Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200824
vel tækjum búnir, erum t.d.
með tölvuskurðarvélar og sér-
staka klefa til að yfirborðs-
meðhöndla stálið.”
Þið hafið kvartað nokkuð
undan aðstöðumun, sérstak-
lega út af samgöngumálunum
sem hafa verið erfið, sérstak-
lega að vetri til?
„Það er vissulega ákveðin
hindrun fólgin í því að vera
með fyrirtækið staðsett þar
sem það er. Hins vegar eru
margir aðrir þættir sem vega
upp þá galla. Við lítum svo á
að meðan gallarnir eru ekki
fleiri en kostirnir þá sé engin
ástæða til að fara. Það er mjög
margt gott í umhverfinu sem
við getum nefnt. Til dæmis
samstarfið við sjávarútvegs-
fyrirtækin. Við eigum gríðar-
lega verðmætt samstarf við
fyrirtæki eins og Bakkavík,
HG, Fiskverkun Jakobs Val-
geirs, Vísi, Íslandssögu og
fleiri aðila sem er mjög ákjós-
anlegt fyrir okkur í vöruþróun
og nýsköpun. Þetta er bara
eins og risastór tilraunastöð
fyrir okkur. Eitt sinn kom for-
stjóri Rannsóknarstofnunar
Fiskiðnaðarins (RF) í heim-
sókn. Hann hallaði sér aftur í
stólnum á skrifstofunni hjá
mér og spurði hvers vegna í
ósköpunum við værum með
fyrirtækið á Ísafirði. Ég spurði
hann á móti hvor okkar væri
með stærri rannsóknarstofu,
hann á Skúlagötu í Reykjavík
eða ég með Ísafjörð, Súðavík,
Bolungarvík, Flateyri og
Þingeyri. Hann horfði á mig
þögull í smástund og svo átt-
aði hann sig á því að aðstaðan
sem við höfðum til að þróa
okkar vöru var okkar sterkasta
hlið. Við höfum ætíð notið
návígisins við iðnaðinn og
höfum átt farsælt samstarf við
hann frá fyrstu tíð.”
Þið eruð núna orðnir með
stærri atvinnufyrirtækjum á
Ísafirði?
„Við teljumst eflaust til þess
hóps. Það hefur kannski ekki
komið til af góðu. Það voru
mjög öflug fiskvinnslufyrir-
tæki á Ísafirði sem nú eru horf-
in á braut. Við höfum vaxið
að sama skapi og erum á
fimmtánda ári. Það má segja
að við höfum vaxið hægt og
örugglega.”
Hversu mikið af ykkar tekj-
um kemur erlendis frá í dag?
„Það er að jafnaði 70 til 90
prósent. Fer svolítið eftir ár-
ferði og hvernig krónan hefur
það hverju sinni en við höfum
lifað mörg mögur ár á meðan
krónan var sterk, á meðan
virkjunarframkvæmdirnar stóðu
yfir fyrir austan. Ofan í kaupið
fengum við niðurskurð á
þorskkvóta sem var svakalegt
áfall fyrir sjávarútveginn og
þar með fyrir okkur sem áttum
mikið undir innlendum mark-
aði á þeim tíma þegar krónan
var það sterk að við vorum
ekki samkeppnishæfir í út-
flutningi. Við erum búnir að
ganga í gegnum harðindi und-
anfarin ár og erum kannski að
njóta augnabliksins núna. En
þá er ástandið þannig að mað-
ur veit ekki alveg hvort maður
á að hlæja eða gráta.”
Maður man eftir ykkur
þremur í vinnugöllunum yfir-
leitt saman. Hvernig var það
fyrir þig að skipta út vélsmíða-
gallanum fyrir skrifstofufötin?
„Það var sérstakt svo ekki
sé meira sagt. Mér hafði nú
aldrei þótt það merkileg vinna
að vera á skrifstofu. Satt að
segja hélt ég að menn kæmu
bara úthvíldir heim til sín eftir
daginn. Þeir sætu við borð all-
an daginn og töluðu í síma
eða við hvern annan. Það er
vissulega mjög ólíkt gamla
starfinu þegar maður stóð við
rennibekkinn tólf til fjórtán
tíma á dag. Ég býst við því að
það væri gott ef maður gæti
gert sitt lítið af hvoru. Þetta er
öðruvísi þreyta.”
