjördæmi en hjá körlum Kosningaþátttaka í Norð- vesturkjördæmi í alþingis- kosningunum síðastliðið vor var 86% en alls voru 21.126 kjósendur á kjörskrá. Er það töluvert minni þátttaka en í kosningunum 2003 þegar 89,3% af 21.247 skráðum kjósendum tók þátt. Þetta kemur fram í Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands hefur gefið út um kosningarnar. Kosningaþátttaka var meiri meðal kvenna en 86,8% eða 10.240 konur með kosninga- rétt greiddu atkvæði sitt í vor á móti 85,5% karla. Þetta vek- ur athygli þegar litið er til þess að árangur kvenna Norðvest- urkjördæmi var arfaslakur en engin kona var kjörin á þing í kjördæminu. Kjördæmið var það eina á landinu þar sem konur hlutu ekki náð fyrir aug- um kjósenda og flokksmask- ínanna. Munur milli kynjanna var einnig sýnilegur árið 2003 þegar kosningaþátttaka kvenna var 90% á móti 88,7% karla. Ef litið er til sveitarfélaga á Vestfjörðum má sjá að í flest- um tilfellum er kosningaþátt- taka kvenna meiri. Í Bolungar- vík greiddu 90,5 kosninga- bærra karla atkvæði og 85,9% kvenna í kosningunum í vor, í Ísafjarðarbæ greiddu 87,5% kvenna og 84,6% karla at- kvæði, 84,3% karla í Reyk- hólahreppi tóku þátt í kosn- ingunum og 85,5%, í Tálkna- fjarðarhreppi voru það 82,4% kvenna og 79,4% karla, í Vest- urbyggð 80,2% karla og 83,4% kvenna, 88,2% kvenna og 80,5% karla í Súðavíkurhreppi, 76% karla og 87,5% kvenna í Árneshreppi, 81% kvenna og 90,2% karla í Kaldrananes- hreppi, 96,4% kvenna í Bæjar- hreppi og 66,7% karla, og 87,6% karla og 90,2% kvenna í Strandabyggð. – thelma@bb.is Vilja breyta aðalskipulagi Suðureyrar Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar hefur lagt til að breyt- ingartillaga á aðalskipulagi Suðureyrar 1983 - 2003 verði samþykkt óbreytt enda komi ekki fleiri athugasemdir við breytingartillöguna. Ein at- hugasemd barst við auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinganna þar sem við- komandi fannst rökin með til- lögunni ekki nógu sannfær- andi til að réttlæta breyting- una. Rökstuddi hann mál sitt með því að benda á að óupp- fyllta svæðið fyrir innan Tún- götu hafi verið skipulagt sem íbúðarbyggð og ef breytingar verða á íbúaþróun til fjölgunar væri umrætt svæði mikilvægt til byggingar með uppfyllingu lónsins. Einnig gerir hann athuga- semd að vegur sem skilur íþróttasvæðið frá íbúabyggð- inni samkvæmt núverandi skipulagi yrði lagður af myndi það hefta aðkomu að blokk- inni sem rýmir um 20 íbúðir. Auk þess fannst viðkomandi að breytingin hafi ekki verið auglýst á fullnægjandi hátt. Umrædd tillaga tekur til breyt- inga á svæði austan við Tún- götu og Sætúns. Umhverfis- nefnd bendir á að svæðið inn- an Túngötu er að stórum hluta á hættusvæði vegna ofanflóða og ekki heppilegt byggingar- svæði fyrir íbúðabyggð, þó er gert ráð fyrir íbúðarsvæði á reit D sem er utan hættusvæð- is. Af þessum ástæðum hefur umhverfisnefnd verið að skoða miðbæinn/hafnarsvæðið með það að markmiði að koma fyr- ir íbúðarsvæði á kostnað iðn- aðarsvæðis/hafnarsvæðis. Nú- verandi sparkvöllur er stað- settur á svæði sem flokkast undir opið svæði til sérstakra nota, á íþróttasvæði Suður- eyrar. Þess má geta að umhverfis- nefnd tók fyrir á fundi sínum í ágúst staðsetningu sparkvall- ar á Suðureyri og var þá bókað að hann yrði staðsettur á nú- verandi malarvelli samkvæmt tillögu frá Teiknistofunni Eik á Ísafirði. – thelma@bb.is Suðureyri. Stjórnmálamenn eiga stærstan þátt í því að skapa sér virðingu í augum kjósenda sinna. Missi þeir virðingu ættu þeir að líta í eigin barm. Fyrir viku var fjallað um nýju fötin keisarans sem kostuðu tæpa milljón króna með af- slætti. Þau dugðu ekki eins og reyndar var velt upp að kynni að verða raunin. Óskiljanlegt er af hverju Björn Ingi Hrafnsson hætti, nema ef vera skyldi fyrir það að eitthvað betri hafi beðið, þótt enn sé það ekki komið í ljós. Björn Ingi Hrafnsson er frjáls að því að láta af pólitískum störfum sín- um. En sá sem leitað hefur stuðnings almennings og verið kosinn skuldar kjósendum öllum betri skýringu en þá að meintar árásir, sem fólgnar voru í því að upplýsa fatakaup frambjóðenda, hafi knúið hann til brotthvarfs. Það var satt að fötin voru keypt og það var líka satt að Björn neitaði að kannast við þau kaup framan af. Óskiljanlegt er af hverju menn forðast sannleikann. Hitt er líka satt að Tjarnarkvartettinn, sem byggir meðal ann- ars á stuðningi Vestfirðingsins Margrétar Sverrisdóttur, átti stuðnings- menninna sem sýndu af sér skrílslæti í Ráðhúsi Reykjavíkur við meirihluta- skiptin. Þar var lýðræðið á villigötum og lítill sómi að þeirri hegðun. Enn furðulegra er umtalið og árasirnar sem beinast að Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra vegna heilusfars hans. Rétt væri að fá heilsufarsvottorð allra borgarfulltrúa svo bera mætti saman, vilji menn á annað borð fara þessa ósmekklegu leið. Vel kann að vera að Ólafur sé ekki besti borgarstjórinn sem margir geta hugsað sér, en hitt er víst að núverandi meirihluti, hversu mikið sem hann kann að fara í taugarnar á mörgum, er með meirihluta greiddra atkvæða kjósenda í kosningunum 2006 að baki sér. Hvað hafa hinir óánægðu hugsað sér? Það er ekki ljóst. Dagur er horfinn og kannski vilja þeir ekki bara að nótt taki við heldur svartnættið sjálft. Öll sú undarlega uppákoma sem ítrekað verður í Reykjavík vekur upp spurningar um það hvort borgarfulltrúar séu almennt vandanum vaxnir, að annast málefni kjósenda sinna. Við höfum ekki betri aðferð, en lýðræðið kallar á það að þeir sem leika á þeim vettvangi virði reglurnar. Auðvitað er súrt að þurfa að láta af völdum, raunverulegum eða ímynduðum, en nú blasir við að allir verstu gallarnir hafa birst á skömmum tíma og of margir tapað yfirsýn og sjálfsstjórn. Á meðan þjóðin veltir sér upp úr borgarmálefn- um af fullkomnu gagnsleysi gleymist hið mikilvæga hlutverk sem sveitar- stjórnarmönnum er ætlað að leysa af hendi. Athyglin beinist frá því sem gerist um allt land að skrílslátum og stóryrðum í Reykjavík meðan við landsbyggðarmenn þurfum á því að halda að okkar eigin sveitarstjórnarmenn gleymi ekki skyldum sínum við landsbyggð í vörn. En flugvöllurinn fær frið í bili, landi og lýð til gagns. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.