Bæjarins besta - 18.12.2008, Side 35
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 35
árum en varð að hætta við
vegna þess að konan vildi ekki
skilja við Smára svo hann gæti
gifzt skrifstofustúlku sem hann
hafði barnað. Það voru víst of
miklir peningar í spilinu sem
fylgt höfðu fyrri konunni, sem
hafði erft föður sinn, vel
þekktan, harðduglegan og virt-
an verzlunareiganda í Reykja-
vík. Svo gekk skilnaðurinn í
gegn með látum. Honum var
mjög brugðið. Deildi hann
Jónu með þessum manni?
Hann varð að hitta hana. Dag-
inn eftir fór hann í Litla verk-
takann, sinn gamla vinnustað,
og spurði eftir Jónu. Elín leit á
hann vorkunnaraugum og
sagði að hún ynni þar ekki
lengur. Það skildi hann ekki og
spurði hvenær hún hefði hætt.
„Rétt eftir að þú hættir. Hún
var lengi búin að vera í sam-
bandi við Smára. Ég skildi
ekkert í þér að vera að snúast í
kringum Jónu eins og þú gerð-
ir og áttir þessa fínu konu.“
Hann ákvað að segja Elínu
ekki af því hve langt samband
þeirra Jónu hefði gengið enda
sagði Elín honum að vara sig á
henni. „Hún er falleg og skæð.
Smári á eftir að finna fyrir því,
kvæntur maðurinn. Það endar
illa og allir karlmenn ættu að
vara sig á henni. Hún er
blóðsuga.“
Vinur Jónu reyndist reka
stórfyrirtækið Hring sem
keypti í Glitljósi fyrir lán frá
vinum í Þjóðbankanum, sem
stofnaði í útlöndum sparifjár-
reikninga sem áttu að heita
Þjóðbanka-sparireikningar,
National Bank Savings
Accounts sem var síðan stytt í
Nicesave og gekk vel. Auðvit-
að kynntust bankamenn inn-
byrðis enda hittust þeir á fín-
asta barklúbbi borgarinnar,
Fjárhirðinum, sem í daglegu
tali gekk undir nafninu Fjárinn.
Strákarnir úr Þjóðbankanum
sögðu honum að þessi hug-
mynd svínvirkaði og að auk
annars bankastjórans, Krist-
jóns Ármannssonar, væri aðal-
heilinn á bak við útfærsluna
kona sem unnið hefði lengi í
bankanum og héti Eyfríður
Sigurjónsdóttir. Peningarnir
streymdu inn á reikninga í
Bretlandi og Hollandi og bank-
inn bólgnaði út eins og ofalinn
kálfur. Um kvöldið sat hann á
barnum á Norðurljósi þegar
hann sá Jónu koma inn. Hann
lét lítið fyrir sér fara. Hún gekk
að barnum og talaði við stúlk-
una innan barborðsins, sem
benti í átt til hans. Jóna gekk til
hans og brosti út að eyrum.
„Gott að sjá þig Magnús.“
Hann þagði. „Ertu ekki glaður
að hitta mig?“ Hann svaraði
engu, fann vel fyrir áhrifum
áfengisins og hvernig reiðin
blossaði upp í honum. Jóna
gekk að honum og ætlaði að
kyssa hann. Um leið sneri
hann sér undan og sagði: „Ég
kyssi ekki hórur.“ Hún sló
flötum lófa í andlit hans og
sagði: „Hver setur sig á háan
hest? Ég veit ekki betur en þú
sért sjálfur með allar klær úti
til að krækja í peninga og
verða ríkur. Það er enginn
munur á okkur. Við erum ekki
par. Þú vilt engar skuldbind-
ingar og ert of upptekinn af
sjálfum þér til þess að nokkur
kona endist hjá þér.“ Hann
roðnaði og varð enn reiðari og
sagði: „Segir hver? Konan sem
heldur við giftan mann?“ „Ég
held ekkert við hann. Við erum
bara vinir og þér kemur ekkert
litsins og segja þeim frá upp-
götvun sinni. Þar á bæ hafði
enginn áhuga. Um smámuni
væri að ræða, enda var það víst
ekki stefna Fjármálaeftirlitsins
að sinna slíkum smámálum, og
sumir bankamenn gerðu grín
að því og getuleysi þessarar
fínu stofnunar til að taka á
málum. Utanlandsferðir væru
meira spennandi en eitthvert
jag. Í bankaheiminum var
bannað að svíkja félaga sína.
