Listin að lifa - 01.09.1996, Side 15

Listin að lifa - 01.09.1996, Side 15
síðustu árum, þó að margt fleira mætti nefna. Með setningu laga um almannatryggingar árið 1946 og þróun þeirra gegnum árin, vorum við Islendingar búnir að skipa okkur sess sem velferðar- þjóðfélag. En höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Því miður verður að svara þessu neitandi, a.m.k. hvað varðar réttindi aldraðra á síðustu árum. FEB eru hagsmunasamtök eldri borgara, sem hafa unnið ötullega að þeirra málum. En betur má ef duga skal. Til að ná sem bestum árangri er mikilsvert, að félagið verði sem fjölmennast. Með sameinuðu átaki getum við varið réttindi okkar og aukið þau. Fyrst og fremst þurfum við að fá lögfest, að við sitjum við sama borð og aðrar stéttir og sé ekki sífellt verið að hringla með réttindi okkar, því að ekkert fer ver með okkur en öryggisleysið. 3. sept. 1996 Margrét Thoroddsen Þjónustuíbúð Til sölu í íbúðakjarnanum Skúlagötu 40 þriggja her- bergja íbúð 100 m2 á fjórðu hæð, með þvottahúsi og geymslu á hæðinni. Bílastæði í bílageymslu. Skipti á minni eign möguleg. Verð 10.5 milljónir. (Tilboð) Ahvílandi 7 milljónir í húsbréfum. Upplýsingar í síma: 562- Lykla-Dísin Pöntunar- og bréfasími: 5 616 488 Öryggislyklakippan Lykla-Dísin er I) sem skilar lyklunum alltaf heim til þín aftur. Á bakhlið kippunnar er finnandi beðinn um að leggja Lykla-Dísina í næsta póstkassa eða á lögreglustöð. Lögreglan styður við bakið á Lykla-Dísinni. Leyninúmer eiganda er skráð á bakhlið lyklakippunnar, svo að hvergi kemur fram nafn hans og eru upplýsingar ekki gefnar í síma. Söluverð lyklakippunnar er kr. 850, en Lykla-Dísin er seld á skrifstofu FEB á sérstöku verði til félagsmanna, kr. 760. Snúður og Snælda í Risinu Lífsgleði njóttu eins lengi og kostur er Þegar undirrituð var beðin að taka að sér ritstjórn þessa blaðs, þekkti hún fáa félagsmenn. Brynhildur Olgeirsdóttir var meðal þeirra fyrstu sem rabbað var við, yfir molasopa. Konan er kímileit, með dillandi hlátur og hefur greinilega gleðina að leiðarljósi. Þess vegna var svo tilvalið að spyrja hana - um lífið og tilveruna. — Eru þau skemmtilegþessi ár efiir vinnulokin? ■■■■■■■■■——————11111 ' Brynhildur hélt það nú. „Það er himneskt að lifa, ef heilsan er góð.“ Hvað ertu búin að starfa lengi í félaginu? „Eg gekk í FEB skömmu eftir stofnun þess og hef verið á kafi í félagsstörfum þar síðan og skemmt mér konunglega. Eg á sæti í stjórninni, og hlusta á þá vísu menn sem þar sitja og ráða ráðum sfnum um að bæta hag aldraðra. Sigríður Eyþórsdóttir var upp- hafsmaður að stofnun leikfélagsins SNÚÐUR OG SNÆLDA. Hún fékk mig með sér til að koma því í kring. Barnið fæddist 20. janúar 1990. Þá fékk ég að spreyta mig á svið- inu,“ segir Brynhildur. „Við höfum verið svo heppin að vera með lærða leikstjóra, sem þjálfa okkur vel í framsögn og leiktjáningu: - lærum að láta orðin svífa skýrt og létt á aftasta bekk, - lærum að setja okkur inn í sögupersónurnar og LEIKA. Við

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.