Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Síða 21

Bæjarins besta - 18.12.2008, Síða 21
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 21 Vestfirskar sjávarbyggðir verða í brennidepli á Íslandi í verkefninu Marine-Based Employment Opportunities sem nýlega fékk forverkefn- isstyrk frá Norðurslóðaáætl- uninni (NPP). Verkefnið snýst um sjávartengda ferðaþjón- ustu og því ekki að undra að Vestfirðir skyldu verða fyrir valinu þar sem slík ferðaþjón- usta er í mikilli uppbyggingu hér vestra. Að verkefninu standa aðilar frá land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands, Háskólanum í Finn- mörku í Norður-Noregi, og Teagasc-rannsóknastofnun- inni á Írlandi, en síðastnefnda stofnunin leiðir verkefnið. Samstarfsaðilar í hverju landi eru allmargir og koma úr röð- um fyrirtækja, atvinnuþróun- arfélaga, sveitarfélaga og ann- arra sem láta sig varða atvinnu- mál og byggðaþróun í sjávar- byggðum þátttökulandanna. Samstarfs hefur þegar verið leitað við ýmis fyrirtæki og einstaklinga í ferðaþjónustu á svæðinu sem, að því er fram kemur á vef Byggðastofnunar, hafa sýnt því mikinn áhuga. Háskólasetur Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða verða einnig aðilar að verkefninu. Í lok nóvember komu verkefnisaðilar frá að- ildarlöndunum þremur saman í Háskólasetri Vestfjarða á Ísa- firði til að undirbúa ítarlega umsókn til NPP um þróunar- verkefni í framhaldi af for- verkefninu. Þróunarverkefnið beinist að áherslu 1 í Norðurslóðaáætlun 2007–2013, sem er „Efling nýsköpunar og samkeppnis- hæfni svæða“. Því verður ætl- að að leiða í ljós tækifæri til nýsköpunar og verðmætaaukn- ingar í greinum sem tengjast nýtingu sjávarauðlinda; að tengja saman menningararf- leifð og staðbundna þekkingu heimafólks á auðlindum sjáv- ar við sérfræðiþekkingu; að greina efnahagsleg áhrif, fé- lagsleg áhrif og umhverfis- áhrif af sjávartengdri ferða- þjónustu; og að stuðla að yfirfærslu þekkingar á þessu sviði til annarra byggðarlaga á því svæði sem Norðurslóða- áætlunin tekur til. „Vonast er til að upp úr verkefninu spretti öflug samstarfsnet og hug- myndir um vörur og þjónustu sem þróa mætti áfram. Einnig er ætlunin að standa fyrir nám- skeiðum og ráðstefnum og al- mennt að leitast við að tryggja að nýsköpun í sjávartengdri ferðaþjónustu stuðli að sjálf- bæru atvinnulífi og jákvæðri byggðaþróun“, segir á vef Byggðastofnunar. – thelma@bb.is Vestfirskar sjávarbyggðir í brennidepli í fjölþjóðlegu verkefni Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, hefur leitað álits hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þess efnis hvort til greina komi að endurskoða ákvörðun ráðu- neytisins að heimila stofnun lögbýli á jörðunum Kjós og Leiru í Jökulfjörðum. Í bréfi sem bæjarstjóri hefur sent ráðuneytinu er að nokkru rak- in forsaga málsins og í lok bréfsins óskað eftir svörum við þremur spurningum bæj- arstjóra er hljóða svo: Er ekki litið á bréf Ísafjarð- arbæjar til umsækjanda dags. 28. apríl 2008, er fylgdi um- sókn hans til ráðuneytisins sem formlega umsögn? Ef svo er, hvers vegna? Var ráðu- neytinu ekki kunnugt um af- stöðu Ísafjarðarbæjar, til þess að stofna lögbýli á jörðunum Kjós og Leiru? Komi nú í ljós að ráðuneytinu hafi, þrátt fyrir allt, verið vel kunnugt um af- stöðu Ísafjarðarbæjar, kemur þá til greina að endurskoða þessa ákvörðun? Eins og greint hefur verið frá segist sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið ekki hafa fengið umsögn frá Ísa- fjarðarbæ varðandi stofnun lögbýlis í Leirufirði í Jökul- fjörðum þrátt fyrir að hafa ósk- að eftir henni. Þrátt fyrir það bókaði umhverfisnefnd í tví- gang, fyrst í maí 2006 og síðan sl. apríl, að hún teldi engin rök til að taka efnislega af- stöðu til málsins, en efaðist um að skynsamlegt væri að hefja búrekstur á þessu svæði og benti á að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar yrði ekki lokið fyrr en í árslok. Og umsögn Halldórs Halldórssonar bæjar- stjóra varðandi málið var lögð fram fyrir bæjarráð í maí. Í umsögninni segir Halldór að hann telji að ekki sé hægt að heimila stofnun lögbýla á framangreindum jörðum og vísaði til skipulagslegrar stöðu svæðisins. Í umsögn Halldórs sagði einnig að bæjarstjóri hafi alltaf verið hlynntur því að stækka Hornstrandafrið- landið þannig að það næði til Jökulfjarða allra og Snæfjalla- strandar. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá ráðuneyt- inu var það ekki tekið gilt þó svo að bæjaryfirvöld Ísafjarð- arbæjar hafi ályktað um málið þar sem ekki var send formleg umsögn. Forsaga málsins er sú land- eigandi í Leirufirði sótti um til landbúnaðarráðuneytisins að tvö lögbýli á jörðunum Leiru og Kjós yrðu endur- stofnuð, með það að markmiði að komast í skógræktarverk- efni Skjólskóga en skógrækt hefur verið í firðinum frá árinu 1964. Lögum samkvæmt missa jarðir lögbýlisrétt 50 árum eft- ir að jörðin fer í eyði og eru jarðir í Jökulfjörðum þar á meðal. – thelma@bb.is Spyr hvort komi til greina að end- urskoða stofnun lögbýlis í Leirufirði Kjós í Leirufirði. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.