Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 29
VÍSINDi Á VORDÖGUM
FYLGIRIT 70
endaþarmskrabbamein með ristilspeglun sem höfðu blæðingartengd
einkenni á móti þeim sem höfðu þau ekki.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð í þýðisbundnum aðstæðum
og tók til 151.000 íbúa höfuðborgarsvæðisins 18 ára og eldri. Rannsóknin
var framsýn og stóð hópurinn saman af öllum þeim sem fóru í ristil-
speglun á Landspítala árið 2010. Ábending ristilspeglunar var skráð af
meltingarlækni, blóðkornatalning framkvæmd og sjúklingum fylgt eftir.
Blæðingartengd einkenni voru skilgreind sem blæðing frá endaþarmi,
járnskortsblóðleysi, jákvætt próf fyrir leyndu blóði í saur og tjöruhægðir
(e. melaena). Öll önnur einkenni voru flokkuð sem einkenni ótengd
blæðingu.
Niðurstöður: í heildina fóru 1134 einstaklingar í 1275 ristilspeglanir.
558 af 1134 sjúklingum (49%) höfðu eitt eða fleiri af blæðingartengdum
einkennum. 51 sjúklingur, 32 karlar (63%), miðgildi aldurs (69 (IQR
65,5-86,5) og 19 konur, miðgildi aldurs 74 ár (62-79), voru greind með
ristil- eða endaþarmskrabbamein. Af þeim sjúklingum sem reyndust
vera með krabbamein voru 47/51 (92,2%) með blæðingartengd einkenni.
Blæðingartengdu einkennin í krabbameinshópnum voru: járnskorts-
blóðleysi hjá 36 (71%), blæðing frá endaþarmi hjá 18 (35%), jákvætt próf
fyrir leyndu blóði í saur 5 (9,8%) og tjöruskita (e. melaena) hjá tveimur
(3,9%) einstaklingum. Þeir fjórir sjúklingar sem voru með krabbamein
án blæðingartengdra einkenna voru í tilviki tveggja þeirra með niður-
gang, einn var með kviðverki og sá fjórði og seinasti var með breytingar
á hægðavenjum.
Umræður: Meirihluti sjúklinga sem greinast með ristil- eða endaþarms-
krabbamein í ristilspeglun eru með blæðingartengd einkenni. Líkurnar
á því að finna ristil- eða endaþarmskrabbamein hjá einstaklingum sem
ekki eru með blæðingartengd einkenni er lág. Þessar niðurstöður styðja
við leiðbeiningar um að veita sjúklingum með blæðingartengd einkenni
forgang í ristilspeglun.
61 Blæðingar í efri hluta meltingarvegar á Landspítala 2010 -
nýgengi, orsakir og horfur
Jóhann Páll Hreinsson1, Sveinn Guðmundsson2, Einar S. Björnssonu
’Læknadeild Háskóla ísiands, 2Blóðbankanum, ■'meltíngardeild lyflækningasviðs Landspítala
einarsb@landspilali.is
Bakgrunnur: Bráðar blæðingar í meltingarvegi (e. acute upper gastroin-
testinal bleeding, AUGIB) er algeng ástæða innlagnar á spítala, nýgengi
er talið vera á bilinu 48-172 á hverja 100.000 íbúa og ár. Hlutverk lyfja í
AUGIB er ekki nægilega vel rannsakað, að undanskildum NSAID. Okkar
markmið var að rannsaka nýgengi og útkomu AUGIB á framsýnan
og þýðisbundinn hátt auk þess að kanna hlutverk lyfja sem kunna að
tengjast blæðingum frá meltingarvegi.
Efni og aðferðir: Þessi rannsókn var framsýn og þýðisbundin. Þýðið stóð
saman af öllum þeim sem að fóru í ristilspeglun á Landspítala árið 2010.
Ábendingar og lyfjasaga voru tekin niður á kerfisbundinn hátt. Skilyrði
þátttöku var sýnileg blæðing sem átti sér stað í inniliggjandi sjúklingi
eða leiddi til innlagnar. í útreikningum nýgengis voru sjúklingar sem
ekki áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu útilokaðir. Fengnar voru
upplýsingar frá lyfjagagnagrunni Landlæknis um notkun sjúklinga á
NSAID, hjartamagnýli, kóvari, SSRI og bisphosphonate lyfjum. Saman-
burðarhópur stóð saman af þeim einstaklingum sem fóru í magaspeglun
á sama tímabili og höfðu ekki blæðingu í meltingarvegi.
