Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Page 18

Bæjarins besta - 31.01.2008, Page 18
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 200818 Kórarnir sameinuðust í söng á sólarfagnaðinum. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson. Nýtt lag frumflutt á sólarfagnaði Sameiginlegur sólarfagnað- ur Sunnukórsins og Karla- kórsins Ernis fór fram í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði á laug- ardagskvöld. Ballið var að vanda vel sótt og töldu gest- irnir hátt í 200. Fagnaðurinn fór fram með glæsibrag en sem endranær var vegleg dag- skrá í boði þar sem tónlist var í hávegum höfð. Matreiðslu- meistarar frá veitingastaðnum Við Pollinn töfruðu fram snitt- ur og hinar ómissandi Sunnu- kórspönnukökur. Dagskráin hófst á stórsveit- artónum Lúðrasveitar Tónlist- arskóla en því næst stigu á stokk kórarnir tveir og var há- punktur kvöldsins er nýtt lag Baldurs Geirmundssonar var frumflutt við texta Ólínu Þor- varðardóttur. „Þetta heppn- aðist mjög vel, nýbreytnin var sú að við héldum þetta í sam- starfi við Karlakórinn og á nýjum stað. Ég held að allir hafi verið mjög ánægðir og fullur vilji sé fyrir því að halda samstarfinu áfram“, segir Guðfinna Hreiðarsdóttir, tals- maður skemmtinefndar. Að loknu borðhaldi var borðum rutt frá og stiginn dans fram á rauða nótt við undirleik hljómsveitarinnar Húsið á sléttunni. Fyrsti sólarfagnað- urinn var haldinn árið 1935 og hefur nánast verið árlega síðan og er hefðin er orðin mjög löng fyrir þessum við- burði. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.