Bæjarins besta - 18.12.2008, Page 27
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 27
Sköpun býr í hverjum manni
Fallegir verslunargluggar
hafa vakið athygli þeirra sem
leið hafa átt um miðbæ Ísa-
fjarðar að undanförnu, en þar
er að verki útlitshönnuðurinn
Valdís Ólafsdóttir. Hún er
Hornfirðingur en hefur búið á
Ísafirði til margra ára. Valdís
er leikskólakennari og hefur
starfað sem slíkur með hléum
ásamt því að hafa átt og rekið
með meðeiganda sínum blóma-
verslunina Blómabúð Ísa-
fjarðar, sem einu sinni var og
hét.
Í blómabúðarrekstrinum
vaknaði áhugi hennar á vöru-
framsetningu og sölutækni.
Hún ákvað að breyta til, tók
skrefið og fór í nám í Iðnskól-
ann í Hafnarfirði í útstillingar-
hönnun. Útstillingardeildin,
sem er orðin 10 ára, er deild
innan almennrar hönnunar-
deildar skólans. Valdís er
sjálfstætt starfandi útstilling-
arhönnuður og aðstoðar nú
verslunareigendur við að
koma vörum sínum á framfæri
og gleður bæjarbúa í leiðinni.
– Hefurðu unnið lengi sem
útlitshönnuður?
„Nei, ég er nýlega útskrifuð.
Ég fór í Iðnskólann í Hafnar-
firði haustið 2005 á útstilling-
arbraut. Hann er eini skólinn
á landinu sem útskrifar útstill-
ingarhönnuði/útlitshönnuði.
Námið tekur tvö ár og er bæði
bóklegt og verklegt. Margs
konar hönnun er kennd ásamt
sjónlistum, listum og menn-
ingu, markaðsfræði og fleiru.
Við sem höfum fengist við
verslunarrekstur höfum kann-
ski forskot í náminu, þar sem
við þekkjum af eigin reynslu
að vöruframsetning skiptir
miklu máli. Það hjálpar því
óneitanlega að hafa verið
starfandi í verslunargeiranum
þó vissulega snúist útlitshönn-
un ekki eingöngu um verslanir
og gluggaútstillingar. Hún
getur verið margs konar og
þarf ekki að kosta svo mikið.
Hún getur verið í formi ráð-
gjafar um framsetningu vöru
og skipulag verslana, eða þá
að við gætum komið að mál-
um fyrirtækja nokkrum sinn-
um á ári, hún getur snúist um
uppsetningar á veislum og
ráðstefnum, skipulag sýninga
og margt fleira.
Ég trúi því að það að hafa
fagfólk með í ráðum skipti
máli. Vittu til – vara sett fram
á fallegan hátt eykur sölu.“
Fallega framsett
vara kveikir í fólki
– Þér hefur verið vel tekið
af verslunareigendum og bæj-
arbúum.
„Já, mjög svo. Það hefur
óneitanlega áhrif að fólk
stoppar mann á götu til að láta
ánægju sína í ljós. Það sem er
kannski stóra málið er að mark-
aðssetja sjálfan sig, í því er ég
óreynd en samt hvergi smeyk.
Ég gekk í fyrirtæki og kynnti
mig bæði hér heima og á
Reykjavíkursvæðinu, gerði
mér ferilskrá og notaði tölvu-
tæknina. Ég hef verið heppin
að fá verkefni, en efnahags-
ástandið í landinu snertir við
þessari atvinnugrein eins og
öðrum.“
– Hvað varð til þess að þú
fórst út í þetta nám?
„Ég áttaði mig á þessari
sköpunarþörf þegar ég starfaði
við blómabúðarreksturinn,
þar sem við vorum að færa
hluti fram og til baka, bæði
fagurfræðilega og sölulega,
sem varð til þess að varan
seldist frekar. Maður gat svo-
lítið ráðið því hvað seldist með
góðri framsetningu og auð-
vitað vandaðri sölutækni. Ég
var líka alla tíð að færa til
hluti heima hjá mér, heimilis-
fólkið rataði orðið ekki um
húsið því ég var alltaf að
breyta“, segir Valdís og hlær.
„Jú, blómabúðin var kveikjan
að náminu.“
minn er mikið úti á sjó svo ég
get haft hlutina svolítið eftir
mínu höfði. Ég hef verið
heppin að fá verkefni í minni
heimabyggð en get hæglega
tekið að mér verkefni hvar
sem er á landinu. “
– Hvernig fer vinnan fram?
„Starfið er svolítið einyrkja-
starf, sérstaklega þegar maður
er sjálfstætt starfandi, en mjög
fjölbreytt. Vinnan fer þannig
fram að ég hitti þá sem ráða
mig til verka og fæ að vita og
skynja óskir þeirra, þarfir og
væntingar. Síðan tekur við
hugmynda- og skissuvinna,
svo efnisleit og undirbúningur
og síðast framkvæmdin, sem
er látin taka sem stystan tíma
þar sem oft er um að ræða
sölusterkustu svæði fyrirtækja
og verslana.“
– Eitthvað að lokum?
„Já, takk fyrir mig. Lífið er
stutt og það er um að gera að
njóta þess. Hugsum vel um
okkur sjálf og hvert annað.
Hugum sérstaklega að unga
fólkinu, því það er framtíðin.“
sem lífið snýst um. Ég var
kannski svona tilbúin að
breyta til að mér fannst allt
svo skemmtilegt, ekki síst að
fylgjast með þeim nemendum
sem gátu verið börnin mín.
Þau tóku manni svo vel. Í skól-
anum var ótrúlega frjótt ungt
fólk sem ég hafði unun af að
fylgjast með. Þetta var mjög
skemmtilegur tími, mikil já-
kvæðni í hópnum og mikið
framkvæmt. Ég var ekki eini
Ísfirðingurinn í hópnum, við
vorum fimm og útskrifuðumst
fjórar. Ein þeirra er búsett
hér.“
Njótum lífsins
– Ætlarðu í útrás eða verð-
urðu bara á heimaslóðum?
„Er ekki útrásin stórhættu-
leg? Nei, bara grín. Ég hef
verið að kynna mig á Reykja-
víkursvæðinu eins og ég
sagði, en það þýðir þó ekki að
ég ætli að flytja héðan. Maður
getur unnið hvar sem er, burt-
séð frá búsetu, og ég á upp-
komin börn og maðurinn
Skemmtilegt
í skólanum
– Þú ert ekki eingöngu út-
litshönnuður, er það?
„Nei, ég er leikskólakennari
að mennt og útskrifaðist 1978,
það er gott og gefandi starf.
Börn og ungt fólk hafa alltaf
verið mér hugleikin. Ég hef
unnið sem leikskólakennari
með hléum síðan ég útskrif-
aðist en hef þó mest unnið að
sérkennslumálum seinni árin
og var sérkennslustjóri við
Sólborg í sjö ár. Einhvers stað-
ar á þessari leið var ég svo
viðriðin blómabúðarrekstur-
inn. Þegar við seldum hann
fór ég í leikskólann í nokkur
ár en tók svo skrefið og skellti
mér í námið. Ég sé ekki eftir
því vegna þess að ég kynntist
nýjum hlutum og áhugaverðu
fólki og ekki síst frábærum
skóla.
Í Iðnskólanum í Hafnarfirði
er blanda ungra og eldri nem-
enda. Umburðarlyndi er það