Svikarar voru útilokaðir.
Glitfar, dótturfyrirtæki
Glitljós banka, beið ekki með
að rukka fyrir bílinn og þegar
hann gat ekki borgað hirtu þeir
hann af honum og rukkuðu
afganginn sem safnast hafði
upp og að auki bættu þeir við
reikningi vegna skemmda og
slits á bílnum. Hann gat ekki
borgað þessa hálfu milljón sem
þeir vildu fá. Síðar gerði hann
sér grein fyrir því hve heppinn
hann var að þeir skyldu taka
hann þá en ekki seinna. Það
hefði orðið enn dýrara. Nú var
hann líka húsnæðislaus og
vissi ekki hvert hann var að
fara, bíllaus, skuldugur og at-
vinnulaus. Ekki hafði verið
flókið að finna atvinnu. En það
gekk bara ekki núna. Páll og
Bjartur höfðu ekki einu sinni
handa honum vinnu. Þeir gátu
lofað honum að vera í herbergi
í húsi sem fyrirtækið átti úti í
bæ. „Bara borga seinna vinur,
þegar betur gengur.“
Svo féll stóra bomban.
Bankinn hafði strax farið í það
að gera fjárnám fyrir yfirdrætt-
inum með tryggingabréf í
bakhöndinni. Þannig var kom-
ið, að nú sat hann fyrir framan
Sigrúnu fyrrum sambýliskonu
sína á skrifstofu sýslumanns
og átti engin svör við því
hvernig hann ætlaði að greiða
meira en 700 þúsund krónur.
Hún starði á hann með blik
vorkunnar í augum og sagði:
„Ég skal bjarga þér og lána þér
fyrir þessu, en þú verður að
borga.“ Eins og lamaður sat
hann og gat ekki einu sinni
þakkað fyrir sig. Sloppinn í
bili en vissi ekki hvað hann átti
af sér að gera. Hann staulaðist
einhvern veginn út og skildi
ekkert í fyrrum sambýliskonu
sinni að vilja hjálpa sér. Þó
hann hefði viljað afþakka gat
hann það ekki. Stoltið varð að
víkja. Hann tók strætó að Litla
verktakanum, þurfti að tala við
einhvern. Hvorki Páll eða
Bjartur voru við. Elín bauð
honum að bíða og ekkert ann-
að að gera hvort eð var.
Elín bauð honum kaffi og
spurði hvernig honum liði.
Fyrst varð fátt um svör, en svo
sagði hann henni undan og of-
an af sínum högum, líka af
samskiptum þeirra Jónu og öll-
um sínum vandræðum og góð-
semi Sigrúnar, sem hann vissi
ekki hvenær væri hægt að
endurgreiða. „Ég vissi að hún
væri góð stúlka. Hún ræddi
stundum við mig um þig og
skildi ekkert í þér. Henni þykir
vænt um þig, en hefur fengið
nóg, en getur ekki hugsað sér
að sjá þig fara í hundana. Þig
vantar vinnu. Hvað viltu gera,
hvað geturðu gert?“ „Allt“
sagði hann örvæntingarfullur
og vissi að það var ekki sjón
að sjá hann. Ennþá gerði hann
sér vonir um að eitthvað kæmi
út úr Gímaldi og hann gæti þá
borgað. „Ef þú vilt skal ég tala
við pabba og spyrja hvort hann
geti notað þig með sér á
trillunni heima á Akurfirði.
