Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Page 10

Bæjarins besta - 18.12.2008, Page 10
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200810 Egill um borð í B757 á leið frá Argentínu til Kúbu 2006. Þar áskotnaðist honum þessi forláta kúrekahattur og þótti honum tilvalið að skella honum upp eftir flugtak frá Buenos Aires. Veit ekki hvað pappírsdýrin í Brüssel segðu við svona flugi í dag – segir Egill Ibsen Óskarsson flugstjóri frá Suðureyri þegar hann lítur til baka „Þá var bílum stillt upp við sinn hvorn brautar- endann með bremsuljósin upp í vindinn. Þegar maður svo flaug yfir bílinn við nærendann dró maður af og beið, enda brautin kolsvört og ómögulegt að ná mjúkri lendingu við svona aðstæður. Ég veit ekki hvað pappírsdýrin í Brüssel segðu við svona flugi í dag, en þetta var bara pjúra „bushflying“ og sjálfsagt „ekki hægt að gera svona“, en þá gleyma menn staðháttaþekkingunni.“ „Stundum var mikið að gera í sjúkrafluginu. Mér er minn- isstætt atvik þegar ég var á bakvakt og fékk hringingu um „akút“ flug til Grundarfjarðar vegna hjartaáfalls. Ég rauk af stað út á völl og mér til furðu var þar þegar kominn Gunnar Örn Hauksson starfsbróðir minn, nú flugstjóri hjá Ice- landair, og var að draga út vél- ina. Þetta var fyrir tíma gems- anna. Ég spurði einskis, taldi að læknirinn hefði hringt í okkur báða til öryggis. Við fórum í loftið en Gunnar setti stefnuna til Patreksfjarðar mér til undrunar og ég kváði við. Kom þá í ljós að hann var að fara í annað sjúkraflug þangað en það hafði verið hringt út á sama tíma. Við lentum í snar- hasti og ég rauk af stað til Grundarfjarðar á annarri vél. Úr þessu varð um fimmtán mínútna töf sem kom þó ekki að sök. Líka er mér minnisstætt póst- flug til Patreksfjarðar ásamt Bjartmari Erni Arnarsyni, sem nú er líka flugstjóri hjá Ice- landair. Þar sem við sátum í kaffi hjá Magnúsi heitnum Guðmundssyni á Patreksfirði var hringt út í sjúkraflug til Hólmavíkur. Þar var hins veg- ar svartaþoka, þannig að ég ákvað að senda sjúkrabílinn til Arngerðareyrar í Ísafjarð- ardjúpi. Þar átti að vera heið- skírt og gott veður, en þegar til kom lá þar allt í þoku. Við flugum því lágflug „út fyrir“ eins og það var kallað, þ.e. fórum út fyrir alla firðina og inn Djúpið. Stundum þurftum við að fljúga ansi lágt en þar kom staðháttaþekkingin í góð- ar þarfir. Við gerðum aðflug að Arngerðareyri úr lítilli hæð og lentum þó að við sæjum aðeins inn á hálfa braut. Kom svo í ljós að fáum augnablik- um áður voru starfsmenn Flugmálastjórnar við vinnu á vellinum og höfðu rétt áður farið með bíl sinn af brautinni. Þeim hafði ekki dottið í hug að lendandi væri. Úr lofti lítur þetta hins vegar allt öðruvísi út og tókst lendingin vel.“ Þannig segir Egill Ibsen Ósk- arsson flugmaður og flugstjóri frá Suðureyri við Súganda- fjörð frá tveimur af mörgum eftirminnilegum atvikum þeg- ar hann var í sjúkra- og póst- fluginu hjá Flugfélaginu Erni á Ísafirði. Hjá Herði flug- manni. Frá þeim tíma er mikið vatn runnið til sjávar, eins og sagt er. Núna er Egill búsettur í Madríd á Spáni ásamt fjöl- skyldu sinni. Flugtúrarnir eru allmiklu lengri en fyrrum og farkostirnir öllu stærri. Egill er fæddur á Eyrargötu 2 á Suðureyri við Súganda- fjörð 2. apríl 1966 – í kolvit- lausu veðri, eins og hann segir. Móðir hans er Guðrún Sigríð- ur Egilsdóttir, vestfirsk að uppruna. Faðir hans var Ár- mann Óskar Karlsson, ættaður úr Þykkvabæ og Reykjavík. Foreldrarnir skildu þegar Egill var tveggja ára. Óskar faðir hans lést árið 1992 eftir erfið veikindi. Hér á eftir segir Egill frá sjálfum sér fyrr og nú. Þrátt fyrir fjarveru frá æskustöðv- unum eru þær honum hug- leiknar – og kannski einmitt þess vegna. Undirritaður blekbóndi leyf- ir sér að skjóta því hér inn, að Egill var meðal nemenda hans við Menntaskólann á Ísafirði fyrsta veturinn sem hann kenndi þar. Einn í þeim glæsi- lega og góða og minnisstæða hópi sem lauk stúdentsprófi frá MÍ vorið 1986. Egill var góður og samviskusamur náms- maður þó að undirritaður muni ekki neinar einkunnir lengur. Hitt er enn í fersku minni hversu viðfelldinn og ljúfur þessi piltur var – þó að hann hafi sosum ekki skorið sig neitt úr hópnum hvað það snerti! Sú var þó tíðin, að Egill þótti miður góður nemandi ... Sparisjóðurinn hafði trú á piltinum „Ég gekk í barnaskólann á Súgandafirði og þótti afar slakur nemandi“, segir hann. „Ólafur heitinn Þórðarson skólastjóri kallaði móður mína eitt sinn á sinn fund og tjáði henni að það yrði aldrei neitt úr þessum pilti, því hann gæti ekki lært. Ég náði þó að hanga og var síðan sendur í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði, en þar var ég í tvo vetur. Þaðan fór ég í Menntaskólann á Ísafirði þar sem Björn Teitsson réð ríkjum og kláraði stúdentinn á réttum tíma 1986. Sumarið 1986 opnaði Flug- skólinn á Akureyri starfsstöð á Ísafirði og hóf ég þá flugnám ásamt meðal annarra Samúel Samúelssyni lækni, Herði Ing- ólfssyni, Guðmundi Harðar- syni og fleiri góðum mönnum. Veturinn 1987 hóf ég atvinnu- flugmannsnám hjá Fjölbrauta- skóla Suðurlands, en námið var þá starfrækt í Reykjavík í fyrsta sinn og vorum við í talsverðu húsnæðishraki allan veturinn. Einnig stundaði ég bóklegt flugkennaranám sam- hliða atvinnuflugmannsnám- inu. Það var í fyrsta skipti

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.