Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Page 17

Bæjarins besta - 18.12.2008, Page 17
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 17 umræðna okkar. En til að gera langa sögu stutta, þá hrökkl- uðust þeir í burt frá okkur eftir að við notuðum þorskastríðs- rökin á þá og sögðum þeim hvernig Íslendingar gjörsigr- uðu Breta. Blessunarlega átti þetta rifrildi sér stað á undan bankahruninu á Íslandi.“ – Þær eru ekki alltaf menn- ingarlegar þessar heimsreisur? „Nei, ætli það. En ef við tölum áfram um fagrar borgir, þá heimsóttum við næst í ferð okkar Feneyjar, sem ég verð að telja einn af mögnuðustu stöðum sem ég hef heimsótt. Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig borgin er uppbyggð og mjög ólík öllu því sem ég hafði séð áður. Eftir þessa mögnuðu dvöl á Ítalíu héldum við því miður til Grikklands.“ Aþena skítug borg – Því miður? „Já, því miður. Við ferðuð- umst með ungverska flugfé- laginu Malev til Grikklands og ætluðum að dvelja þar í tvær vikur. Við vorum í Aþenu í janúar og það er ekki góður tími til að dveljast þar. Fyrir utan hversu kalt var þótti okkur Aþena skítug borg og algjörlega óheillandi. Grikk- irnir voru auk þess einstaklega dónalegir og leiðinlegir, okkur var ítrekað sagt að snáfa heim til okkar. Við ákváðum því að stytta dvölina í Grikklandi um eina viku en gáfum okkur nægan tíma til þess að skoða Akropolis og nokkur mann- virki frá Ólympíuleikunum árið 2004.“ – Hvert var svo förinni heit- ið frá Grikklandi? „Við fórum til Kaíró í Egyptalandi, sem er mjög sér- stakt land. Egyptar gera allt til að hafa fé af ferðamönnum. Maður þarf að hafa augun opin á ferðalagi um landið því ef þú lokar þeim eitt andartak muntu opna þau klæðlaus. Mitt álit á Egyptum er því litað af þeim sem voru nálægt ferðamannastöðum og bók- staflega unnu við það að hafa peninga af fólki. Ef þú spyrð Egypta um leiðsögn að ein- hverjum ákveðnum stað, þá getur þú snúið öllu við sem hann sagði þér og komist á leiðarenda. Það er samt sem áður ástæða fyrir því að ferðamenn heim- sækja Egyptaland. Pýramíd- arnir eru ótrúlegir. Ég gerði mér enga grein fyrir því hver- su stórir þeir eru þegar ég sá þá á myndum. En að standa við rætur þeirra fyllti mig lotn- ingu fyrir öllum þeim mann- fórnum sem fóru í byggingu þeirra. Frá Kaíró lá leiðin með rútu að bænum Taba við landa- mæri Egyptalands og Ísraels. Að fara gegnum landamærin hjá Egyptunum var lítið mál en Ísraelsmegin var eftirlitið mun strangara. Fólkið sem starfaði þar voru krakkar sem voru að sinna herskyldu. Það var mjög skrýtið að sjá tvítuga stelpu halda á M16 riffli. Vor- um spurðir vel og lengi út í það af hverju við værum að fara inn í landið og hversu lengi við yrðum. Við tókum rútu til Jerúsalem og eyddum þar þrem dögum. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig Ísrael væri en landið er mjög vestrænt og þá sérstaklega borgin Tel Aviv, sem við heimsóttum eftir Jerúsalem.“ – Hver var ferðinni síðan heitið? „Við fórum til fyrirheitna landsins, eins og ég kýs að kalla það, Tælands. Þetta er ævintýraland og þá sérstak- lega borgin Bangkok. Ef þú átt þér einhvern draum, þá get- urðu látið hann rætast í Bang- kok. Við dvöldum þar nokkra daga á hóteli. Það fyrsta sem við tókum eftir á hótelinu voru miðaldra hvítir menn með tæ- lenska stelpustráka. Við sáum þessi pör á hverjum degi en aðeins í matartímanum. Við höfðum grun að restinni af deginum væri eytt uppi á hót- elherbergi. Frá Bangkok ferðuðumst við í 15 tíma með rútu og bát til eyjarinnar Koh Phangan, þar sem haldið er í hverjum mánuði risastórt strandpartí á fullu tungli. Tíu þúsund manns eru þar samankomnir á lítilli strönd að skemmta sér. Þetta er eitt af því magnaðasta sem ég hef séð og má líkja við paradís. En eftir nokkurra daga dvöl á eyjunni fór ég að finna til í maganum og klósett- ferðum fór að fjölga.