Hann vantar einhvern með sér,
hann er farinn að eldast og
þetta hefur alltaf gengið vel hjá
honum.“
„Vill hann það?“ spurði
Magnús með vonarblik í aug-
um. Hún sagði svo vera og
hann vildi líka lofa honum að
búa hjá sér. Þegar hann vildi
vita af hverju Álfgeir faðir
hennar væri svona almenni-
legur svaraði Elín því til, að
hún væri frænka Sigrúnar og
gæti ekki hugsað sér að gamall
vinnufélagi yrði bjargarlaus
þótt gallagripur væri, og pabbi
sinn væri sér sammála. „Þú
getur byrjað í næstu viku“
sagði hún og rétti honum tutt-
ugu þúsund krónur fyrir flug-
farinu. Hann þakkaði fyrir sig
og kvaddi. Þetta var fyrir tæp-
um þremur mánuðum. Helgina
eftir hrundi bankakerfið og
Gímaldsgróðinn var fyrir bí.
Allt var hrunið í lífi hans, eng-
in kona, enginn bíll, engir fé-
lagar. Hið ljúfa líf viðskipta-
fræðingsins í bankaheiminum
var horfið. Saknaði hann þess?
Nei, en hann var sjálfum sér
reiður fyrir að hafa klúðrað
tækifærunum. Leiðin til Sig-
rúnar var glötuð. Hún tók upp
samband við lækni, ekkjumann
með tvö lítil börn, og blómstr-
aði, hafði sent honum skilaboð
með Elínu um að hafa ekki
áhyggjur af skuldinni því hún
treysti honum þrátt fyrir allt að
minnsta kosti til að borga.
Hann hefði þó sagt henni
hvernig hún ætti að spara. Því
hafði Magnús gleymt.
Hvílík tilbreyting að standa
á dekki og draga ýsu og þorsk,
þótt stundum blési. Glitrandi
hreistur sjávargullsins settist í
fötin hans. Hverju skipti þótt
allt féð væri tapað, Sigrún og
Jóna líka og Eirgerður orðin
bankastjóri Nýja Glitljós
banka? Hann andaði að sér
sjávarloftinu. „Elín kemur á
morgun. Vertu almennilegur
við hana. Hún er betri mann-
þekkjari en þú og hefur trú á
þér. Ég veit að þér helzt ekki á
konum, en hún hefur reynzt
þér vel. Sýndu nú hvað í þér
býr og að þú hafir lært eitt-
hvað.“ Um órakað andlit Álf-
geirs lék einhvers konar bros
eða glott. „Mamma hennar er
svona líka. Treystu Elínu.“
Meira var ekki sagt á
heimsiglingunni.
Þeir voru nýkomnir í land á
Þorláksmessu og hlustuðu á
fréttir á leiðinni um endalaus
vandamál í samfélaginu og
vandræðagang ríkisstjórnar-
innar við að leysa úr flóknum
viðfangsefnum. Margir höfðu
tapað öllu sínu líkt og hann
sjálfur og frekar svart fram-
undan. Það eina sem Álfgeir
sagði, markaður rúnum langs
og erfiðs lífs, var: „Þegar
heimskan gengur náttúruham-
förum framar líkar mér það
ekki.“ Það var logn á Akurfirði
og skreytingar loguðu um allt.
Finna mátti lykt af kæstri skötu
í loftinu og hún biði þeirra hjá
Oddnýju móður Elínar. Hann
hafði lært að verða nægjusam-
ari síðustu vikurnar og hlakk-
aði til þess að hitta Elínu.
Aumingja bankamennirnir á
Fjáranum, hugsaði hann. Þeir
höfðu reyndar margir misst
vinnuna.
Fötin glitruðu af hreistrinu.
Það var að minnsta kosti
alvöru glit, ekki fals og hjóm.
Hann hlakkaði til jólanna og
yrði ekki einn.
á kaupréttarsamningum, festu
verðið og svo gátu þeir keypt
seinna þegar verðið var orðið
miklu hærra en samnings-
bundið kaupverð. Þeir stofn-
uðu einkahlutafélög um kaup-
in, svona rétt til þess að
minnka áhættuna, sem þeir
sögðu þó að væri engin. Ekki
gat hann verið síðri. Stundum
velti hann fyrir sér hvort þetta
væri siðferðilega rétt. En svo
tók asinn við.
