Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 29
VÍSINDi Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 endaþarmskrabbamein með ristilspeglun sem höfðu blæðingartengd einkenni á móti þeim sem höfðu þau ekki. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð í þýðisbundnum aðstæðum og tók til 151.000 íbúa höfuðborgarsvæðisins 18 ára og eldri. Rannsóknin var framsýn og stóð hópurinn saman af öllum þeim sem fóru í ristil- speglun á Landspítala árið 2010. Ábending ristilspeglunar var skráð af meltingarlækni, blóðkornatalning framkvæmd og sjúklingum fylgt eftir. Blæðingartengd einkenni voru skilgreind sem blæðing frá endaþarmi, járnskortsblóðleysi, jákvætt próf fyrir leyndu blóði í saur og tjöruhægðir (e. melaena). Öll önnur einkenni voru flokkuð sem einkenni ótengd blæðingu. Niðurstöður: í heildina fóru 1134 einstaklingar í 1275 ristilspeglanir. 558 af 1134 sjúklingum (49%) höfðu eitt eða fleiri af blæðingartengdum einkennum. 51 sjúklingur, 32 karlar (63%), miðgildi aldurs (69 (IQR 65,5-86,5) og 19 konur, miðgildi aldurs 74 ár (62-79), voru greind með ristil- eða endaþarmskrabbamein. Af þeim sjúklingum sem reyndust vera með krabbamein voru 47/51 (92,2%) með blæðingartengd einkenni. Blæðingartengdu einkennin í krabbameinshópnum voru: járnskorts- blóðleysi hjá 36 (71%), blæðing frá endaþarmi hjá 18 (35%), jákvætt próf fyrir leyndu blóði í saur 5 (9,8%) og tjöruskita (e. melaena) hjá tveimur (3,9%) einstaklingum. Þeir fjórir sjúklingar sem voru með krabbamein án blæðingartengdra einkenna voru í tilviki tveggja þeirra með niður- gang, einn var með kviðverki og sá fjórði og seinasti var með breytingar á hægðavenjum. Umræður: Meirihluti sjúklinga sem greinast með ristil- eða endaþarms- krabbamein í ristilspeglun eru með blæðingartengd einkenni. Líkurnar á því að finna ristil- eða endaþarmskrabbamein hjá einstaklingum sem ekki eru með blæðingartengd einkenni er lág. Þessar niðurstöður styðja við leiðbeiningar um að veita sjúklingum með blæðingartengd einkenni forgang í ristilspeglun. 61 Blæðingar í efri hluta meltingarvegar á Landspítala 2010 - nýgengi, orsakir og horfur Jóhann Páll Hreinsson1, Sveinn Guðmundsson2, Einar S. Björnssonu ’Læknadeild Háskóla ísiands, 2Blóðbankanum, ■'meltíngardeild lyflækningasviðs Landspítala einarsb@landspilali.is Bakgrunnur: Bráðar blæðingar í meltingarvegi (e. acute upper gastroin- testinal bleeding, AUGIB) er algeng ástæða innlagnar á spítala, nýgengi er talið vera á bilinu 48-172 á hverja 100.000 íbúa og ár. Hlutverk lyfja í AUGIB er ekki nægilega vel rannsakað, að undanskildum NSAID. Okkar markmið var að rannsaka nýgengi og útkomu AUGIB á framsýnan og þýðisbundinn hátt auk þess að kanna hlutverk lyfja sem kunna að tengjast blæðingum frá meltingarvegi. Efni og aðferðir: Þessi rannsókn var framsýn og þýðisbundin. Þýðið stóð saman af öllum þeim sem að fóru í ristilspeglun á Landspítala árið 2010. Ábendingar og lyfjasaga voru tekin niður á kerfisbundinn hátt. Skilyrði þátttöku var sýnileg blæðing sem átti sér stað í inniliggjandi sjúklingi eða leiddi til innlagnar. í útreikningum nýgengis voru sjúklingar sem ekki áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu útilokaðir. Fengnar voru upplýsingar frá lyfjagagnagrunni Landlæknis um notkun sjúklinga á NSAID, hjartamagnýli, kóvari, SSRI og bisphosphonate lyfjum. Saman- burðarhópur stóð saman af þeim einstaklingum sem fóru í magaspeglun á sama tímabili og höfðu ekki blæðingu í meltingarvegi. Niðurstöður: í heildina fóru 1731 sjúklingur í 2058 magaspeglanir. Af þeim voru 156 sjúklingar með AUGIB, 90 karlar (58%), miðgildi aldurs 70,5 (spönn fjórðungsgilda 56-80). 