Bæjarins besta - 18.12.2008, Page 37
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 37
mikil viðbrigði fyrir þá þar
sem þeir fara með skólabíln-
um yfir á Ísafjörð í skólann á
hverjum degi, auk þess sem
skólinn þar er töluvert stærri
en skólinn á Skagaströnd sem
taldi 110 nemendur. En það
vill þeim til happs að þeir eru
báðir í Kaupfélagshúsinu og
eru því frekar afmarkaðir, og
svo hafa þeir auðvitað stuðn-
ing hvor af öðrum og eiga
frændsystkini í skólanum. Þeir
bera sig mjög vel þrátt fyrir
að það sé ekki auðvelt að byrja
í skóla svona á miðjum vetri.“
„Lífið er annars óðum að
komast í fastar skorður. Ég
hugsa að eftir nokkra daga
eigi manni eftir að líða eins
og við höfum alltaf verið
hérna“, segir Fjölnir.
„Það er líka nýtt fyrir okkur
að búa úti í sveit. Okkur líst
mjög vel á það. Við höfum
líka búið á fámennum stöðum
áður, eins og t.d. á Tálknafirði,
og þar leið okkur mjög vel“,
segir Heiðrún.
„Segja má að Tálknafjörður
eigi sérstakan stað í hjarta
okkar, þó svo að okkur hafi
liðið vel á öllum þeim stöðum
sem við höfum búið á“, bætir
Fjölnir við.
„Já, alls staðar er gott að
vera“, segir Heiðrún. „En þetta
hefur í för með sér að jóla-
kortalistinn er orðinn endalaus
og maður hefur lent í því að
hitta einhvern í Kringlunni
sem maður þekkir en muna
ómögulega hvaðan á landinu
hann er.“
„Við getum orðið sagt að
við „þekkjum“ mörg þúsund
manns“, skýtur Fjölnir að.
„En hingað erum við komin
til að vera og erum hætt öllu
þessu flakki“, segir Heiðrún.
Alltaf breytingar
með nýjum mönnum
– Má búast við einhverjum
nýjum áherslum í prestsstarf-
inu eftir að þú tekur við, séra
Fjölnir?
„Það eru alltaf einhverjar
breytingar með nýjum mönn-
um en ég vona að ég geti starf-
að í samlyndi við alla og verið
til gagns. Fólk hér er mjög
jákvætt og skemmtilegt svo
maður finnur það á sér að hlut-
irnir eigi eftir að ganga vel.
Allavega leggst þetta vel í
mig. Ég er náttúrlega búinn
að kynnast kirkjustarfi víða á
landinu og hef þannig náð að
safna í sarpinn. Ég sé því ýmsa
möguleika framundan.
Og svo eins og Heiðrún
sagði áðan, þá höfum við
aldrei prófað að búa í sveit
áður. Það verður spennandi
að sjá þegar vorar þá mögu-
leika sem fylgja því að eiga
heima á bújörð yfir bjargræð-
istímann.“
– Ertu ekki að taka við starf-
inu á mjög annasömum tíma
fyrir presta?
„Jú, jólahelgihald er alltaf
mikilvægt og verður að vera
með ákveðnu sniði, svo ég
verð að koma mér ansi hratt
inn í hlutina. Svo fylgir jólun-
um margt ósýnilegt sem mað-
ur þarf að huga að. Margir
eiga um sárt að binda, hafa
kannski misst ástvini og þá
geta hátíðirnar verið erfiður
tími. Þó svo að þetta sé mikil
fjölskylduhátíð og flestir
gleðjist, þá má ekki gleyma
hinum.“
„Þetta eru líka sérstök jól
að því leyti“, bætir Heiðrún
við, „að þetta eru fyrstu jólin í
þeim efnahagsþrengingum
sem landinn stendur nú frammi
fyrir, þó svo maður viti ekki
ennþá nákvæmlega hvaða
áhrif þessar þrengingar eiga
eftir að hafa.“
„Já, þetta eru jól í kvíða hjá
mörgum. Og ekki er ólíklegt
að flestir sýni hófsemi við
jólahaldið, en það er ekki þar
með sagt að jólin verði neitt
verri fyrir vikið. Kannski að
þau verði látlausari, en þegar
maður er í faðmi fjölskyld-
unnar á það ekki að skipta
máli“, segir Fjölnir.
Fall er fararheill
Það gekk ekki áfallalaust
fyrir prestshjónin að flytja
vestur og blaðamaður vonar
að hér eigi við máltækið fall
er fararheill.
„Daginn sem Fjölnir fór í
starfsviðtalið fór bankinn okk-
ar á hausinn. Óneitanlega
hugsaði maður með sér að það
væri nú eflaust ekki það snið-
ugasta í heimi að leggja í bú-
ferlaflutninga þegar svona
stæði á. En við ákváðum að
kostirnir væru svo margir að
það væri vel þess virði“, segir
Heiðrún.
„Segja má að þetta hafi
verið mjög stressþrunginn
tími, bæði vegna ástandsins í
þjóðfélaginu og svo hvort
maður fengi brautargengi hér
vestra. Það tæmdist ört af raf-
geyminum“, segir Fjölnir og
hlær.
– Og eflaust ekki auðvelt
að flytja þvert yfir landið með
ungbarn.
„Nei, það er nú ekki það
þægilegasta í heimi að pakka
búslóð með kornabarn á hand-
leggnum. Og svo þegar ég var
að taka síðustu spýtuna úr
gámnum fyrir utan nýja heim-
ilið fékk ég svo svakalegt þursa-
bit, að Heiðrún þurfti að aka
mér á sjúkrahús. Ég hef aldrei
fengið svona bit áður og vissi
hreinlega ekki hvað var að
gerast. Ég var nýbúinn að vera
að burðast með píanóið og
svo fór þessi litla spýta svona
með mig. En ég var nú fljótur
að ná mér aftur á strik“, segir
Fjölnir.
„Við höfum sem sagt flutt
með okkur píanó á alla þá
staði þar sem við höfum búið.
Það er heimamundurinn og
því ómissandi. En fall er farar-
heill. Og við trúum því að það
sé kraftur í fjöllunum og fólk-
inu og mannlífið hér eigi sér
bjarta framtíð. Okkur finnst
gott að vera komin heim.“
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirðingum öllum gleðilegra
jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
Óskum starfsfólki okkar,
viðskiptavinum og Vestfirðingum
öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs
árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu
sem er að líða
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirðingum öllum gleðilegra
jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
Súðavíkurhreppur
Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði
sendir félagsmönnum, velunnurum og öðrum
Vestfirðingum bestu óskir um gleðileg jól
og heillaríka framtíð.
Þökkum stuðninginn á líðandi ári.
Vestfirðingar, ferðafólk!
Hugheilar jóla- og nýárskveðjur frá Reykjanesi. Innilegar þakkir
fyrir samstarf og viðskiptin á árinu sem er að líða.
Ferðaþjónustan Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, sími 456 4844.
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirðingum öllum gleðilegra
jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla-
og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða
Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla-
og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða
Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla-
og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða