Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 18

Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 18
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200818 Helg er jól –Hvað finnst þér einkenna góð jól? „Það er auðvelt að svara þessari. Góð jól eru þegar ég hef öll börnin mín, barna- barn og fjölskylduna hér fyrir vestan með mér. Það gerist ekkert jólalegra og svo auðvitað þegar klukkan hringir inn jólin. Svo kemur maturinn. Og það sem má ekki klikka er graflax!!“ – Hvernig væru hin full- komnu jól í þínum huga? „Ég vitna í John lennon og segi „Give peace a chance.“ Orðið friður er al- drei ofnotað í þessum mál- um og ég vildi að ég hefði lausnir upp í erminni. En fullkomin jól eru friður og að allir hafi í sig og á!“ – Hver er eftirminnileg- asta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Hjá mér er það nú bara þannig að ef ég og mín fjöl- skylda og vinir eru heil heilsu og ég hef fjölskyld- una nærri er ég alltaf að fá eftirminnilega jólagjöf. Allt dót fellur í skuggann af þessu. Ég hef nærri því ekki komist á jólin og eftir þá erfiðu lífsreynslu, þá eru jól- in alltaf fullkomin.“ – Hvað langar þig helst í jólagjöf? „Þessi er erfið eftir síð- ustu spurningar. En á eftir fjölskyldunni, og ef ég á að vera smá sjálfselskur þá er tónleikadiskur (DVD) með Alan Parson Project mjög eftirsóknarleg gjöf“ – Hvað er algjörlega ómissandi um jólin? „Ég er örugglega álitinn algjört nörd eftir þetta svar, en hvað með það. Það sem er ómissandi um jólin að mínu mati eru jólakortin. Ég skoða þau aldrei fyrr en á aðfangadagskvöld og jóla- dag. Ég vill ekki vita af því hverjir eru á hvaða korti þegar kona og börn eru að hengja þau á „jólakortatrjá- greinina“ hehe flott orð. Og að lokum þetta sem Charles Dickens sagði „I will honour Christmas in my heart, and try to keep it all the year“ sem útleggja mætti á íslensku sem „Ég mun heiðra jólin í hjarta mínu og reyna að gera svo allan ársins hring.“ Er algjör jóla- kortanörd Guðjón Þorsteinsson, stjórnarmaður Körfuknattleikssambands Íslands. Vongóð um að fá rjúpur í jólamatinn –Hvað finnst þér einkenna góð jól? „Það sem mér finnst ein- kenna góð jól er samveran við fólkið mitt og hefðirnar í tengslum við jólahaldið. Sum- ar hefðir eru gamlar, aðrar nýj- ar en allar góðar.“ – Hvernig væru hin full- komnu jól í þínum huga? „Þá er öll fjölskyldan saman komin, rjúpurnar rjúkandi á borðinu, ilmandi grenitré í stofu og fullur máninn speglar sig í Djúpinu. Það er reyndar afar sjaldan sem ég fæ rjúpur í jólamatinn nú orðið en ég hef þó góða von um að það rætist úr því um þessi jól.“ – Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- ið? „Það er örugglega blái dúkkuvagninn sem ég fékk frá foreldrum mínum og Maju töntu jólin 1970. Þá var ég 5 ára gömul og við héldum jólin hjá ömmu ásamt stórfjöl- skyldunni. Ég man ekki lengur hvað var í pakkanum frá mömmu og pabba sem var undir trénu. Ég man þó að mér fannst gjöfin í rýrara lagi en reyndi að láta sem ekkert væri. Svo þegar við komum heim seinna um kvöldið og dyrnar voru opnaðar þá gaf á að líta! Í forstofunni var stærð- ar dúkkuvagn með risastórum merkimiða sem pabbi hafði útbúið.“ – Hvað langar þig helst í jólagjöf? „Mig langar alltaf í bók í jólagjöf, ein jól fékk ég enga bók og það voru skrýtin jól.“ – Hvað er algjörlega ómiss- andi um jólin? „Á jóladag eða á annan dag jóla er ómissandi hefð hjá fjöl- skyldunni minni að fara í jóla- veislu að Mýrum í Dýrafirði, ásamt Ólafi bróður og öllu hans fólki. Þar er borðað svínakjöt með spruði og spilað langt fram á nótt.“ Hildur Halldórsdóttir, aðstoðar- skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Vill geit í Afríku í jólagjöf –Hvað finnst þér einkenna góð jól? „Gæðastundir fjölskyldunnar, ættingja og vina, góður matur, morgunleikfimi, lestur og spilamennska. Svo er gaman að hitta fólk um jólin, fara í matarboð, á við- burði og samkomur.“ – Hvernig væru hin fullkomnu jól í þín- um huga? „Ég held að jólin gerist ekki mikið betri, þetta er spurning um að njóta þess sem maður hefur, frekar en að gera kröfur um eitthvað meira.“ – Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Í fyrra gaf einn strákurinn okkar foreldr- um sínum 500 kall úr veskinu sínu. Það fannst mér fallega hugsað. Þegar ég var krakki fékk ég einu sinni skemmtilegan körfuboltaleik í einhverskonar hálfkúlu úr plasti. Við systkinin lékum okkur löngum stundum í þessum leik.“ – Hvað langar þig helst í jólagjöf? „Það er engin spurning að ég vil helst af öllu fá bréfahníf í jólagjöf þetta árið eða jafnvel geit í Afríku. Mig hefur vantað bréfahníf í mörg ár, en fékk geit í fyrra og fannst það gaman. Friður á jörð væri líka ágætis gjöf, en ég býst ekki við að sú ósk verði að veruleika.“ – Hvað er algjörlega ómissandi um jólin? „Góðar bækur eru ómissandi, þetta er eini tíminn á árinu sem maður gefur sér tíma til að lesa skáldskap.“ Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.