Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 19
Vinna að úttekt fyrir umboðsmann barna
Starfsmaður barnaverndarnefndarinnar á norðanverðum Vestfjörðum vinnur nú að því
að taka saman upplýsingar um hversu mörg börn sem hafa verið í tímabundnu fóstri á
vegum nefndarinnar á árunum 2005 til 2007 hefur verið synjað um skólagöngu í
viðtökusveitarfélagi. Er það gert að beiðni umboðsmanns barna Ennfremur var óskað
eftir upplýsingum um hvernig staðið er að vistun barna þar sem brýn þörf er á að
fjarlægja barn af heimili vegna gruns um kynferðis- eða annars konar ofbeldi á heimili.
Barnaverndarnefnd tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og fól starfsmanni að svara því.
Úlfar ehf., bauð lægst í fráveituútrás
Úlfar ehf., bauð lægst í í fráveituútrás við Fjarðarstræti á Ísafirði. Fimm tilboð
bárust í verkið og bauð Úlfar 25.503.900 krónur. Önnur tilboð bárust frá Gröfu-
þjónustu Bjarna ehf. sem hljóðaði upp á 34.138.585 krónur og frávikstilboð sama
fyrirtækis nam 30.768.585 krónum. KNH ehf. bauð 40.568.882 krónur og
kom með frávikstilboð upp á 38.241.221 krónur. Kostnaðaráætlun hönnuða hljóð-
aði upp á 44.134.140 krónur. Á bæjarráðsfundi lagði bæjartæknifræðingur Ísa-
fjarðarbæjar til að samið verði við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Umhverfisnefnd Ísafjarðar-
bæjar hefur svarað þremur
spurningum frá Tryggva Guð-
mundsson bjargmanni og telur
enga þörf á að fara með honum
í bjargið. Spurningarnar tengj-
ast bókun nefndarinnar frá 9.
janúar. Í fyrsta lagi spurði
Tryggvi hvort nefndin sé sam-
mála því áliti umhverfisráðs
að í ljósi þess að refurinn sé
eina upprunalega landspen-
dýrið á Íslandi eigi hann að fá
að vera óáreittur og þar með
að stjórna lífríkinu í kringum
sig sem ráðandi lífvera næst á
eftir mannskepnunni. Í svari
umhverfisnefndar er ekki tek-
in efnisleg afstaða til spurn-
ingarinnar heldur bent á að
skv. lögum nr. 64 frá árinu
1994 og reglugerð nr. 437 frá
árinu 1995 m.s.b. er óheimilt
að veiða refi í friðlandinu. Í öðru
lagi spurði Tryggvi hvort
nefndinni þyki ekki ástæða til
að viðkvæm og þéttsetin varp-
svæði margra fuglategunda
eins og t.d. í björgunum þrem-
ur, Æðey, Vigur og Mýrum í
Dýrafirði, svo nokkur dæmis
séu tekin, þurfi að vera sem
mest friðuð af ágangi rándýra
og hversvegna fuglabjörgin
séu þarna undanskilin?
Umhverfisnefnd vísar í svari
sínu til 10. gr. laga nr. 64 frá
árinu 1994 þar sem umhverfis-
ráðherra getur aflétt tíma-
bundið eða rift friðun að fullu
gagnvart tiltekinni tegund að
fenginni umsögn Umhverfis-
stofnunar og Náttúrufræði-
stofnunar Íslands. Umsagnir
þeirra eru ekki á þann veg að
rifta eigi friðun gagnvart ref á
Hornströndum. Af þeim sök-
um leggur umhverfisnefnd
ekki til að fuglabjörgin á Horn-
ströndum verði friðuð af ágangi
refs.
Í þriðja lagi spurði Tryggvi
hvers vegna nefndin vilji ekki
kanna hvort fullyrðingar hans
sé réttar en Tryggvi hefur boð-
ið nefndinni með sér í bjarg-
ferð í vor til að líta á aðstæður.
Hann spyr einnig hvort nefnd-
inni þyki það ekki alvarleg
þróun ef refurinn í Hornbjargi
er valdur að hvarfi tugþúsunda
varpfugla á umráðasvæði refs-
ins. Umhverfisnefnd telur sig
ekki geta tekið afstöðu til þess-
ara fullyrðinga bréfritara með
einni ferð í Hornbjarg. Þess
vegna hafi nefndin leitað álits
aðila sem hafa sérþekkingu.
Umhverfisnefnd ætlar ekki í bjargið
Hornbjarg. Ljósm: Mats.
Olíuhreinsistöð: Erlendir
sérfræðingar skoða aðstæður
Stefnt er að því að erlendir
verkfræðingar líti á aðstæður
í Dýrafirði og Arnarfirði með
byggingu olíuhreinsistöðvar í
huga. Ólafur Egilsson, annar
af forsvarsmönnum Íslensks
hátækniiðnaðar, segir að verk-
fræðingarnir séu með reynslu
af byggingu olíuhreinsistöðva
og von sé á þeim fljótlega.
