Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 19
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 70
29 Hópstarf til að bæta félagslega færni fólks í geðrænum vanda
Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir1'2, Kristín V. Ólafsdóttir', Elva Sturludóttir1, Sigrún
Júlíusdóttir2
’Geðsviði Landspítala, :félagsráðgjafardeild HÍ
sveinbsv@landspitali.is
Bakgrunnur: Ritrýnd grein sem hefur verði birt í vísindatímariti byggir
á sögu, hugmynda-fræði og kenningum um hópstarf ásamt niðurstöðum
rannsóknarinnar.
Markmið rannsóknarinnar var að athuga, með eigindlegum viðtölum
við þátttakendur í hópstarfi hvort þeir teldu að þau markmið sem þeir
settu sér varðandi félagsfærni, hefðu náðst. Þeir sem veikjast af alvar-
legum geðsjúkdómi eiga oft erfitt með að mynda tengsl og verða oft
félagslega einangraðir.
Aðferðafræði í hópstarfinu byggir á kenningum um gagnkvæman
stuðning í raun (Gitterman, 2004) sem á rætur að rekja til kenninga
William Schwartz (1961) og eru almennt þekktar sem gæðastaðall í
hópstarfi (Steinberg, 2010). Þýðið var átta einstaklingar sem tóku þátt í
hópstarfi á einni endurhæfingardeild geðsviðs. Rannsóknarspurningin
var: Hvemig þjónar hópstarf þeim sem eiga í geðrænum vanda best og hvaða
þættir hópstarfsins koma þeim sem best að notum? Fjögur megin þemu voru
skilgreind úr viðtölunum: (1) samskipti ogfélagsleg tengsl, (2) stuðningur og
sjálfsefling, (3) samkennd og traust, (4) Hagnýt ráð og leiðsögn
Niðurstöður: Gagnsemi hópstarfsins var fyrst og fremst fólgin í félags-
legum og tilfinningalegum stuðningi, sem hefur mikið meðferðarlegt
gildi. Að hitta aðra í sambærilegri stöðu kemur af stað flæði óskilgreindra
krafta innan hópsins. Fyrstu þrjú þemun endurspegla vel það sem þátt-
takendur töldu sig helst fá út úr hópstarfinu. Sett markmið varðandi
félagsfærni og sjálfstraust náðust og nýttust í daglegu lífi þáttakendanna.
Ályktun: Rannsóknin styður kenningu um að viðurkenning og stuðn-
ingur sem þátttakendur fá í hópstarfi séu gríðarlega mikilvægir þættir
í endurhæfingu þeirra og geti hjálpað verulega í sálfélagslegri vinnu.
Skoða þarf þær aðferðir sem beitt er til að gera starfið enn markvissara.
Greinina má nálgast á: http://dx.doi.org/10.1080/01609513.2011.602221
30 Tal um dauðann. Tal um eigin yfirvofandi dauða - kynjamunur
Bragi Skúlason, Ásgeir R. Helgason
Landspítala og Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
bragi@landspi tal i. is
Inngangur: Óbirt forkönnun á Landspítalanum á 14 körlum og 10
konum, sem voru annaðhvort í líknarmeðferð eða með skráð í sjúkraskrá
að ekki ætti að endurlífga þau.
Markmið: Markmið könnunarinnar var að meta hvort greinanlegur
munur væri á því hvort karlar annars vegar og konur hins vegar opni á
umræðu um eigin yfirvofandi dauða.
Aðferðir: Allir sjúklingar sem óskuðu viðtals við sjúkrahúsprest (BS) á 10
vikna tímabili voru hluti af eigindlegri athugun.
Niðurstöður: Af 14 karlmönnum áttu 4 (29%) frumkvæði að umræðu
um eigin yfirvofandi dauða, innan tímaramma 30 mínútna viðtals. Af 10
konum áttu 6 frumkvæði að umræðu um eigin yfirvofandi dauða. Byggt
á þessum niðurstöðum var hafinn undirbúningur að stærri könnun, sem
stendur nú yfir. Fyrstu niðurstöður staðfesta niðurstöður forkönnunar.
Ályktun: Niðurstöður þessarar forkönnunar gefa til kynna mun á opnun
á umræðu um eigin yfirvofandi dauða á milli karla og kvenna.