Það hafa sprotið upp fleiri
lítil sprotafyrirtæki í kringum
3X Technology eins og Wish
veiðihjólin?
„Já, það var ákveðin til-
raun.”
Eigið þið eitthvað í þessu
fyrirtæki?
„Við eigum eitthvað örlítið
í því en erum búnir að taka
það út úr 3X. Það lifir alveg
sjálfstæðu lífi. Við stofnuðum
líka Rennex, renniverkstæði
sem sinnti okkar framleiðslu.
Það var til að lágmarka áhættu
í rekstri 3X. Við keyptum
mjög dýrar framleiðsluvélar
og ætluðum okkur að ná í auk-
in verkefni sem tengdist renni-
smíði í gegnum það félag
þannig að það þurfti annan
kúltúr og annars konar mark-
aðssetningu. Seinna meir var
það síðan sameinað 3X.”
Hann er mikill veiðimaður
hann Steingrímur sem hann-
aði Wish? Þú ert ekkert í því
sjálfur, eða hvað?
„Jú, ég hef mikinn áhuga á
fluguveiði og mikla veiðiást-
ríðu. Ég hef bara verið í vinn-
unni síðastliðin ár og ekki
verið duglegur að fara í veiði.
Ég hef verið að byggja upp
fyrirtækið. Þegar við héldum
á fyrsta hjólinu fannst mér ég
vera búinn að uppfylla þennan
draum að búa til fyrsta ís-
lenska veiðihjólið. Við Stein-
grímur unnum saman í Stál-
smiðjunni í gamla daga og
þar kviknaði þessi draumur
sem við létum rætast.”
Hvað gerir þú annað en að
vinna?
„Ég er svona rétt að jafna
mig núna eftir tveggja ára
maraþon í námi og starfi. Það
hafa orðið miklar breytingar
á mínum högum síðan 2006
þegar við ákváðum að flytja
frá Ísafirði. Ég fór í masters-
nám í viðskiptafræði í Háskól-
anum í Reykjavík sem ég var
í meðfram starfi mínu hjá 3X.
Á sama tímabili fór félagið í
gegnum mjög erfitt tímabil í
rekstri en 2007 reyndi mjög á
okkur. Þannig að það hefur
eiginlega ekkert verið gert
annað en að sinna vinnunni
sinni og klára þennan skóla
sem ég gerði í vor. Síðan tók
ég reyndar gott sumarfrí með
fjölskyldunni. Við fórum öll
fimm í Evrópureisu sem var
ákaflega skemmtileg og verð-
skuldað fyrir alla að fara að-
eins í burtu saman. Það eru
þónokkuð mörg ár síðan fjöl-
skyldan hefur farið saman í
ferðalag.
Ég á þrjú börn, Rut er elst
Útskrift Jóhanns úr (MBA) Mastersnámi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík sl vor, frá vinstri eru
tengdaforeldrarnir, Hörður og Fjóla, síðan koma Rut, Jóhann Atli, Sonja, Jóhann og Elín móðir Jóhanns.
Jóhann á leið í markið
í sínu fyrsta maraþoni
árið 2006. Í lok hlaups-
ins segist Jóhann hafa
hlaupið meira af vilja en
getu, allavegana síðustu
metrana.
Feðgarnir eru báir með netta mótorhjóladellu og eru á myndinni
staddir á gömlu Þorskafjarðarheiðinni sl. sumar á leið sinni niður
í fallegasta stað Vestfjarða, Langadal Í Ísafjarðardjúpi.
Albert staddur í einni fullkomnustu risahumar-
verksmiðju í heimi, að taka í notkun nýja verksmiðju
sem 3X hannaði og byggði á mettíma (2003)
Jóhann í sömu verksmiðju
með einn sprellifandi risahumar.
Jói og Sonja saman að veiða, Sonja með sinn fyrsta flugulax sem var landað hálftíma síðar.