Listin að lifa - 01.09.1996, Síða 3

Listin að lifa - 01.09.1996, Síða 3
Oflugt félag - hagur okkar allra I dag eru um 6000 manns í Félagi eldri borgara í Reykjavík, en yFir 20 þúsund 60 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum sjá fjölmennara félag því að í allri hagsmunabarártu liggur styrkurinn í fjöldanum á bak við orð og kröfur. Stór hluti af starfsemi félagsins er hagsmuna- barátta enda kreppir nú mjög að fjárhag og réttindum aldraðra. FEB býður upp á kröftugt félagslíf og félagsskírteini veitir afslátt af vörum og þjónustu. Fíægt er að fá ókeypis lögfræði- aðstoð og ráðgjöf varðandi al- mannatryggingar. Gerist félagar! Hjálpið okkur að gera FEB þróttmikið og fjöl- mennt í þágu allra. Skráningar- seðill fylgir blaðinu. Einnig má skrá sig í gegnum síma. Arsgjald er kr. 2.200 - og félagið gefur nýjum félögum 1.200 kr. afslátt fram til 1. desember nk. Réttindin gilda til 15. mars á næsta ári. Með bestu kveðju og von um góðar undirtektir. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Hverfisgötu 105, sími 552-8812 og 562-0612 Aprílgabbið lifir enn „Má ég ekki opna gluggann? Eg þoli ekki að vera í loftlausu herbergi.“ Með þessum orðum geysist Erna inn á skrifstofu í Risinu. Léttur fótaburður og frískur andblær fylgir göngugarpnum Ernu Arngrímsdóttur. Steinunn Finnbogadóttir var upphafs- maður gönguklúbbsins, en Erna er búin að stjórna gönguferðum Göngu-Hrólfa frá árinu 1989. Ekki svo lítið afrek, þegar litið er á að gönguhópurinn sprettir úr spori hvern einasta laugardag, allan ársins hring. Ef allir laugar- dagar (mínu,s tveir á ári) eru taldir frá 1989 - hafa Erna og Hrólfarnir farið í 372 göngu- ferðir! „Gangan gæti fallið niður tvisvar á ári. Við göngum ekki, ef jól eða nýársdag ber upp á laugar- dag,“ segir Erna. Hvílíkir göngu- garpar! Enda státa Göngu-Hrólf- arnir sig af því að vera virkasti hópurinn í félagsstarfinu hjá Fé- lagi eldri borgara - sannkallaðir FiAMINGJU-HRÓLFAR, en nafnið Hrólfur merkir hamingja. - Afhverju að leggja á sig alla þessa göngu, Erna? „Ég var ekki svo heppin að fæðast heilbrigð. Um það leyti sem Félag eldri borgara var stofn- að, lá ég fárveik í rúminu. Þá hét ég því að láta eitthvað gott af mér leiða í sambandi við göngur, ef ég kæmist á fætur aftur.“ Fyrsta apríl 1989 litu Göngu- Hrólfar dagsins ljós. Fyrirhugaður gönguklúbbur var þá auglýstur í Morgunblaðinu. „Þeir sem lásu auglýsinguna, tóku hana sem aprílgabb,“ segir Erna og hlær. „En gabbið lifir enn — er lifandi fjörugt og kátt!“ Hugmyndajræðin í heilsuvakningu Göngu-Hrólfanna: „Hrólfarnir ganga ekki bara á laugardögum, margir ganga á hverjum degi og fara daglega í sund. Heilsuvakningin smitar út frá sér. Hrólfarnir eru meðvitaðir um eigin heilsu, þegar þeir finna hvað gangan gerir þeim gott. Sumir hafa lést um 20 kg. Algengt er að Hrólfarnir minnki Göngugarpurinn Erna með aðal- víkingnum í víkingaveislu með Göngu-Hrólfum. Frh. bls. 23

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.