Aðspurður hvort Íslenskur há-
tækniiðnaður hafi átt í ein-
hverjum viðræðum við ríkis-
valdið um mögulegar losunar-
heimildir fyrir olíuhreinsun-
arstöð segir Ólafur að fyrir-
tækið hafi gert stjórnvöldum
grein fyrir mögulegri losun
frá stöðinni. Sú losun er á bil-
inu 400 – 560 þús. lestir á ári.
Hann tekur fram að stöðin
muni ekki fara í gang fyrr en
Kyoto-samkomulagið er runn-
ið út, en það er árið 2012, og
þurfi því ekki losunarheim-
ildir fyrr. Ólafur segir að sam-
starfsaðilar Íslensks hátækni-
iðnaðar séu í framhaldsvið-
ræðum við fjárfesta og þær
viðræður gangi ágætlega.
Skýrslur um mögulega stað-
setningu voru gefnar út undir
lok sl. árs og segir Ólafur þær
vera mikilvægt innlegg í við-
ræðurnar. Aðspurður hvaða
frekari upplýsingar fyrirtækið
þurfi til að gefa Vestfirðingum
endanlegt svar hvort mögulegt
sé að af þessu verði segir Ól-
afur að það muni koma í ljós í
framhaldsviðræðum við þau
fyrirtæki sem í hlut eiga hvaða
frekari upplýsingar þau þurfi.
„Þetta er fjárfesting upp á
meira en þrjá milljarða dollara
og skiljanlegt að fjárfestarnir
þurfi að skoða málið ofan í
kjölinn“, segir Ólafur.
Í skýrslu um valda samfé-
lagsþætti á Vestfjörðum, sem
unnin var af Rannsókna- og
þróunarmiðstöð Háskólans á
Akureyri, kemur fram að skýr-
sluhöfundar telji að vinnu-
markaður á Vestfjörðum sé
of smár fyrir vinnustað sem
þarfnast 500 manns. Skýrslu-
höfundar líta á sunnanverða
og norðanverða Vestfirði sem
aðskilda vinnumarkaði þrátt
fyrir tilkomu Dýrafjarðar-
ganga. Ólafur segir að því fari
fjarri að allir séu sammála
skýrsluhöfundum að svæðin
séu svo einangruð. „Það eru
fleiri kostir í stöðunni til að
bæta samgöngur milli svæð-
anna, auk gangagerðarinnar
milli Dýrafjarðar og Arnar-
fjarðar sem þegar er ákveðin.
Til dæmis hefur vaknað á ný
umræða um ferjusiglingar yfir
Arnarfjörðinn sem líka væri
ávinningur fyrir ferðastarf-
semina. Og vinnuafl leitar
þangað sem vinnu er að fá.“
Verkalýðshreyfingin
ósátt við Vísismenn
Verkalýðshreyfingin er ósátt
við hvernig staðið var að mál-
um við fyrirætlaðar sumarlok-
anir Vísis á Þingeyri og Húsa-
vík og vill að tryggt verði að
starfsmennirnir fái tekju-
tengdar bætur. Málefni fisk-
verkafólks á Þingeyri og
Húsavík, sem missa vinnuna
í sumar vegna fimm mánaða
sumarlokana, voru rædd á
samningafundum í Karphús-
inu í gær en kjaraviðræður
eru nú í fullum gangi, að því
er segir á ruv.is.
Eins og greint hefur verið
frá ákváðu eigendur Vísis hf.
í Grindavík að loka starfs-
stöðvum sínum á Þingeyri og
á Húsavík í fimm mánuði í
sumar frá 1.maí til 1. október.
Alls missa um 90 manns vinn-
una á þessum tíma. Ástæðan
er sögð vera skerðing á þorsk-
vóta og að um fyrirsjáanlegan
langtíma hráefnisskort sé að
ræða.
Starfsmönnum var ekki sagt
upp því þeir halda ráðninga-
samningum og geta sam-
kvæmt því hafið störf aftur í
haust. Þessi aðferð, að senda
starfsfólkið í sumarfrí í einn
mánuð og á atvinnuleysisbæt-
ur virðist hafa komið verka-
lýðshreyfingunni á óvart. Hún
knúði fram fyrir jól lagabreyt-
ingu sem fól í sér lengingu á
þeim tíma sem gert er ráð fyrir
að fiskverkafólk geti fengið
80 prósent af meðallaunum
sínum, þegar um hráefnisskort
er að ræða. Áður var kveðið á
um 45 daga en nú 60 daga.
Frá þessu er greint á ruv.is.
– sigridur@bb.is
Þingeyri.