Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Síða 36

Bæjarins besta - 18.12.2008, Síða 36
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200836 Sr. Fjölnir ásamt eiginkonu sinni Heiðrúnu Tryggvadóttur og börnum. Gott að vera komin heim Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og Heiðrún Tryggvadóttir eru nýju prestshjónin í Holti í Ön- undarfirði. Fjölnir var áður sóknarprestur á Skagaströnd. Hann vígðist til prestsþjón- ustu árið 2002 og hefur gegnt prestsstörfum víða um land, nokkur fyrstu árin sem afleys- ingaprestur. Eiginkona séra Fjölnis er Heiðrún Tryggva- dóttir kennari og eiga þau þrjá syni. Bæjarins besta ákvað að kynnast nýju prestshjónunum og settist niður með þeim yfir kaffibolla. „Heiðrún er Ísfirðingur“, segir sr. Fjölnir. „Við fluttum á Ísafjörð árið 2000 og ég var við ýmis störf fram til 2002. Þá um haustið sótti ég um að fá að starfa sem afleysinga- prestur og þjónaði síðan sem slíkur á ýmsum stöðum. Fyrst ár á Sauðárkróki, þaðan fórum við til Vestmannaeyja, síðan á Höfn í Hornafirði og loks á Tálknafjörð. Árið 2006 er ég svo fastráðinn á Skagaströnd og þar höfðum við búið í rúm- lega tvö og hálft ár áður en við fluttumst hingað. Okkur leið mjög vel á Skagaströnd en það togaði í okkur að koma vestur. Héðan eigum við góð- ar minningar.“ Fjölnir hafði reyndar lengi haft augastað á Holti. „Presta- kallið var síðast auglýst laust árið 2000 um það leyti sem ég var að klára námið og því var ég ekki gjaldgengur að sækja um. Síðan hef ég alltaf haft auga á þessu prestakalli.“ – Hvernig leggst það í ykkur að vera komin vestur? „Mjög vel. Hér erum við í umhverfi sem við þekkjum og hér eigum við stóran vina- og frændgarð. Sem er líka mjög gott fyrir strákana okkar. Það var mjög sérstakt að flytja t.d. til Eyja eða Hafnar í Hornafirði þar sem maður þekkti engan. Við vorum þó mjög fljót að kynnast fólki. En það er allt öðruvísi upplif- un að flytja vestur á firði þar sem maður kannast vel við sig.“ Nýtt að búa úti í sveit Heiðrún er kennari að mennt en er eins og stendur í fæðing- arorlofi með yngsta soninn, sem kom í heiminn á Jóns- messunni í sumar. „Ég ætla að klára fæðingarorlofið mitt og síðan sé ég til hvað ég geri næsta haust. Hingað til hefur ekki verið erfitt að fá starf sem kennari þó að það sé ef til vill að breytast. Á öllu þessu flakki hef ég alltaf getað geng- ið inn í kennarastarf. Alltaf er þörf fyrir kennara og það hefur komið sér mjög vel að vera í þessu starfi þegar maður er giftur afleysingapresti. Það er oft grínast með það að prestar séu annað hvort giftir kennur- um eða hjúkrunarfræðing- um“, segir Heiðrún. „Já, það er mjög algengt. Enda hagkvæmt“, skýtur Fjöl- nir að kíminn. „Við erum mjög ánægð með að vera komin aftur á Vest- firðina“, heldur Heiðrún áfram. „Við höfum fengið svo góðar móttökur við komuna að við erum mjög spennt fyrir þessu. Eldri strákarnir okkar eru einnig mjög ánægðir. Þetta eru

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.