132 einstaklingar uppfylltu skilyrði nýgengisútreikninga sem gaf nýgengið 87/100.000 íbúa á ári og jókst ný- gengi með aldri. Algengustu niðurstöður speglana voru skeifugarnarsár (20,5%), magasár (14,7%) og Mallory-Weiss (12%). Hjá 24% sjúklinga var blæðing stöðvuð með speglunartæki og þrír (1,9%) einstaklingar þurftu á bráðri skurðaðgerð að halda. Tveir (1,3%) létust vegna AUGIB og þjáðust báðir af öðrum alvarlegum sjúkdómum. NSAID (%) Hjartamag- nýl (%) Hjartamag- nýl + NSAID (%> Kóvar (%) Hjartamag- nýl + SSRI (%) AUGIB 31 (20) 62 (40) 13(8) 23 (15) 12(8) Viðmiðunarhópur 30 (10) 90 (29) 3(1) 24(8) 9(3) p-gildi 0,0033 0,0212 > 0,0001 0,0219 0,0302 Umræður: Nýgengi AUGIB er hátt á íslandi en horfumar em góðar. Dánartíðni var mjög lág og fáir einstaklingar þurftu á bráðri skurðaðgerð að halda. Um fjórðungur blæðinga var stöðvaður með speglunartæki. Nokkur lyf og samsetning þeirra virðast eiga þátt í AUGIB. 62 Blæðingar í neðri hluta meltingarvegar á Landspítala 2010 - nýgengi, orsakir og horfur Jóhann Páll Hreinsson1, Sveirrn Guðmundsson2, Einar S. Bjömssonu 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Blóöbankanum, ’ineltingardeild lyflækningasviðs Landspítala einarsb@landspitali.is Bakgmnnur: Lítið er til af tölum um nýgengi bráðrar blæðingar í neðri hluta meltingarvegar (e. acute gastrointestinal bleeding, ALGIB). Nýgengið hefur verið talið á bilinu 20-43 á hverja 100.000 íbúa á ári. Þáttur lyfja í ALGIB er ekki skýr. Okkar markmið var að rannsaka ný- gengi og útkomu ALGIB á framsýnan og þýðisbundinn hátt auk þess að kanna hlutverk lyfja sem kunna að tengjast blæðingum í meltingarvegi. Efni og aðferðir: Þessi rannsókn var framsýn og þýðisbundin. Þýðið stóð saman af öllum þeim sem að fóm í ristilspeglun á Landspítala árið 2010. Ábendingar og lyfjasaga voru tekin niður á kerfisbundinn hátt. Skilyrði þátttöku var sýnileg blæðing frá endaþarmi sem átti sér stað í inniliggjandi sjúklingi eða leiddi til innlagnar. í útreikningum nýgengis vom sjúklingar með þekktan þarmabólgusjúkdóm (IBD) og sjúklingar sem ekki áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu útilokaðir. Fengnar vom upplýsingar frá lyfjagagnagmnni Landlæknis um notkun sjúklinga á NSAID, hjartamagnýli, kóvari, SSRI og bisphosphonates lyfjum. Samanburðarhópur stóð saman af þeim einstaklingum sem fóru í ristil- speglun á sama tímabili og höfðu ekki blæðingu í meltingarvegi. Niðurstöður: I heildina fóru 1134 sjúklingar í 1275 ristilspeglanir. Af þeim vom 163 sjúklingar með ALGIB, 82 konur (51%), miðgildi aldurs var 68 (IQR 52-80). 125 einstaklingar vom teknir með í útreikninga nýgengis eftir útilokanir. Nýgengi ALGIB var 83/100.000 og jókst nýgengi með aldri. Algengustu niðurstöður ristilspeglunar vom ristilpokar (23,3%), ristilbólga vegna blóðþurrðar (16%) og IBD (11,7%). 7,4% sjúklinga vom meðhöndlaðir með speglunartæki og þurfti enginn á skurðaðgerð að halda. Miðgildi hemóglóbíns var 105 g/L (91-120) og fengu 39% sjúk- linga blóðgjöf. Tveir (1,2%) létust vegna ALGIB. ALGIB - n (%) Viðmiðunarhópur n - (%) p-gildi NSAID 31 (19) 14(9) 0,0096 Hjartamagnýl 60 (37) 40 (25) 0,0222 LÆKNAblaðið 2012/98 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.