Þannig leið sumarið. Það fór
að kvisast út innan banka-
heimsins að eitthvað kynni að
draga saman á peningamarkaði
þegar liði fram á næsta ár.
Flestir gerðu lítið úr því enda
var Fjármálaeftirlitið iðið að
gefa út heilbrigðisvottorð fyrir
bankakerfið og ráðherrar mót-
mæltu því að nokkuð væri að,
þótt einhverjir fúlir Danir væru
að nöldra um að ekki gengi allt
sem skyldi og þessi íslenzka
fjármálablaðra hlyti að
springa. Forsetinn og ráðherrar
voru viðstaddir ýmsar uppá-
komur á vegum banka og
fyrirtækja bæði innan lands og
utan, sem renndu stoðum undir
að allt væri í fínum gangi.
Einstaka sinnum hitti hann
Sigrúnu og komst að því að
hún vann sem fulltrúi hjá
sýslumanninum í Reykjavík,
og þar var nóg að gera. Fólk
skuldaði víst mikið og þurfti
að mæta í fjárnám og svo voru
fasteignir og bílar seld á nauð-
ungaruppboðum. Hún hafði
áhyggjur en hann ekki. Ennþá
gat hann borgað hótelið, en nú
þurfti yfirdrátt til þess. Sigrún
sagði að hann væri galinn að
eyða peningunum svona. Hann
gæti eins kastað þeim út um
gluggan. Hagnaðurinn af Gím-
aldi beið hins vegar handan
við gluggann.
Jónu hitti hann sjaldan nú
orðið og hann hafði áttað sig á
því að hún hafði ekki tekjur frá
Litla verktakanum sem dygðu
til þess að lifa því mikla glans-
lífi sem við blasti. Loks varð
honum ljóst að hún hlaut að
eiga í nánu sambandi við
manninn frá Hring. Ekki hafði
gengið svo lítið á þegar hann
hafði kvænzt skrifstofustúlku
sem starfaði fyrir fyrirtæki við-
skiptafélaga síns sem rak Loft
Group fjárfestingafyrirtækið.
Gat verið að Jóna héldi við ný-
kvæntan manninn og ætti líka í
sambandi við hann sjálfan?
Reyndar höfðu þau ekki sézt í
tvær vikur og sá tími hafði ver-
ið fljótur að líða. Glitljós var
að opna útibú í Stokkhólmi,
sem átti að vera leið til að fá
sparifé Svía inn á reikninga
svipaða Nicesave-reikningum
Þjóðbankans. En hvar hafði
Jóna verið og hvað var hún að
gera?
Á leiðinni af barnum og
heim á hótel kom hann við í
sjoppu til að kaupa kók. Með-
an hann beið eftir afgreiðslu
leit hann yfir blöðin sem voru
til sýnis og rak augun í forsíðu
Satt og logið. Honum krossbrá.
Það var mynd á forsíðunni af
Jónu og forstjóra Hrings.
Fyrirsögnin var: „Er hjóna-
bandið farið í hundana?“ Hann
keypti blaðið. Frásögnin var
ekki merkileg en það voru
fleiri myndir af þeim og vinur-
inn hét Smári Jóhannsson. Nú
mundi hann hvar hann hafði
séð hann áður. Litli verktakinn
hafði unnið að því að breyta
fyrir hann húsi þegar hann ætl-
aði að gifta sig fyrir tveimur
við hvað við gerum saman. Þú
getur átt þig og ég vona að allt
þitt brölt endi illa. Þú ert and-
styggilegur.“ Hún rauk á dyr.
Hún var glæsileg þegar hún
strunsaði út af barnum. Honum
sortnaði fyrir augum og vissi
ekki hvað til bragðs átti að
taka. Auðvitað hafði hann
verið andstyggilegur. Sjálfsagt
hefði hann átt að hlusta á hana.