Niðurstöður: í heildina fóru 1731 sjúklingur í 2058 magaspeglanir. Af
þeim voru 156 sjúklingar með AUGIB, 90 karlar (58%), miðgildi aldurs
70,5 (spönn fjórðungsgilda 56-80). 132 einstaklingar uppfylltu skilyrði
nýgengisútreikninga sem gaf nýgengið 87/100.000 íbúa á ári og jókst ný-
gengi með aldri. Algengustu niðurstöður speglana voru skeifugarnarsár
(20,5%), magasár (14,7%) og Mallory-Weiss (12%). Hjá 24% sjúklinga var
blæðing stöðvuð með speglunartæki og þrír (1,9%) einstaklingar þurftu á
bráðri skurðaðgerð að halda. Tveir (1,3%) létust vegna AUGIB og þjáðust
báðir af öðrum alvarlegum sjúkdómum.
NSAID (%) Hjartamag- nýl (%) Hjartamag- nýl + NSAID (%> Kóvar (%) Hjartamag- nýl + SSRI (%)
AUGIB 31 (20) 62 (40) 13(8) 23 (15) 12(8)
Viðmiðunarhópur 30 (10) 90 (29) 3(1) 24(8) 9(3)
p-gildi 0,0033 0,0212 > 0,0001 0,0219 0,0302
Umræður: Nýgengi AUGIB er hátt á íslandi en horfumar em góðar.
Dánartíðni var mjög lág og fáir einstaklingar þurftu á bráðri skurðaðgerð
að halda. Um fjórðungur blæðinga var stöðvaður með speglunartæki.
Nokkur lyf og samsetning þeirra virðast eiga þátt í AUGIB.
62 Blæðingar í neðri hluta meltingarvegar á Landspítala 2010 -
nýgengi, orsakir og horfur
Jóhann Páll Hreinsson1, Sveirrn Guðmundsson2, Einar S. Bjömssonu
'Læknadeild Háskóla íslands, 2Blóöbankanum, ’ineltingardeild lyflækningasviðs Landspítala
einarsb@landspitali.is
Bakgmnnur: Lítið er til af tölum um nýgengi bráðrar blæðingar í
neðri hluta meltingarvegar (e. acute gastrointestinal bleeding, ALGIB).
Nýgengið hefur verið talið á bilinu 20-43 á hverja 100.000 íbúa á ári.
Þáttur lyfja í ALGIB er ekki skýr. Okkar markmið var að rannsaka ný-
gengi og útkomu ALGIB á framsýnan og þýðisbundinn hátt auk þess að
kanna hlutverk lyfja sem kunna að tengjast blæðingum í meltingarvegi.
Efni og aðferðir: Þessi rannsókn var framsýn og þýðisbundin. Þýðið
stóð saman af öllum þeim sem að fóm í ristilspeglun á Landspítala árið
2010. Ábendingar og lyfjasaga voru tekin niður á kerfisbundinn hátt.
Skilyrði þátttöku var sýnileg blæðing frá endaþarmi sem átti sér stað í
inniliggjandi sjúklingi eða leiddi til innlagnar. í útreikningum nýgengis
vom sjúklingar með þekktan þarmabólgusjúkdóm (IBD) og sjúklingar
sem ekki áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu útilokaðir. Fengnar
vom upplýsingar frá lyfjagagnagmnni Landlæknis um notkun sjúklinga
á NSAID, hjartamagnýli, kóvari, SSRI og bisphosphonates lyfjum.
Samanburðarhópur stóð saman af þeim einstaklingum sem fóru í ristil-
speglun á sama tímabili og höfðu ekki blæðingu í meltingarvegi.
Niðurstöður: I heildina fóru 1134 sjúklingar í 1275 ristilspeglanir. Af þeim
vom 163 sjúklingar með ALGIB, 82 konur (51%), miðgildi aldurs var 68
(IQR 52-80). 125 einstaklingar vom teknir með í útreikninga nýgengis
eftir útilokanir. Nýgengi ALGIB var 83/100.000 og jókst nýgengi með
aldri. Algengustu niðurstöður ristilspeglunar vom ristilpokar (23,3%),
ristilbólga vegna blóðþurrðar (16%) og IBD (11,7%). 7,4% sjúklinga vom
meðhöndlaðir með speglunartæki og þurfti enginn á skurðaðgerð að
halda. Miðgildi hemóglóbíns var 105 g/L (91-120) og fengu 39% sjúk-
linga blóðgjöf. Tveir (1,2%) létust vegna ALGIB.
ALGIB - n (%) Viðmiðunarhópur n - (%) p-gildi
NSAID 31 (19) 14(9) 0,0096
Hjartamagnýl 60 (37) 40 (25) 0,0222
LÆKNAblaðið 2012/98 29