“ Farinn að sjá ofsjónir – Var þetta upphafið á veik- indunum lífshættulegu sem þú barðist við í Bangkok? „Já, eftir nokkra daga þar sem klósettskálin var orðinn minn besti vinur var ég alfarið rúmliggjandi og gat aðeins drukkið vatn. Ég leitaði ráða hjá apótekara á eyjunni sem sagði þetta vera mjög algengt vandamál meðal túrista þarna, þar sem hreinlæti er lítið á veit- ingastöðum og börum. Hann taldi þetta vera einhvers konar matareitrun og lét mig hafa töflur við því. Fimm dögum síðar voru töflurnar búnar og ég hafði aldrei verið verri og komið var að fimmtán tíma ferðalagi til Bangkok. Imodium-niðurgangsmeðal gerði mér kleift að ferðast til Bangkok en eftir að þangað var komið hélt ég áfram að vera rúmliggjandi og hrundi niður í kílóum talið. Ástandið batnaði ekki í 40 stiga hita og með lélega loftkælingu á hótelherberginu. Ferðafélög- um mínum var hætt að litast á blikuna eftir að ég fór að sjá ofsjónir og það var ekki heil brú í því sem ég sagði eða gerði. Ég var næringarlaus og þá tóku vinir mínir ákvörðun um að flytja mig á sjúkrahús. Þeir studdu mig út af hótelinu og hóuðu í næsta leigubíl. Sem betur fer skildi leigubílstjórinn vini mína þegar þeir öskruðu á hann á ensku að drífa sig upp á sjúkrahús. Hann leit á mig og byrjaði að tala svaka- lega hátt á tælensku. Svo keyr- ði hann sem óður maður og taldi sig ekki mega missa úr eina mínútu við að keyra mig Ívar við pýramídana í Egyptalandi. „Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu stórir þeir eru þegar ég sá þá á myndum. En að standa við rætur þeirra fyllti mig lotningu fyrir öllum þeim mannfórnum sem fóru í byggingu þeirra,“ segir Ívar. upp á sjúkrahús.“ Heppnir að komast lifandi – Varstu hræddur um líf þitt í leigubílnum? „Ég hefði átt að vera hrædd- ur en ég var það ekki. Ég hafði varla rænu en miðað við akst- urslag leigubílstjórans var það bara tímaspursmál hvenær við ættum eftir að lenda í bílslysi. Hann gerði sér reyndar lítið fyrir og ók á bíl. Við sluppum nær ómeiddir frá þeim árekstri en þá var ég farinn að hugsa að ég ætti ekki eftir að komast á sjúkrahúsið. Bílstjórinn lét sér ekki segjast og kom okkur í annan leigubíl sem ók okkur á sjúkrahúsið. Þegar þangað kom tók við bið eftir lækni, sem mér fannst líða eins og örskotstund en vinir mínir sögðu mér að við hefðum þurft að bíða í klukkutíma. Loksins kom læknirinn. Hann hét dr. Nick Walters og er einn sá indælasti maður sem ég hef kynnst, fyrir utan það að hann bjargaði lífi mínu. Mig langaði oft að spyrja hann af hverju hann væri læknir í Tælandi en það varð aldrei neitt úr því. Þegar hann leit á mig sá hann strax hversu illa ég var haldinn og spurði vini mína af hverju þeir hefðu ekki drifið mig fyrir löngu á sjúkra- húsið. Vinir mínir sýndu hon- um töfluspjaldið sem ég hafði fengið frá apótekaranum og sögðu það hafa átta að lækna mig. Dr. Nick var sammála því og var mjög hissa á svip- inn. Ekki laust við að hann hafi panikkað um stund. Ég var lagður inn um leið. En áður ætluðu Tælendingarnir aldeilis ekki að láta hanka sig á formsatriðunum. Þeir skip- uðu mér að fara til eins konar gjaldkera eða tryggingamanns. Ég lá rænulaus á skrifborðinu hans en sjúkrahúsið þurfti að tryggja sér að ég hefði efni á þessari dvöl.