Það hafði hann aldrei gert,
ekki frekar en á Sigrúnu, sem
þó elskaði hann örugglega eða
hafði gert. Drukkinn staulaðist
hann upp á herbergi og fann
fyrir tómleika. Hann fældi alla
frá sér og vildi bara njóta
lífsins, en það var ekki svo
skemmtilegt núna. Skuldin við
hótelið var há. Fyrir utan var
tekið að skyggja enda hafði
verzlunarmannahelgin liðið í
einhvers konar leiðslu. Vinna,
Fjárinn og allt rann saman í
eitt. Hvers virði var þetta allt
saman? Auðvitað má ekki láta
á sér bilbug finna, þá sýnir
maður veikleikamerki, sem er
bannorð í bankaheiminum.
Tómleikatilfinningin fylgdi
honum næstu daga og vikur en
lífið gekk sinn vanagang, eða
þannig. Danskir blaðamenn
höfðu komið í bankann og
vildu tala við einhvern sem
gæti sagt þeim hvað væri að
gerast í íslenzkum banka- og
fjármálaheimi. Þannig leið
ágústmánuður án þess að
nokkuð markvert gerðist. Hann
heyrði ekki aftur frá Jónu, en
Sigrún hafði hringt í hann til
að athuga hvort allt væri í lagi.
Hún var að fara í sumarfrí
heim til sín norður í land og
bauð honum að koma með, en
það fannst honum ekki passa
þó hann væri einmana.
Verkefnin í bankanum tengd-
ust útreikningum á því hvernig
stofna mætti sparifjárreikninga
í útlöndum svipaða Nicesave.
Hann mundi ekki hvenær það
rann upp fyrir honum að
gríðarlegir fjármunir hlytu að
hafa safnast á Nicesave, en um
svipað leyti fann hann að eitt-
hvað var farið að ergja yfir-
mennina. Vissulega þyrfti ný
lán til þess að bankinn gengi
áfram, en lánshæfismat var
gott, og ástæðulaust annað en
að nóg framboð væri af
peningum.
Einn daginn kom hann í
bankann og gekk framhjá ungu
starfsfélögunum, sem síðustu
dagana höfðu fengið bónus
fyrir að hringja í innistæðueig-
endur og bjóða þeim að flytja
peninga af bankareikningum
yfir í peningamarkaðssjóði og
helzt að kaupa hlutabréf í
Glitljósi, því gengið ætti eftir
að hækka. En það lækkaði bara
og hann var farinn að velta
fyrir sér framtíð sinni og gróð-
ans sem átti að koma af
Gímaldi. Allt í einu áttaði hann
sig á því að eitthvað var að.
Fyrir tilviljun uppgötvaði hann
að bankinn hlaut að svindla á
upplýsingagjöf til Fjármála-
eftirlits og Kauphallar. Hann
komst að því að deildarstjórinn
Eirgerður Brynjarsdóttir hafði
ekki borgað hlutabréf sem hún
hafði nýtt sér kauprétt á fyrir
175 milljónir, og þeir peningar
voru skuldfærðir, en hún ætl-
aði greinilega ekki að borga,
því kaupverðið var að verða
hærra en andvirði hlutabréf-
anna. Hann ákvað að láta yfir-
mann sinn vita. Daginn eftir
beið uppsagnarbréf á skrif-
borðinu, og þótt hann reyndi
að ná í yfirmanninn, þá var sá
bara ekki við. Þá barst rukk-
unarbréf fyrir því sem hann
skuldaði vegna Gímalds og
uppsögn á yfirdrætti í bank-
anum. Heimurinn hrundi. Í
byrjun september stóð hann
uppi atvinnulaus og fékk engar
skýringar á því af hverju hann
var rekinn frá bankanum.
Ekkert var hægt út á störf hans
að setja, en nú gat hann ekki
borgað hótelið og varð að fara
með nokkura vikna skuld á
bakinu, og ekki gat hann
borgað af jeppanum. Hann
ákvað að fara til Fjármálaeftir-
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrum skattstjóri
og síðan sýslumaður á Ísafirði og nú sýslu-
maður á Selfossi, hefur um langt árabil ritað
jólasögur í Bæjarins besta. Sú fyrsta birtist í
jólablaði BB árið 1986 og síðan hafa sögur
hans birst árlega að undanskildum árunum
1992 og 1993. Hér birtist nýjasta jólasaga
Ólafs Helga „Glimrandi snauð jól.“