Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Síða 16

Bæjarins besta - 18.12.2008, Síða 16
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200816 Við dauðans dyr í Bangkok Ívar Pétursson var ungur og óreynd- ur drengur um tvítugt er hann lagði af stað í heimsreisu 10. janúar síðastlið- inn – sér til yndisauka og til að öðlast víðari sýn á lífið áður en hversdags- legir hlutir færu að standa í vegi fyrir ævintýraþrá hans. Þegar Ívar stóð við landganginn í flugvélina sem átti að flytja hann frá Keflavík til Lundúna óraði hann ekki fyrir því að þetta gæti orðið síðasta skiptið sem hann sæi fagrar hraunbreiður Íslands. En þar sem hann vissi ekki hvað beið hans úti í hinum stóra heimi hélt hann af stað í ferðina, blindur á þær hættur sem bíða handan við hornið í hinum stóra heimi fyrir ungan sveitastrák frá Ísa- firði. Ferðinni var sem fyrr segir heit- ið til Lundúna, en borgin var aðeins fyrsti áfangastaðurinn á ferð Ívars og vina hans út í heiminn. Þaðan var ferðinni heitið til Rómaborgar og síðan áfram. Það skín út úr augum Ívars, þar sem blaðamaður og hann spjalla um ferðina, hversu hrifinn hann var af borginni eilífu. „Ég og félagar mínir eydd- um viku í Róm. Mig hafði alltaf langað að heimsækja borgina. Það elst hvert manns- barn upp við sögu þessarar borgar og þar eru margir spennandi staðir sem maður getur tengt við kvikmyndir, söguna og námið. Colosseum var hreint út sagt magnað og fékk maður smá gæsahúð við að hugsa um atburðina sem áttu sér stað þar. Ég velti því fyrir mér þegar ég virti fyrir mér bygginguna hvernig skylm- ingarþrælunum hefur liðið þegar þeir stóðu við inngang- inn, vitandi að þeirra biði ekk- ert nema kvalafullur dauðdagi – þvílík villimennska sem hefur átt sér stað þar. Eftir að hafa skoðað Péturs- torgið og Sixtínsku kapelluna í Róm héldum við til Flórens með lest og skoðuðum hið gull- fagra Toscanahérað og einnig styttuna af Davíð eftir Michel- angelo. En það sem stóð upp úr í Flórens var eitt kvöldið sem við eyddum á írskum bar og hittum þar tvær íslenskar stelpur sem stunda nám í borg- inni. Við sátum og spjölluðum um daginn og veginn allt kvöldið þangað til við hittum Breta. Það vantaði ekki hrok- ann í Bretana þegar þeir fóru að gera sér dælt við stúlkurnar, og þá aðallega með því að reyna að gera lítið úr okkur félögunum. Við létum ekki segjast og létum þessa and- skota heyra það og má kannski kenna ölvun um gæði þessara Ívar á sjúkrahúsinu í Bangkok. Hann segir dvölina þar hafa verið skaplega en hafi verið mjög þungt haldinn á sjúkrastofunni og hafi oft velt fyrir sér hvort hann ætti eftir að sjá mömmu sína og pabba aftur.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.