Bæjarins besta - 18.12.2008, Page 22
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200822
JÓHANN X JÓNASSON
Eftir Bjarna Brynjólfsson
Myndir: Sigurjón Ragnar
Fyrsta minning mín af Jó-
hanni Jónassyni er úr stríðun-
um miklu sem geisuðu á milli
púkanna í efri og neðribæ.
Sjálfur eldaði ég grátt silfur
við Jóa á þeim árum enda báðir
á svipuðum aldri en hvor í
sínum bæjarhlutanum. Hann
efst í efribænum, ég neðst í
neðribænum. Þá voru þeir
Jóhann og Albert Marzelíus-
son, sem nú reka saman eitt
fremsta útflutningsfyrirtæki
landsins 3X Technology, í sitt
hvoru liðinu. Báðir jafn víg-
reifir og með stríðsglampa í
augum þegar tekist var á.
Vopnakapphlaupið var mikið
á þeim árum og hugmynda-
auðgin svo ógurleg að lá við
mannsköðum. Þeir hafa sem
betur fer sameinað kraftana
og nota nú hugvitið til að
hanna og smíða vélar sem
auka afköst og hreinlæti í mat-
vælaiðnaði í stað stríðstóla.
Og bjarga með því þjóðarbú-
inu út úr kreppu sem pappírs-
pésar og misvitrir bankamenn
hafa skapað.
Ég man líka eftir því að eitt
sinn var ég á einhverju til-
gangslausu rápi á móts við
Sjúkrahússtúnið þegar bíll
snarhemlaði á götunni og var
þar kominn Jóhann á rúntin-
um, með kasettu í tækinu, sem
hann vildi endilega leyfa mér
að heyra og með græjurnar í
botni. Það var ný plata með
Bubba Morthens sem var enn
ekki komin út. Ekki man ég
hvernig stóð á því að Jói var
með þetta gull í höndunum.
Mig minnir jafnvel að það hafi
verið leyndarmál. Fingraför
hét platan og okkur þótti hún
frábær.
Síðan hefur Jóhann sett
fingraför sín víða enda ferðast
maðurinn yfir 100 daga á ári,
heimshorna á milli, til að selja
framleiðsluvörur fyrirtækis-
ins.
Hann er nýskriðinn úr námi
sem hann lýsir sem tveggja
ára maraþonhlaupi, kveðst
samt síþyrstur í meiri þekk-
ingu og framtíðaráformin eru
stórtæk svo ekki sé meira sagt.
Ef við byrjum á byrjuninni.
Þú ert borinn og barnfæddur
Ísfirðingur en þú kemur úr
frekar stórum systkinahópi?
„Jú, við erum sex systkinin.
Ég er yngstur af fjórum bræðr-
um og tveimur systrum. Mamma,
Elín Vagnsdóttir, kemur úr stór-
um systkinahópi frá Gemlu-
felli í Dýrafirði og pabbi Jónas
Pétursson var frá Bolungar-
vík. Þannig að ég er alveg nið-
urnjörvaður Vestfirðingur. ”
– Þetta hlýtur að hafa
verið frekar fjörugt heimili,
eða hvað?
„Ja, lífsbaráttan var mjög
hörð innan bræðrasamfélags-
ins og maður þurfti að hafa
fyrir sínu til að halda velli.
Þannig að það var oft líflegt.
Ég slóst nú mest við Baldur
bróður minn sem er næstur
mér í röðinni. Ég man eftir
brotinni rúðu í anddyrinu eftir
að skór hafði flogið framhjá
mér. Annars fóru bræður mín-
ir svo ungir að heiman og reynd-
ar systur mína líka.”
Þannig að þú hefur verið
einn eftir í hreiðrinu?
„Ég var einn í þónokkurn
tíma. Ég fylgdist með Baldri
þegar hann var í millilanda-
siglingunum. Hann fór sömu
leið og Pétur bróðir sem var á
Helgafellinu í gamla daga.
Baldur fór að mig minnir á
Skaftafellið. Ég hlustaði því á
skipafréttirnar í Útvarpinu
sem voru alltaf í lok fréttatím-
ans. Þá gat ég fylgst með því
hvert hann var að sigla.”
Þú hefur ekki farið í það
sjálfur?
„Nei. Ég átti mér hins vegar
þann draum að ferðast. Kom-
ast til Bandaríkjanna og sjá
eitthvað meira af heiminum.”
