Listin að lifa - 01.09.1996, Qupperneq 5

Listin að lifa - 01.09.1996, Qupperneq 5
Söngfélag FEB. Kristín kórstjóri og undirleikararnir Hafliði Jónsson og Bragi Hlíðberg eru fremst á myndinni. Sönglistin og sam- einað afl virkra félaga „Kórinn okkar er einn sá fyrsti sem var stofnaður fyrir eldri borgara og fagnaði tíu ára afmæli í vor eins og félagið. Núna eru 16-17 svona kórar á landinu. A kóramótinu 1994 samstilltu tólf íslenskir kórar raddirnar og kórfélagar nutu þess að syngja saman. Fátt tengir fólk betur saman en tónlistin. Hún er svo gefandi og opnar nýja heima.“ Kristín Sæunn Pjetursdóttir tónmenntakennari hefur stjórnað kórnum síðastliðin níu ár. „Eg fór seint í tónlistarskólann og langaði alltaf til að vinna að tónlistar- málum með eldra fólki.“ Kristín er því á réttri hillu í lífinu og hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum að vinna með þessum aldurshóp. En hún er heitreið út í þjóðfélagið fyrir hönd skjólstæðinga sinna. „Ég leita með logandi ljósi að yngra fólki í kórinn. Okkur vantar raddir fólks á milli sextugs og sjötugs, til að blanda saman við eldri raddir. Meðalaldur í kórnum er 77 ár. Yngra fólk hefur tæki- færi til að vera virkt í félaginu, en kemur ekki. - Hvers vegna?“ fmynd eldri borgara VERÐUR að breytast „Menningarstarfið er svo skemmti- legt hjá Félagi eldri borgara, að fólk sem er að eldast, ætti að geta hlakkað til að ganga í félagið og lifa þessu fjölbreytta lífi sem félagsstarfið býður upp á. En þjóðfélagið er endalaust að pota í okkur, og fólki finnst það stimpill að vera komið á ákveðinn aldur og vera virkt í félagsstarfinu. Við erum hrædd við að búa í haginn fyrir okkur sjálf. Hrædd Þarna syngur kórinn af mikilli innlifun undir stjórn Kristínar í Flateyrarkirkju árið 1992. við þann stimpil að vera komin í Félag eldri borgara. Og felum okkur! I stað þess að ganga í félagið, þegar við erum orðin sextíu ára eins og boðið er upp á og gera félagið nógu fjölmennt, sterkt og öflugt þjóðfélagsafl til að standa gegn þessari endalausu skerðingu á kjörum eldri borgara. Skilaboðin eru tvöfóld Þjóðfélagið sendir tvöföld skila- boð til eldri kynslóðarinnar: Vertu ung! Kauptu öll yngingarsmyrsl! Stundaðu alla heilsurækt! Þú mátt ekki eldast! í nútíma þjóðfélagi erum við ekki með á nótunum, nema að halda okkur í góðu formi.“ Kristín segist ekki þola, að komið sé fram við eldra fólk, annaðhvort með vorkunnsemi eða lítilsvirðingu. Eins og þegar sagt er: — Hefurðu kannski gaman af þessu ennþá, vinan? Eða þegar sagt er: - Ég ætla ekki að vera með þessu gamla fólki! „Við eigum að vera stolt af því að vera komin á ákveðinn aldur og standa sameinuð gegn þessari vitleysu,“ segir Kristín. „Ég sjálf myndi ekki vilja láta koma svona fram við mig. Áhugamál mitt er - að komið sé fram við eldra fólkið á jafnréttisgrundvelli. Fólk sem er að

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.