Tal um dauðann. Forkönnun
Karlar % (N=14) Konur % (N=10)
Fyrsta viðtal
Frumkvæði að umræðu af hálfu sjúklinga 29(4/14) 60 (6/10)
Engin umræða um dauðann 71 (10/14) 40(4/10)
Annað viðtal
Þeir sem ekki töluðu um eiginn dauða í fyrsta viðtali N=10 N=4
Óskuðu ekki eftir öðru viðtali 64 (9/14) 71 (8/10)
Óskuðu eftir öðru viðtali n=5 n=2
Engin umræða um dauðann 100 (5/5) 100(2/2)
31 Dánarhlutfall íslenskra ekkla og samanburðarhóps: 6-9 ára
skoðun
Bragi Skúlason1-'■*, Lilja Sigrún Jónsdóttir3, Valgerður Sigurdardóttir1, Ásgeir R.
Helgason2-5
'Háskóla íslands, Landspítala, 'I-Iáskótanum í Reykjavík, 3landlæknisembættinu, 4líknardeild
Landspítala, 5Karolinska Institutet, Stokkhólmui
bragi@landspitali. is
Inngangur: Kannanir hafa sýnt að ekklar virðast hafa hærri tíðni ótíma-
bærs dauða en aðrir karlar og líka hærra hlutfall en ekkjur. Nokkrar rann-
sóknir sýndu mesta hættu á fyrsta hálfa árinu eftir missi, en aðrar hafa
sýnt hættu mun lengur, oft tengt tilteknum dánarorsökum.
Markmið: Markmið þessarar könnunar var að meta hvort íslenskir
ekklar séu með hækkað dánarhlutfall samanborið við karla á sama aldri
og sams konar búsetu í 6-9 ár eftir missi.
Aðferðir: Ekklarnir voru fæddir á árunum 1924-1969 og eigin-
konur þeirra létust á árunum 1999-2001.Vísindasiðanefnd, Persónu-
vernd og Hagstofa fslands veittu leyfi fyrir þessari rannsókn.
31. desember 2001 voru fengin nöfn íslenskra ekkla, sem voru búsettir á
íslandi og höfðu misst eiginkonur sínar á árunum 1999-2001. Ennfremur
voru fengin nöfn samanburðarhóps kvæntra karla. 14 ekklar sem höfðu
misst eiginkonu á tímabilinu voru þegar látnir. 357 ekklum og 357
kvæntum körlum var fylgt eftir á árunum 2002-2007. Dánarhlutfall allra
karla á íslandi fæddra 1924-1969 var ennfremur skoðað. Dánarorsakir
ekklaima og eiginkvenna þeirra voru skoðaðar til að kanna hugsanleg
tengsl þar á milli. Þegar dánarorsakir voru kaimaðir hjá samanburðar-
hópi og eiginkonum þeirra kom í ljós að þar voru engin hjón látin,
hendur einungis annar aðilinn.
Niðurstöður: Tölfræðilega marktækur munur fannst á milli ekkla og
samanburðarhóps. Ekki var hægt að útiloka að lífsstílstengdir áhrifa-
þættir stuðluðu að hækkuðu dánarhlutfalli í ekklahópnum.
Ályktun: Að vera ekkill tengdist aukinni áhættu um dauða í a.m.k. 9 ár
eftir makamissi.
32 Nýrnastarfsemi hjá eldra fólki eftir 12 vikna styrktarþjálfun og
próteindrykki
Alfons Ramel', Atli Amarson1, Ólöf Guðný Geirsdóttir'ÁKristín Briem2 Pálmi V
jónsson11, Inga Þórsdóttir1
’Rannsóknarstofu í næringarfreeði, Landspítala, heilbrigðisvísindasvii, matvæla- og
næringarfræðideild, HÍ, 2námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ, 3öldrunarsviði Landspítala og
læknadeild HÍ/rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðu.
alfons@landspitali. is
Inngangur: Til að viðhalda fitulausum massa eftir miðjan aldur eru
styrktaræfingar og næg próteinneysla mikilvægir þættir. Hinsvegar hafa
bæði styrktaræfingar og mikil próteinneysla verið tengd neikvæðum
LÆKNAblaðið 2012/98 19