Og hefur snemma farið að
vinna eins og flestir Ísfirðing-
ar á þessum árum?
„Já, maður byrjaði í Íshús-
félaginu hjá Jonna Kristmanns.
Hann kenndi okkur efribæjar-
púkunum að vinna. Við áttum
heima á Hjallavegi, fyrst í
Túngötu og svo fluttum við
upp á Hjallaveg 1970. Ég var
algjör efribæjarpúki, reyndar
flutti ég niður fyrir miðlínu í
seinni tíð og bjó í Sundstræti
um tíma. Það var sérstök lífs-
reynsla og undarleg tilfinning
að búa allt í einu í óvinaland-
inu.”
Pabbi þinn var vélsmiður
og bræður þínir fetuðu líka þá
leið er það ekki?
„Pabbi var vélvirki og
bræður mínir eru allir vélstjór-
ar. Við feðgarnir unnum allir
í Þór á tímabili, ég, Baldur,
Valgeir, Pétur og pabbi. Eitt
sinn tilkynnti ég þeim að mig
langaði til að verða bifvéla-
virki. Þá var tekið í axlirnar á
mér, ég dreginn inn á lager og
settur upp á borð. Þar var mér
tilkynnt að slíkt yrði ekki liðið
innan fjölskyldunnar. Ég fór
þá bil beggja og ákvað að fara
í rennismíði. Ég lærði hjá Þor-
valdi Guðmundssyni og Jóa
Þorsteins og auðvitað pabba í
Þór. Þetta voru snillingar í því
að bjarga sér út úr hvaða vand-
ræðum sem komu upp og ég
lærði margt af þessum mönn-
um. Sumt af því var svona
ómeðvitaður lærdómur sem
kom að notum síðar. Maður
lærði að bjarga sér við ýmsar
aðstæður.”
Það hefur komið upp alls
konar vesen í sambandi við
það sem þeir voru að fást við?
„Já, útgerðin var öflug á
þessum árum og það komu
alls kyns skip inn til viðgerða,
til dæmis grænlenskir togarar
og norsk hvalveiðiskip. Oftar
en ekki þurfti að smíða eða
steypa hlutina á staðnum.
Þetta kunnu þessir menn, best
allra.”
Heldurðu að þeir hafi kunn-
að þetta betur en aðrir í öðrum
landshlutum?
„Já, ég trúi því. Fjórðung-
urinn bjó við ákveðið sam-
gönguleysi. Menn þurftu bara
að redda sér innan sveitarinn-
ar, út úr því sem að höndum
bar. Ég er alveg viss um að sá
eiginleiki er ansi ríkur í Vest-
firðingum. Ég sé hann bara í
starfsfólkinu mínu. Það getur
bjargað sér út úr erfiðum að-
stæðum hvar sem er í heimin-
um. Við njótum þessarar arf-
leifðar og lít á hana sem einn
af styrkleikum 3X.”
Byrjaðir þú snemma að
grúska í því sama og þeir voru
að fást við?
„Já, við Kitti Fluga æsku-
félagi minn [Kristinn Krist-
jánsson] byrjuðum snemma
að grúska í svona hlutum. Við
rifum í sundur reiðhjól og
settum saman. Svo færðum
við okkur í skellinöðrurnar.
Við lögðum bílskúrinn heima
iðulega í rúst við frekar dræm-
ar undirtektir pabba því við
vorum frekar latir að ganga
frá eftir okkur og skellinöðr-
urnar voru í bútum úti um
allan skúr.”
Hvernig fannst þér að alast
upp á Ísafirði?
„Maður gekk nánast alveg
sjálfala. Það var mikið frjáls-
ræði og við vorum mikið upp
í fjalli að hrella bæjarbúa með
því að velta niður grjóti eða í
einhverjum öðrum strákapör-
um. Þá var maður að sniglast
niður á höfn í kringum karl-
ana. Þetta var bara æðislegt.
Ég get ekki hugsað mér betri
stað til að ala upp börn. Enda
gerði ég það sjálfur, kom heim
og ól upp börnin mín á Ísafirði
og leyfði þeim að njóta sama
frelsis og ég naut sjálfur í
æsku.”
Lífið er ekki alltaf dans á rós-
um. Pabbi þinn lenti í slæmu
vinnuslysi, sprengingu sem
slasaði hann mjög illa.
„Það var reyndar áður en ég
fæddist og gerðist upp úr
1960. Ég kem í heiminn fjór-
um árum síðar. Þeir voru að