“ – Nú spyr ég mig: Hvað hefðir þú gert ef vinir þínir hefðu ekki verið þarna til að hjálpa þér? „Ég gjörsamlega veit það ekki. Ég á þeim mikið að þakka. Þeir afgreiddu þetta mál fyrir mig og það kom í ljós að ég hafði efni á vera á tveggja manna herbergi með loftkælingu, en án sjónvarps, sem var eðlilega ekki þörf á að svo stöddu. Dr. Nick tjáði vinum mínum að ástand mitt væri ekki svo gott. Þetta væri alvarleg veirusýking en hann væri ekki kominn með grein- ingu á hana. Eina sem hægt var að gera var að halda mér á sjúkrahúsinu með næringu og sýklalyf í æð. Við tók vikudvöl á sjúkra- húsinu, þar sem dagurinn fór í að reyna að ná á klósettið í tíma. Ég dvaldi á stofu með fertugum tælenskum fjölskyldu- föður, sem fékk alla ættina í heimsókn klukkan sjö á kvöld- in. Þau komu ýmist með núðlusúpu eða einhverja ofn- rétti og borðuðu það í góðu yfirlæti. Síðan þegar matnum var lokið var mjög vinsælt að kíkja á útlendinginn í rúminu við hliðina og benda á hann og hlæja. Að öllu eðlilegu hefði ég látið í mér heyra og lesið yfir mannskapnum en ég var svo máttfarinn að ég gat það ekki, þannig að maður lokaði bara augunum og beið þangað til þau fengju leið á þessu. Nokkrum mínútum seinna þegar ég opnaði augun voru þau enn að glápa og þá hafði amman slegist í hópinn. Á tímabili hélt ég að ég myndi frekar deyja úr leiðind- um og einsemd þar sem ekkert sjónvarp var í herberginu og enginn til að tala við. Síðan var ég með mikinn hita og það þurfti að auka gjöfina á sýklalyfjunum því ég hafði lítið sem ekkert breyst. Mér leið annars hrikalega illa. Ég var í órafjarlægð frá fjölskyldu og vinum, á sjúkrahúsi með sjúkdóm sem læknar vissu ekki hver var. Ég hafði lést rosalega mikið og þurfti að- stoð við að komast á klósettið. Ég velti oft fyrir mér hvort ég ætti eftir að sjá mömmu og pabba aftur og ekki laust við að ég hafi tárast við þá hugs- un.“ Mun seint gleyma 15. mars „Deginum 15. mars mun ég seint gleyma. Dr. Nick vakti mig með sinni róandi rödd og sagði mér að þau hefðu greint þessa veirusýkingu og ég myndi halda lífi. Ég átti að fá rétt magn af sýklalyfjum og taka ákveðnar töflur í nokkra daga og þá myndi mér batna. Ég varð óneitanlega mjög glaður og ákvað að reyna að skella mér í sturtu í tilefni af þessum tíðindum. Ég staulað- ist á baðherbergið með hjálp yndislegra tælenskra hjúkrun- arkvenna og rétt náði að draga næringuna með mér. En þegar ég steig inn í sturtuna og kveiki á vatninu, þá stökk stærsti kakkalakki sem ég hef séð upp úr ræsinu. Við tók atburðarás þar sem ég öskraði eins og smástelpa og rann í vatninu og út úr sturtunni en náði að hanga einhvern veginn í sturtuhenginu og grípa í handrið áður og munaði minn- stu að ég hefði hengt mig á næringunni og sýklalyfjun- um.“ Ívar gerir hlé á máli sínu og lítur alvarlegum augum að blaðamanni og segir: „Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að kakkalakkinn hafi sennilega verið með kennitölu og vegabréf, því þvílíka og aðra eins stærð á skordýri hef ég ekki séð. Eftir árás kakka- lakkans komst ég upp í rúm og um klukkutíma síðar komu félagar mínir í heimsókn og við tók klukkutíma rifrildi um það hver ætti að fara inn og farga dýrinu.“ Mun aldrei gleyma dr. Nick „Nokkrum dögum síðar var ég orðin sæmilega góður og dr. Nick vildi útskrifa mig. Það var erfitt að kveðja Nick því þessi maður bjargaði lífi mínu. Ég hef engar upplýsing- ar um hann en ætli ég hafi ekki upp á honum einn daginn og kasti á hann kveðju. Sjúkrahúsdvölin kostaði 25 þúsund baht sem gera að ég held 50 þúsund íslenskar mið- að við mars á þessu ári. Eftir að hafa sigrast á dauð- anum beið mín ekkert annað en að skoða það sem hin magnaða borg Bangkok hefur upp á að bjóða. Ef menn hafa einhverja drauma um að gera eitthvað ákveðið, þá er pott- þétt hægt að gera það í Bang- kok. Ég mæli hiklaust með því að allir fari til Tælands allavega einu sinni á ævinni. Eftir þetta héldu félagar mínir áfram til Ástralíu en ég stefndi heim eftir veikindin. Ég gat hreinlega ekki hugsað mér að ferðast meira eftir þetta. Vildi sem allra fyrst komast heim í faðm fjölskyldu minnar. Maður áttar sig á hversu stutt lífið er eftir að hafa sloppið með naumindum frá dauðanum. Maður for- gangsraðar lífinu allt öðruvísi og þakkar fyrir hvern dag“, segir Ívar Pétursson. – birgir@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.