Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Side 2

Bæjarins besta - 18.12.2008, Side 2
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 20082 Samgönguráðuneytið, sem fer með yfirstjórn sveitar- stjórnarmála í landinu, hefur sent sveitarstjórn Súðavíkur- hrepps bréf þar sem athygli sveitarstjórnarinnar er vakin á þeirri meginreglu stjórn- sýsluréttarins að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvöld eigi almennt rétt á því að fá skriflegt svar, sé þess óskað. Þá bendir ráðu- neytið sveitarstjórninni einnig á almenna málshraðareglu stjórnsýsluréttar sem kveður á um það, að ef fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla máls muni tefjast, þá beri að skýra aðila máls frá því og upplýsa um ástæður tafanna og hvenær af- greiðslu málsins sé að vænta. Ástæður þess að ráðuneytið sendir sveitarstjórn Súðavík- urhrepps þetta bréf er bréf Björns Jóhannessonar, hrl. fyrir hönd umbjóðenda sinna, til ráðuneytisins þar sem vakin er athygli á því að erindum sem send séu byggingaryfir- völdum í Súðavíkurhreppi, þ.m.t. sveitarstjórn, sé ekki svarað. Erindin varða ágrein- ingsmál varðandi byggingu vélageymslu að Birnustöðum. Bygging vélageymslunnar var á sínum tíma kærð til úrskurð- arnefndar skipulags- og bygg- ingarmála sem felldi úr gildi það byggingarleyfi sem bygg- ingaryfirvöld í Súðavíkur- hreppi höfðu gefið út vegna byggingarinnar. Tæpir sex mánuðir eru nú liðir frá því að úrskurðar- nefndin kvað upp úrskurð í málinu og virðist lítið hafa gerst í málunum eftir það. Í 56. gr. skipulags- og bygging- arlaga kemur fram að hafi mannvirki verið byggt án til- skilins leyfis skuli það fjar- lægð og láti viðkomandi sveit- arstjórn hjá líða innan sex mánaða að fjarlægja mann- virkið frá því að henni er kunnugt um málið skuli Skipu- lagsstofnun láta fjarlægja mannvirkið á kostnað við- komandi sveitarfélags. – bb@bb.is Erindum ekki svarað Landsbankahúsið á Ísafirði 50 ára Sögusýning opnaði í útibúi Landsbankans á Ísafirði á mánudag í tilefni af því að húsið er orðið 50 ára gamalt. Sýningin verður opin fram yfir áramót og söguannáll Lands- bankans liggur frammi, öllum að kostnaðarlausu á meðan birgðir endast. „Hér er alltaf heitt á könnunni og eitthvað góðgæti með því á meðan á sýningunni stendur“, segir Inga Á Karlsdóttir, útibústjóri. Landsbankinn hefur starfað á Ísafirði í yfir hundrað ár. Bankinn opnaði útibú á staðn- um 15. maí 1904 og var það annað útibú Landsbankans utan Reykjavíkur. Hið fyrsta opnaði á Akureyri tveimur ár- um áður. Útibúið flutti í nýtt og glæsilegt hús í Pólgötu í desember 1958. Útibúið flutti úr gömlu og ófullnægjandi verslunarhús- næði en það hafði þá flutt fimm sinnum síðan það var stofnað. Ljóst var að nýja stór- hýsið var framtíðarhúsnæði bankans. Nýbyggða húsið var tvær hæðir og ris og var afar vel búið að starfsfólki og við- skiptavinum. Sérstaka athygli vakti hversu vel tækjum búin öll starfsemin var á þessum tíma. Í gjaldkera- og bókhalds- deild voru nýtísku bókhalds- vélar og var Ísafjarðarútibúið tæknilega fullkomnasta banka- afgreiðsla sinnar tíðar. Ein slík bókhaldsvél er til sýnis í úti- búinu en þetta tæki var einmitt notað á Ísafirði í mörg ár. Bankahúsið á Ísafirði var hið síðasta af þremur sem Landsbankinn byggði yfir úti- bú sín í þessum stíl á sjötta áratugnum. Hin tvö voru tekin í notkun árið 1953 á Selfossi og 1954 á Akureyri. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins. Landsbankahúsið á Ísafirði er orðið 50 ára gamalt. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fer ekki eftir áliti bæjarlögmanns Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafnaði í síðustu viku beiðni Kristjáns Ólafssonar um end- urskoðun á álagningu fast- eignagjalda á fasteignina Kirkjuból 4 í Engidal. Tildrög málsins eru þau að allt frá því að Kristján flutti sauðfjárbú- skap sinn frá Neðri-Tungu að Kirkjubóli 4 á árið 1999 og fram til ársins 2007 var fast- eignaskattur af eigninni reikn- aður með sama hætti og útihús eða önnur mannvirki á bú- jörðum sem tengjast landbún- aði. Á árinu 2007 ákváðu bæj- aryfirvöld að breyta álagning- unni og flokkuðu fasteignina í annan flokk, þ.e. undir flokk- inn aðrar fasteignir, s.s. iðn- aðar-, skrifstofu- og verslunar- húsnæði. Lögmaður Kristjáns, Björn Jóhannesson, hrl., óskaði í maí s.l. eftir endurskoðun á ákvörð- un bæjaryfirvalda auk þess sem óskað var eftir rökstuðn- ingi fyrir breytingunni. Taldi Björn ljóst að breytingin ætti sér ekki lagastoð, m.a. þar sem Bæjarráð ákvað á fundi sínum 2. júní s.l. að leita álits bæjar- lögmanns á erindi Björns. Á fundi bæjarráðs 3. des- ember s.l. var lagt fram álit bæjarlögmanns, Andra Árna- sonar, hrl., þar sem m.a. kom fram að þar sem ekki væri um frístundabúskap að ræða á Kirkjubóli 4, yrði að telja að skattlagning ætti að vera með sama hætti og útihús í sveit- um. Bæjarráð ákvað hins veg- ar að fara ekki eftir áliti bæj- arlögmanns. – bb@bb.is fasteignin væri eingöngu nýtt sem fjárhús og ekki væri um frístundabúskap að ræða og óeðlilegt væri að álagning fasteignagjalda á viðkomandi eign væri með öðrum hætti en sambærileg útihús í sveitum. Verslun í Bjarna- búð í áttatíu ár Friða á húsið Bjarnabúð í Bolungarvík samkvæmt til- lögu að deiliskipulagi sem umhverfismálaráð hefur lagt til að verði samþykkt, en þar hefur verið rekin verslun í 80 ár. „Það leggst bara ágætlega í okkur að það eigi að friða húsið. Hér mun áfram vera verslun og við höldum bara áfram okkar striki“, segir Stefanía Birgisdóttir sem rekur búð- ina ásamt eiginmanni sínum Olgeiri Hávarðarsyni. Bjarnabúð var byggð árið 1919 úr timbri frá Noregi en það var byggt af samein- aða verslunarfélaginu. Bjarni Eiríksson byrjaði svo með Verslun Bjarna Eiríkssonar 1927. Sonur hans, Benedikt Bjarnason, tók svo við versl- unarrekstrinum af Bjarna- búð 1958 og Stefanía Birg- isdóttir hefur rekið versl- unina s.l. 12 ár. Að sögn Stefaníu er nóg að gera í Bjarnabúð um þessar mundir. „Jólatraff- íkin er svipuð undanfarin ár.“ – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.